Noah vann fyrri leik liðanna 3-0 á heimavelli og var því í nokkuð þægilegum málum fyrir seinni leikinn í dag.
Þeir voru ekki eins þægilegir þegar þeir misstu mann af velli á 70. mínútu og Ruzemberok var komið 3-0 yfir á 72. mínútu og búið að jafna einvígið.
Allt stefndi í vítaspyrnukeppni en Matheus Aias bjargaði málunum fyrir Noah með marki a 88. mínútu sem minnkaði muninn í 3-1 og tryggði Noah 4-3 sigur í einvíginu. Guðmundur lék allan leikinn í vinstri bakverðinum hjá Noah.
Dregið verður í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun, drátturinn verður í beinni útsendingu og fylgt vel eftir á Vísi.