Fótbolti

Chelsea tapaði gegn Servette en vann ein­vígið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mykhailo Mudryk var í byrjunarliði Chelsea í Genf í kvöld.
Mykhailo Mudryk var í byrjunarliði Chelsea í Genf í kvöld. Daniela Porcelli/Eurasia Sport Images/Getty Images

Chelsea tapaði leik sínum gegn svissneska félaginu Servette 2-1 en tryggði sæti í Sambandsdeildinni með samanlögum 3-2 sigri í einvíginu.

Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 og Christopher Nkunku kom þeim yfir í kvöld með marki af vítapunktinum en Jeremy Guillemenot jafnaði leikinn skömmu síðar og Enzo Crivelli kom Servette svo yfir á 72. mínútu.

Þá stóð Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, ekki lengur á sama og skipti Cole Palmer inn á fyrir Mykhailo Mudryk.

Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Chelsea tryggði sér því sæti í Sambandsdeildinni með samanlögðum 3-2 sigri.

Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×