Hnignun menntakerfisins og rétturinn til að fullnýta hæfileika sína Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 09:00 Það er ekki nýtt að við fáum upplýsingar um lélegan árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum og árangurinn versnar. Viðkvæðið hefur verið að PISA mæli ekki ýmsa þætti sem máli skipta í námi og sé því ekki fyllilega marktæk mæling. Því sé lélegur árangur íslenskra nemenda í raun ekki áhyggjuefni. Þetta er að mínu mati ábyrgðarlaus afstaða. Samræmdum prófum hefur verið hætt og margir telja að slík próf þjóni ekki tilgangi og séu aðeins til óþæginda fyrir nemendur og jafnvel fyrir skólastarfið í heild. Rök sumra er að slík próf skapi kvíða og óþarfa álag. Þá er heimanám víða illa séð þar sem foreldrar vilja fremur verja frítíma sínum í annað en að styðja við heimanám barna sinna. Sums staðar hefur það þótt kostur að skólar geri alls enga kröfu um heimanám og allt nám nemenda fari fram á skólatíma. Þetta er gerviumhyggja. Hætt er við að foreldrar fái litlar eða engar upplýsingar um námsefnið og þau sem vilja vinna að heimanámi með börnum sínum fái lítil eða engin gögn eða upplýsingar til þess. Meðalmennska og agaleysi Segja má að meðalmennskan hafi ráðið för við breytingar á menntakerfi landsins síðustu áratugi. Sífellt er miðað við lægsta samnefnara. Áður fyrr var nemendum skipt í bekki eftir námsgetu, eins og víða er gert erlendis. Það er gert til hægðarauka bæði fyrir nemendur og kennara. Ég er ekki að mæla með þeirri aðferð en sú skrýtna menning hefur þróast hér á landi og víðar að kennarar lúti vilja nemenda, í stað þess að kennarinn ráði í kennslustofunni og hafi þar agavald. Nú er svo komið að grunn- og framhaldsskólakennarar eiga víða erfitt með að halda uppi aga við kennslu. Námsgeta og kennsluþörf er í mörgum bekkjum á svo breiðu bili að kennari ræður vart við það. Réttindi nemenda eru slík að þau toppa rétt kennara til að halda uppi aga í kennslustund og kenna námsefnið. Þá eru ótalin þau vandræði og erfiðleikar sem kennarar glíma við í bekkjum þar sem nemendur koma erlendis frá og tala takmarkaða íslensku. Kennslan fer jú fram á íslensku og kennsluefnið er íslenskt, nema í einstökum fögum í framhaldsskólunum. Þetta ræður grunnskólinn ekki við eins og staðan er í dag. Réttur þeirra sem vilja læra Þá er eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að spyrja þeirrar erfiðu spurningar: Hvers eiga þeir nemendur að gjalda sem hafa metnað og langar að læra? Réttur þeirra nemenda sem hafa námsþorsta og metnað er fyrir borð borinn. Að mega takast á við krefjandi nám og jafnvel erfitt eflir þá sem geta og vilja læra. Við þekkjum það flest að við getum miklu meira en við höldum. Það á einnig við um nám og námshæfileika. Það eykur sjálfstraust og lífsánægju að gera vel og vaxa í krefjandi námi, af hvaða tagi sem er. Að nú ekki sé talað um mikilvægi þess að koma vel undirbúinn til áframhaldandi náms, hvort heldur hér á landi eða erlendis. Í bestu háskólum heims er enginn afsláttur gefinn af kunnáttu og námsgetu. Stytting framhaldsskólans var vanhugsuð Komið hefur í ljós að stytting framhaldsskólans var vanhugsuð ákvörðun sem valdið hefur verulegu tjóni. Nær hefði verið að skoða styttingu grunnskólans um eitt ár. Þá hefur sú stefna að fletja framhaldsskóla landsins út í sams konar menntastofnanir ekki verið til góðs. Það er mér áhyggjuefni hvernig markvisst hefur verið grafið undan Menntaskólanum í Reykjavík og öðrum menntaskólum þar sem í áraraðir hefur verið byggð upp menntamenning sem er hluti af menningarsögu landsins. Við þurfum vel menntað fólk á öllum sviðum til að uppfylla kröfur um velferð og heilbrigðisþjónustu, bætt lífskjör og sjálfbærni, trausta innviði, samkeppnishæfni og almenna velsæld fólks. Ekki síst er þörf á vel menntuðu fólki í verkfræði og tæknifræði. Djúp fagþekking, vandaður undirbúningur innviðaverkefna, fagleg verkefnastjórn og traust tækniþekking verða sífellt mikilvægari. Við þurfum hvata Íslenskt samfélag er á góðri leið með að uppræta og eyða þeim hvötum menntakerfisins sem nauðsynlegir eru til að einstaklingar geti og vilji leggja á sig krefjandi og erfitt nám, sem þó er svo nauðsynlegt bæði núna og í framtíðinni. Við þetta bætist að kjaraviðræður stórra hópa síðustu ára hefur gengið út á að eyða launamun þannig að nú er á Íslandi einn minnsti launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra í Evrópu. Þannig hefur sá hvati að fjárfesting í áralangri menntun skili sér til baka í launum síðar á ævinni farið hraðminnkandi. Þessa hvata þurfum við. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að við fáum upplýsingar um lélegan árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum og árangurinn versnar. Viðkvæðið hefur verið að PISA mæli ekki ýmsa þætti sem máli skipta í námi og sé því ekki fyllilega marktæk mæling. Því sé lélegur árangur íslenskra nemenda í raun ekki áhyggjuefni. Þetta er að mínu mati ábyrgðarlaus afstaða. Samræmdum prófum hefur verið hætt og margir telja að slík próf þjóni ekki tilgangi og séu aðeins til óþæginda fyrir nemendur og jafnvel fyrir skólastarfið í heild. Rök sumra er að slík próf skapi kvíða og óþarfa álag. Þá er heimanám víða illa séð þar sem foreldrar vilja fremur verja frítíma sínum í annað en að styðja við heimanám barna sinna. Sums staðar hefur það þótt kostur að skólar geri alls enga kröfu um heimanám og allt nám nemenda fari fram á skólatíma. Þetta er gerviumhyggja. Hætt er við að foreldrar fái litlar eða engar upplýsingar um námsefnið og þau sem vilja vinna að heimanámi með börnum sínum fái lítil eða engin gögn eða upplýsingar til þess. Meðalmennska og agaleysi Segja má að meðalmennskan hafi ráðið för við breytingar á menntakerfi landsins síðustu áratugi. Sífellt er miðað við lægsta samnefnara. Áður fyrr var nemendum skipt í bekki eftir námsgetu, eins og víða er gert erlendis. Það er gert til hægðarauka bæði fyrir nemendur og kennara. Ég er ekki að mæla með þeirri aðferð en sú skrýtna menning hefur þróast hér á landi og víðar að kennarar lúti vilja nemenda, í stað þess að kennarinn ráði í kennslustofunni og hafi þar agavald. Nú er svo komið að grunn- og framhaldsskólakennarar eiga víða erfitt með að halda uppi aga við kennslu. Námsgeta og kennsluþörf er í mörgum bekkjum á svo breiðu bili að kennari ræður vart við það. Réttindi nemenda eru slík að þau toppa rétt kennara til að halda uppi aga í kennslustund og kenna námsefnið. Þá eru ótalin þau vandræði og erfiðleikar sem kennarar glíma við í bekkjum þar sem nemendur koma erlendis frá og tala takmarkaða íslensku. Kennslan fer jú fram á íslensku og kennsluefnið er íslenskt, nema í einstökum fögum í framhaldsskólunum. Þetta ræður grunnskólinn ekki við eins og staðan er í dag. Réttur þeirra sem vilja læra Þá er eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að spyrja þeirrar erfiðu spurningar: Hvers eiga þeir nemendur að gjalda sem hafa metnað og langar að læra? Réttur þeirra nemenda sem hafa námsþorsta og metnað er fyrir borð borinn. Að mega takast á við krefjandi nám og jafnvel erfitt eflir þá sem geta og vilja læra. Við þekkjum það flest að við getum miklu meira en við höldum. Það á einnig við um nám og námshæfileika. Það eykur sjálfstraust og lífsánægju að gera vel og vaxa í krefjandi námi, af hvaða tagi sem er. Að nú ekki sé talað um mikilvægi þess að koma vel undirbúinn til áframhaldandi náms, hvort heldur hér á landi eða erlendis. Í bestu háskólum heims er enginn afsláttur gefinn af kunnáttu og námsgetu. Stytting framhaldsskólans var vanhugsuð Komið hefur í ljós að stytting framhaldsskólans var vanhugsuð ákvörðun sem valdið hefur verulegu tjóni. Nær hefði verið að skoða styttingu grunnskólans um eitt ár. Þá hefur sú stefna að fletja framhaldsskóla landsins út í sams konar menntastofnanir ekki verið til góðs. Það er mér áhyggjuefni hvernig markvisst hefur verið grafið undan Menntaskólanum í Reykjavík og öðrum menntaskólum þar sem í áraraðir hefur verið byggð upp menntamenning sem er hluti af menningarsögu landsins. Við þurfum vel menntað fólk á öllum sviðum til að uppfylla kröfur um velferð og heilbrigðisþjónustu, bætt lífskjör og sjálfbærni, trausta innviði, samkeppnishæfni og almenna velsæld fólks. Ekki síst er þörf á vel menntuðu fólki í verkfræði og tæknifræði. Djúp fagþekking, vandaður undirbúningur innviðaverkefna, fagleg verkefnastjórn og traust tækniþekking verða sífellt mikilvægari. Við þurfum hvata Íslenskt samfélag er á góðri leið með að uppræta og eyða þeim hvötum menntakerfisins sem nauðsynlegir eru til að einstaklingar geti og vilji leggja á sig krefjandi og erfitt nám, sem þó er svo nauðsynlegt bæði núna og í framtíðinni. Við þetta bætist að kjaraviðræður stórra hópa síðustu ára hefur gengið út á að eyða launamun þannig að nú er á Íslandi einn minnsti launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra í Evrópu. Þannig hefur sá hvati að fjárfesting í áralangri menntun skili sér til baka í launum síðar á ævinni farið hraðminnkandi. Þessa hvata þurfum við. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun