Telja að bátnum hafi verið siglt of hratt þegar tveir hryggbrotnuðu Lovísa Arnardóttir skrifar 29. ágúst 2024 21:35 Sætin eru fjaðrandi en lágvaxið fólk nær ekki að setja fæturna niður. Það getur aukið hættu. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að RIB bátnum Kötlu hafa verið siglt á of miklum hraða yfir kjölfar annars skips þegar tvær manneskjur hryggbrotnuðu í siglingu í Reykjavíkurhöfn í júní í fyrra. Báturinn var á vegum Lundeyjar náttúruferða en alls voru níu um borð, þar af tveir skipverjar. Tilkynnt var um slysið rétt eftir klukkan 16 þann 15. júní í fyrra. Skýrsla RNSA. Í nýrri skýrslu RNSA segir að auk þess að hafa siglt bátnum of hratt hafi sætin í bátnum verið of há til að þau myndu virka sem skyldi. Ekki hafi verið hægt að stilla þau í hæð í samræmi við hæð farþega. Í atvikalýsingu í skýrslu RNSA segir að áður en báturinn hafi lagt af stað úr höfn hafi stjórnandi farið yfir helstu öryggisatriði og kennt farþegum að gefa merki ef eitthvað bjátaði á. Þá kemur fram að þennan dag hafi í Reykjavíkurhöfn verið nánast logn og sjórinn sléttur. „Landhelgisgæsla Íslands mældi bátinn á sex hnúta ferð út úr höfninni en þegar hann hafði beygt í norður og kominn til móts við Eyjagarð var hann á 32 hnúta ferð,“ segir í skýrslunni. Skullu niður þegar báturinn lyftist Þá segir í skýrslunni að samkvæmt skipstjóra bátsins hafi hann siglt yfir kjölfar annan báts sem var nýbúinn að mæta. Við það lyfti RIB báturinn sé að framan og tveir farþegarnir skullu niður. Þeir gáfu þá merki um að eitthvað væri að. Skipstjórinn segist strax hafa dregið úr ferð bátsins og snúið honum til hafnar fjórum mínútum síðar. Þegar tilkynnt var um slysið var tilkynnt um þrjá slasaða. Einn fór sjálfur í land en hinir tveir reyndust hryggbrotnir. Þeir sátu í þriðju og fjórðu röð bakborðs megin talið aftan frá. RNSA segir í skýrslu sinni að nefndin hafi rannsakað á annan tug alvarlegra slysa um borð í RIB bátum í farþegaflutningum og lagt fram tillögur til að bæta öryggi farþega. Í tillögunum er til dæmis talað um fjaðrandi sæti og að í Kötlu RIB báti hafi verið slík sæti. Í skýrslunni segir að sætin hafi verið talsvert há, þrátt fyrir fjöðrun, sem leiði til þess að lágvaxið fólk nái ekki fótastuðningi. Nái farþegar ekki slíkum stuðningi sé hætta á því að kraftur höggs leiði upp í gegn um sitjandann þegar bátar af slíkri gerð skella niður. Vilja setja reglugerð Í þessu tilfelli þurftu farþegarnir að standa en höfðu lítinn fótastuðning. Báðir hinir slösuðu voru 160 sentímetrar á hæð og náðu einungis að tilla tánum niður. Í skýrslu RNSA segir að þrátt fyrir tillögur nefndarinnar um bætt öryggi hafi ráðuneytið ekki viljað gera reglugerð um öryggi í RIB bátum vegna þess að þeir séu CE merktir. Það hafi verið ákveðið að útfærðar yrðu kröfur um að útgerðir RIB-báta framkvæmdu áhættumat á mismunandi aðstæðum sem fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar en að slíkar reglur hafi ekki enn verið settar. Þá er bent á það í skýrslunni að Breska sjóslysa rannsóknarstofnunin (MAIB - Marine Accident Investigation Branch) hafi sent frá sér viðvörun um RIB báta í september 2023, þar sem varað var við tíðum slysum á þeim. Stofnunin lagði til, í samráði við breska hagaðila, að fremsti þriðjungur RIB báta sem notaðir eru til farþegaflutninga yrði skilgreindur sem umtalsvert áhættusvæði [e. Area of significant risk] óháð hraða bátanna. Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Bæta öryggi RIB-báta með breyttum reglum Undanfarin ár hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa skilað átta skýrslum vegna slysa um borð í RIB-bátum. Tillaga hennar um fjaðrandi sæti ekki tekin til greina. 7. maí 2018 06:00 Kraftmesti "rib“ bátur Íslands sigldi á sker Kraftmesti "rib"bátur landsins lenti á skeri á ferð sinni frá Reykjavík til Akureyrar í morgun. Óhappið varð rétt norðan Sauðárkróks. Við byltuna brotnuðu bæði hældrif bátsins. Tjónið er að sögn mikið og viðgerð gæti tekið 2-3 vikur. Bátur þessi er engin smásmíð, en hann er 12 metrar á lengd, vegur ein 5,5 tonn og búinn 700 hestafla vél. Hann er nefndur eftir Jóni Páli kraftajötni, enda kraftmesti bátur landsins. 30. maí 2012 17:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Báturinn var á vegum Lundeyjar náttúruferða en alls voru níu um borð, þar af tveir skipverjar. Tilkynnt var um slysið rétt eftir klukkan 16 þann 15. júní í fyrra. Skýrsla RNSA. Í nýrri skýrslu RNSA segir að auk þess að hafa siglt bátnum of hratt hafi sætin í bátnum verið of há til að þau myndu virka sem skyldi. Ekki hafi verið hægt að stilla þau í hæð í samræmi við hæð farþega. Í atvikalýsingu í skýrslu RNSA segir að áður en báturinn hafi lagt af stað úr höfn hafi stjórnandi farið yfir helstu öryggisatriði og kennt farþegum að gefa merki ef eitthvað bjátaði á. Þá kemur fram að þennan dag hafi í Reykjavíkurhöfn verið nánast logn og sjórinn sléttur. „Landhelgisgæsla Íslands mældi bátinn á sex hnúta ferð út úr höfninni en þegar hann hafði beygt í norður og kominn til móts við Eyjagarð var hann á 32 hnúta ferð,“ segir í skýrslunni. Skullu niður þegar báturinn lyftist Þá segir í skýrslunni að samkvæmt skipstjóra bátsins hafi hann siglt yfir kjölfar annan báts sem var nýbúinn að mæta. Við það lyfti RIB báturinn sé að framan og tveir farþegarnir skullu niður. Þeir gáfu þá merki um að eitthvað væri að. Skipstjórinn segist strax hafa dregið úr ferð bátsins og snúið honum til hafnar fjórum mínútum síðar. Þegar tilkynnt var um slysið var tilkynnt um þrjá slasaða. Einn fór sjálfur í land en hinir tveir reyndust hryggbrotnir. Þeir sátu í þriðju og fjórðu röð bakborðs megin talið aftan frá. RNSA segir í skýrslu sinni að nefndin hafi rannsakað á annan tug alvarlegra slysa um borð í RIB bátum í farþegaflutningum og lagt fram tillögur til að bæta öryggi farþega. Í tillögunum er til dæmis talað um fjaðrandi sæti og að í Kötlu RIB báti hafi verið slík sæti. Í skýrslunni segir að sætin hafi verið talsvert há, þrátt fyrir fjöðrun, sem leiði til þess að lágvaxið fólk nái ekki fótastuðningi. Nái farþegar ekki slíkum stuðningi sé hætta á því að kraftur höggs leiði upp í gegn um sitjandann þegar bátar af slíkri gerð skella niður. Vilja setja reglugerð Í þessu tilfelli þurftu farþegarnir að standa en höfðu lítinn fótastuðning. Báðir hinir slösuðu voru 160 sentímetrar á hæð og náðu einungis að tilla tánum niður. Í skýrslu RNSA segir að þrátt fyrir tillögur nefndarinnar um bætt öryggi hafi ráðuneytið ekki viljað gera reglugerð um öryggi í RIB bátum vegna þess að þeir séu CE merktir. Það hafi verið ákveðið að útfærðar yrðu kröfur um að útgerðir RIB-báta framkvæmdu áhættumat á mismunandi aðstæðum sem fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar en að slíkar reglur hafi ekki enn verið settar. Þá er bent á það í skýrslunni að Breska sjóslysa rannsóknarstofnunin (MAIB - Marine Accident Investigation Branch) hafi sent frá sér viðvörun um RIB báta í september 2023, þar sem varað var við tíðum slysum á þeim. Stofnunin lagði til, í samráði við breska hagaðila, að fremsti þriðjungur RIB báta sem notaðir eru til farþegaflutninga yrði skilgreindur sem umtalsvert áhættusvæði [e. Area of significant risk] óháð hraða bátanna.
Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Bæta öryggi RIB-báta með breyttum reglum Undanfarin ár hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa skilað átta skýrslum vegna slysa um borð í RIB-bátum. Tillaga hennar um fjaðrandi sæti ekki tekin til greina. 7. maí 2018 06:00 Kraftmesti "rib“ bátur Íslands sigldi á sker Kraftmesti "rib"bátur landsins lenti á skeri á ferð sinni frá Reykjavík til Akureyrar í morgun. Óhappið varð rétt norðan Sauðárkróks. Við byltuna brotnuðu bæði hældrif bátsins. Tjónið er að sögn mikið og viðgerð gæti tekið 2-3 vikur. Bátur þessi er engin smásmíð, en hann er 12 metrar á lengd, vegur ein 5,5 tonn og búinn 700 hestafla vél. Hann er nefndur eftir Jóni Páli kraftajötni, enda kraftmesti bátur landsins. 30. maí 2012 17:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Bæta öryggi RIB-báta með breyttum reglum Undanfarin ár hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa skilað átta skýrslum vegna slysa um borð í RIB-bátum. Tillaga hennar um fjaðrandi sæti ekki tekin til greina. 7. maí 2018 06:00
Kraftmesti "rib“ bátur Íslands sigldi á sker Kraftmesti "rib"bátur landsins lenti á skeri á ferð sinni frá Reykjavík til Akureyrar í morgun. Óhappið varð rétt norðan Sauðárkróks. Við byltuna brotnuðu bæði hældrif bátsins. Tjónið er að sögn mikið og viðgerð gæti tekið 2-3 vikur. Bátur þessi er engin smásmíð, en hann er 12 metrar á lengd, vegur ein 5,5 tonn og búinn 700 hestafla vél. Hann er nefndur eftir Jóni Páli kraftajötni, enda kraftmesti bátur landsins. 30. maí 2012 17:48