Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano tekur undir fréttirnar og segir að Brentford fái 42 milljónir evra fyrir Toney.
Toney er 28 ára gamall og skoraði 67 mörk í 128 deildarleikjum fyrir Brentford. Hann var í maí 2023 úrskurðaður í átta mánaða bann vegna veðmála en skoraði fjögur mörk í 17 leikjum eftir að hann sneri aftur á síðustu leiktíð.
Hann hefur hins vegar ekkert komið við sögu á þessari leiktíð og ljóst að hann væri á förum frá Brentford, og nú er svo orðið ljóst að áfangastaðurinn er Sádi-Arabía.
Romano segir að Al-Ahli sé einnig að reyna að landa nígeríska sóknarmanninum Victor Osimhen frá Napoli en að hann hafi enn ekki gefið grænt ljós.
🚨🇸🇦 Al Ahli have also agreed a deal with Brentford for Ivan Toney worth €42m, as L’Équipe reported.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2024
Toney has already accepted as Al Ahli want Osimhen to make final decision as soon as possible.
Al Ahli agreed both Osimhen and Toney deals but NO green light from Victor yet. pic.twitter.com/MA7qWhMa9B
Blaðamaðurinn virti David Ornstein hjá The Athletic segir einfaldlega óljóst hvaða áhrif koma Toney hafi á tilraunir Al-Ahli til að fá Osimhen.
🚨 Al Ahli reach agreement on proposed signing of Ivan Toney from Brentford. Deal in place between #AlAhli + #BrentfordFC. Personal terms for 28yo sorted & England int’l striker to undergo medical. Unclear on repercussions for Victor Osimhen @TheAthleticFC https://t.co/NNb5vDnzrR
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 30, 2024
Al-Ahli varð í 3. sæti sádiarabísku deildarinnar á síðustu leiktíð. Á meðal leikmanna liðsins má nefna fyrirliðann Roberto Firmino, fyrrverandi framherja Liverpool, og markvörðinn Édouard Mendy sem áður lék með Chelsea.