Segir algengan misskilning að læknar séu hátekjustétt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 10:00 Hrafnhildur telur vanta meiri hvata fyrir verðandi lækna til að koma og vinna hérlendis, ekki síst út frá umræðunni um skort á sérfræðilæknum. Samsett „Ef þú ert læknir sem er eingöngu að vinna dagvaktir þá eru útborguð laun tæplega að fara að duga til að standa skil á námslánum, hvað þá afborgunum af húsnæði og ýmsu öðru,” segir Hrafnhildur Hallgrímsdóttir en hún útskrifaðist úr læknisfræði á síðasta ári og er nú að ljúka sérnámsgrunnári á Landspítalanum. Í júní síðastliðnum fékk Hrafnhildur einungis greitt fyrir dagvinnu. Fjóra daga vantaði upp á fulla vinnuskyldu. Hún fékk 352 þúsund krónur útborgaðar eftir skatt. Margfalt álag en engin umbun Á dögunum birti Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands aðsenda grein á Vísi þar sem hún vakti athygli á kjörum og starfsumhverfi lækna á Íslandi. Í greininni bendir Steinunn á þá staðreynd að á Íslandi eru einungis 4,4 starfandi læknar á hverja þúsund íbúa. Manneklan sé því augljós og hættan á alvarlegri kulnun lækna og brotthvarfi úr starfi mikil. Á öðrum stað bendir Steinunn á að dagvinnulaunin í stéttinni, að loknu sex ára háskólanámi, eru 686.992 krónur á mánuði, fyrir 100 prósent vinnu. Engin föst yfirvinna eða aðrir bónusar í boði. Á sama tíma eru regluleg mánaðarlaun launafólks í fullu starfi í landinu að meðaltali 804 þúsund krónur. Á öðrum stað ritar Steinunn: „Ofan á fjörutíu klukkustunda vinnuvikuna stendur síðan í kjarasamningnum þínum að “læknum skal skylt að vinna yfirvinnu og taka vaktir þar sem þess er þörf”. Þar sem mannekla er mikil, sem er víða, getur þetta þýtt gífurlegt viðbótarálag og vaktabyrði ofan á 100% vinnu án þess að þú fáir nokkru um það ráðið né jafnvel greitt lögbundin lágmarkslaun fyrir það. Sumir myndu réttilega kalla það þrældóm. Ef þú verður barnshafandi þarftu vottorð til að fá leyfi til að vinna “eingöngu” 40 klst vinnuviku en sleppa vöktum ofan á, jafnvel þótt komið sé að lokametrum meðgöngu. Vaktaálagið er síðan oft sérlega áberandi á sumarleyfistíma þar sem læknar í vinnu þurfa að taka á sig margfalda vaktabyrði til að hægt sé að hleypa öðrum læknum í frí. Sumrin, sem eru rólegur tími á mörgum vinnustöðum, eru því sérlega kvíðvænlegur tími í þessu starfi. Eins getur manneklan valdið því að læknar þurfi til viðbótar að sinna margfaldri vinnu á dagvinnutíma og leysa af á mörgum stöðum samtímis. Ekkert þak hefur verið skilgreint á hámarksálag á hvern lækni, hvorki í dagvinnu né á vöktum. Fyrir þetta margfalda álag fæst engin auka umbun. Það er leitun að þeim lækni í dag, sérstaklega lækni sem þarf einnig að sjá um fjölskyldu og reka heimili, sem sækist eftir því að taka fleiri vaktir ofan á 40 klst. vinnuvikuna en nauðsynlegt er.“ Uppsöfnuð verkefni í lok hvers dags Hrafnhildur nam læknisfræði í Slóvakíu og útskrifaðist seinasta sumar. Þá tók við sérnámsgrunnsár, sem áður var kallað kandítdatsár, heima á Íslandi. Á sérnámsgrunnsárinu fá nýútskrifaðir læknar tækifæri til að beita þekkingu sinni úr grunnnáminu, fræðast betur um klíníska læknisfræði og öðlast reynslu sem nýtist til sjálfstæðra vinnubragða í frekara sérnámi - og í starfinu sem læknir. Undanfarið ár hefur Hrafnhildur starfað á hinum ýmsu deildum á Landspítalanum. Í kjölfar þess að fyrrnefnd grein Steinunnar Þórðardóttur birtist á Vísi birti Hrafnhildur færslu á Facebook þar sem hún dró upp mynd af þeim vinnuaðstæðum sem bjóðast henni, nýútskrifuðum lækni, hér á landi. Í júní síðastliðnum fékk Hrafnhildur einungis greitt fyrir dagvinnu, þar sem hún tók engar vaktir fyrir 15.júní og launatímabil vakta er frá fimmtánda til fimmtánda hvers mánaðar. „Ég fékk 352 þúsund útborgað eftir skatt,“ ritar Hrafnhildur í færslunni. „Eftir sex ára háskólanám og með sautján milljóna námslán á bakinu. Ég reyndar komst sjaldnast heim klukkan 16 þar sem að það er enginn skilgreindur sjúklingafjöldi/hámarksálag per lækni, ólíkt öðrum heilbrigðisstéttum, þannig að oft sátu verkefni eftir í lok dags sem varð að klára. Ég fékk samt ekki borgaða yfirvinnu fyrir að vera lengur, af því einhverra hluta vegna getur spítalinn neitað okkur um það. Þá hef ég líka verið beðin að mæta á helgarvakt eða kvöldstubb með nokkra klukkustunda fyrirvara, en fékk heldur ekki aukalega borgað fyrir það þar sem spítalinn fer mjög frjálslega með það ákvæði í kjarasamningnum.“ Í júlí mánuði skilaði Hrafnhildur inn 208 vinnustundum, og ofan á það bættust við tvær tólf klukkustunda bakvaktir yfir nótt, þar sem tímakaupið var 1.200 krónur. Hrafnhildur tekur fram í samtali við Vísi að það vanti inn í fjóra vinnudaga hjá henni í júnímánuði. Væru þeir taldir með hefði hún sennilega fengið í kringum 450 þúsund krónur útborgaðar. Líkt og Hrafnhildur bendir á þá hafa allar heilbrigðistéttir, fyrir utan lækna og lyfjafræðinga, fengið styttingu á vinnuviku.Aðsend Í vinnunni allan sólarhringinn Þegar um er að ræða svokallaða „kvöldstubba” vinnur viðkomandi læknir frá átta til fjögur um daginn á „sinni” deild og síðan tekur við svokölluð húsvakt frá klukkan fjögur til klukkan níu um kvöldið. „Þá ertu með símann fyrir nokkrar deildir, ert í húsi og þarft þá að fylgja eftir því sem náðist ekki að klára á dagvaktinni; blóðprufur, myndgreiningar og ýmislegt. Svo þarf að sinna beiðnum frá hjúkrunarfræðingum varðandi ýmislegt varðandi sjúklinga. Og svo er maður kannski að fara að mæta á vakt strax klukkan átta morguninn eftir. Maður nær rétt svo að fara heim, borða og leggja sig í nokkrar klukkustundir inn á milli. Og oft hefur maður ekkert náð að að setjast niður og borða yfir daginn,” segir Hrafnhildur. „Við eigum að safna staðavaktafríi fyrir nætur og helgarvaktir, og vaktir sem eru lengri en átta tímar, en einhverja hluta vegna er þetta talið vera tvær mismunandi vaktir. Þú ert sem sagt að vinna átta tíma vakt plús fimm tíma vakt sem þú færð ekki staðavaktafrí fyrir. Sem þýðir að maður er kominn í meira en 100 prósent vinnu án þess að fá nokkuð frí á móti. Það er erfitt að átta sig hver rökin eru þarna á bak við.” Hrafnhildur nefnir einnig sem dæmi að á gæsluvöktum á Landakoti sé hún í raun í vinnunni allan sólarhringinn. Þar eru launin 1.539 krónur á tímann fyrir miðnætti og 2.078 krónur á tímann eftir miðnætti. „Þá ertu á dagvakt frá átta til fjögur, er svo í húsi á Landakoti frá fjögur til átta um kvöldið. Ferð svo heim með símann frá átta um kvöldið og ert með símann næstu tólf klukkustundirnar, þar sem það þarf alltaf að vera hægt að ná í þig. Svo mætiru í vinnuna morgunin eftir og þá skiptir engu hvort þú hafir fengið eitt eða tuttugu símtöl nóttina áður. Þetta starf er einfaldlega ekki þannig að þú getur bara stimplað þig út klukkan fjögur, farið heim og skilið allt eftir í vinnunni. Þú ert kannski með stóran hóp af skjólstæðingum, og oft kemur fyrir að það þarf að útskrifa fleiri en einn á sama degi. Það eru allskyns verkefni sem koma upp sem geta ómögulega beðið til morguns; rannsóknir sem þarf að bóka, skýrslur sem þarf að skrifa og ýmislegt. Og oft getur eitthvað „akút” komið upp á rétt áður en vaktin klárast. Oft neyðist maður til að vera jafnvel einni eða tveimur klukkustundum lengur á vaktinni til að klára mikilvæg mál sem ekki geta beðið, án þess að fá það borgað.” Læknar hafa setið eftir í baráttunni Það vakti mikla athygli í Noregi í fyrra þegar 35 ára læknir og tveggja barna móðir, Maiken Schultz, tók eigið líf eftir að hafa upplifað langvarandi álag og stöðugar tilfinningar um að duga ekki til, geta ekki gert nóg fyrir sjúklingana og ekki heldur fyrir fjölskylduna. „Því miður kemur þetta ekki á óvart,” segir Hrafnhildur. „Það er auðvitað alveg gífurleg pressa á manni og maður óttast mjög að gera mistök því afleiðingarnar geta verið alvarlegar.” Hrafnhildur tekur fram að vissulega séu kjörin mismunandi á milli stofnana. Hér sé einungis verið að tala um Landspítalann. „Það virðist vera algengur misskilningur að læknar séu hátekjustétt. Þetta ástand er náttúrulega búið að vera viðvarandi svo lengi, og maður hefur kannski bara orðið dálítið samdauna því; hugsað með sér að „þetta sé nú bara svona.” Líkt og Hrafnhildur bendir á þá hafa allar heilbrigðistéttir, fyrir utan lækna og lyfjafræðinga, fengið styttingu á vinnuviku. „Læknar eru ennþá með 100 prósent vinnuviku, og fá ekkert frí á móti aukatímum, eins og kvöldstubbum. Það er eins og læknastéttin hafi orðið út undan í þessari kjarabaráttu undanfarin ár. Núna eru sumir leikskólar farnir að stytta opnunartímann hjá sér og sumir af mínum vinnufélögum hafa þar af leiðandi þurft að minnka vinnuhlutfallið niður í 90 prósent, til þess að geta sótt barnið sitt á leikskólann. Sem þýðir að þeir þurfa að taka á sig 10 prósent tekjuskerðingu. Þeir þurfa að vinna jafn mikið og áður, á styttri tíma. Það eru margar aðrar starfstéttir þarna úti þar sem einstaklingar fá hærra útborgað, þrátt fyrir að vinna einungis milli átta og fjögur á daginn. Þessi einstaklingar bera ekki ábyrgð á lífi og velferð fólks.” Hrafnhildur kveðst síst af öllu undra sig á kulnun innan læknastéttarinnar.Aðsend Drifin áfram af ástríðu Hrafnhildur bendir jafnframt á að þeir sem læri læknisfræði erlendis snúi aftur heim til Íslands með tugi milljóna námslán á bakinu. „Ég vildi óska að ríkið myndi koma einhvern veginn til móts við okkur sem höfum lært erlendis. Ég get nefnt sem dæmi að samnemendur mínir í Slóvakíu, sem koma frá Seychelles eyjum eru með samning við ríkið sem virkar þannig að þau vinna í ákveðið mörg ár í heimalandinu og fá þá námslánin greidd að hluta til eða að fullu. Mér finnst vanta meiri hvata fyrir verðandi lækna til að koma og vinna hérlendis, ekki síst út frá umræðunni um skort á sérfræðilæknum. Eins og staðan er núna þá skil ég vel af hverju margir kjósa að koma ekki heima eftir sérnám og starfa á Íslandi.” Hún bætir því við að þrátt fyrir allt þá geti hún ekki hugsað sér að starfa við neitt annað. „Það kemur jú alveg fyrir að maður komi heim eftir að langan dag, gjörsamlega búinn á því og hugsi með sér af hverju maður fór ekki bara í viðskiptafræði eða eitthvað annað fag. En þó svo að aðstæðurnar séu eins og þær eru þá get ég ekki hugsað mér að vera ekki að starfa sem læknir. Ég veit að ég er á réttri hillu. Mórallinn og andinn á vinnustaðnum er svo góður, og það er gaman að mæta í vinnuna og takast á við verkefnin sem bíða manns á hverjum degi. Og ég held að það sama eigi við um flest alla aðra í læknastéttinni, að minnsta kosti þá sem ég hef rætt við. Við viljum ekki starfa við neitt annað, en auðvitað getur það verið afskaplega lýjandi að þurfa endalaust að vera þrauka og berjast, þurfa að sífellt að hlaupa hraðar og vinna meira.” Hún kveðst síst af öllu undra sig á kulnun innan læknastéttarinnar. „Það eru auðvitað dæmi um það, og maður gerir sitt besta til að enda ekki þar.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Í júní síðastliðnum fékk Hrafnhildur einungis greitt fyrir dagvinnu. Fjóra daga vantaði upp á fulla vinnuskyldu. Hún fékk 352 þúsund krónur útborgaðar eftir skatt. Margfalt álag en engin umbun Á dögunum birti Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands aðsenda grein á Vísi þar sem hún vakti athygli á kjörum og starfsumhverfi lækna á Íslandi. Í greininni bendir Steinunn á þá staðreynd að á Íslandi eru einungis 4,4 starfandi læknar á hverja þúsund íbúa. Manneklan sé því augljós og hættan á alvarlegri kulnun lækna og brotthvarfi úr starfi mikil. Á öðrum stað bendir Steinunn á að dagvinnulaunin í stéttinni, að loknu sex ára háskólanámi, eru 686.992 krónur á mánuði, fyrir 100 prósent vinnu. Engin föst yfirvinna eða aðrir bónusar í boði. Á sama tíma eru regluleg mánaðarlaun launafólks í fullu starfi í landinu að meðaltali 804 þúsund krónur. Á öðrum stað ritar Steinunn: „Ofan á fjörutíu klukkustunda vinnuvikuna stendur síðan í kjarasamningnum þínum að “læknum skal skylt að vinna yfirvinnu og taka vaktir þar sem þess er þörf”. Þar sem mannekla er mikil, sem er víða, getur þetta þýtt gífurlegt viðbótarálag og vaktabyrði ofan á 100% vinnu án þess að þú fáir nokkru um það ráðið né jafnvel greitt lögbundin lágmarkslaun fyrir það. Sumir myndu réttilega kalla það þrældóm. Ef þú verður barnshafandi þarftu vottorð til að fá leyfi til að vinna “eingöngu” 40 klst vinnuviku en sleppa vöktum ofan á, jafnvel þótt komið sé að lokametrum meðgöngu. Vaktaálagið er síðan oft sérlega áberandi á sumarleyfistíma þar sem læknar í vinnu þurfa að taka á sig margfalda vaktabyrði til að hægt sé að hleypa öðrum læknum í frí. Sumrin, sem eru rólegur tími á mörgum vinnustöðum, eru því sérlega kvíðvænlegur tími í þessu starfi. Eins getur manneklan valdið því að læknar þurfi til viðbótar að sinna margfaldri vinnu á dagvinnutíma og leysa af á mörgum stöðum samtímis. Ekkert þak hefur verið skilgreint á hámarksálag á hvern lækni, hvorki í dagvinnu né á vöktum. Fyrir þetta margfalda álag fæst engin auka umbun. Það er leitun að þeim lækni í dag, sérstaklega lækni sem þarf einnig að sjá um fjölskyldu og reka heimili, sem sækist eftir því að taka fleiri vaktir ofan á 40 klst. vinnuvikuna en nauðsynlegt er.“ Uppsöfnuð verkefni í lok hvers dags Hrafnhildur nam læknisfræði í Slóvakíu og útskrifaðist seinasta sumar. Þá tók við sérnámsgrunnsár, sem áður var kallað kandítdatsár, heima á Íslandi. Á sérnámsgrunnsárinu fá nýútskrifaðir læknar tækifæri til að beita þekkingu sinni úr grunnnáminu, fræðast betur um klíníska læknisfræði og öðlast reynslu sem nýtist til sjálfstæðra vinnubragða í frekara sérnámi - og í starfinu sem læknir. Undanfarið ár hefur Hrafnhildur starfað á hinum ýmsu deildum á Landspítalanum. Í kjölfar þess að fyrrnefnd grein Steinunnar Þórðardóttur birtist á Vísi birti Hrafnhildur færslu á Facebook þar sem hún dró upp mynd af þeim vinnuaðstæðum sem bjóðast henni, nýútskrifuðum lækni, hér á landi. Í júní síðastliðnum fékk Hrafnhildur einungis greitt fyrir dagvinnu, þar sem hún tók engar vaktir fyrir 15.júní og launatímabil vakta er frá fimmtánda til fimmtánda hvers mánaðar. „Ég fékk 352 þúsund útborgað eftir skatt,“ ritar Hrafnhildur í færslunni. „Eftir sex ára háskólanám og með sautján milljóna námslán á bakinu. Ég reyndar komst sjaldnast heim klukkan 16 þar sem að það er enginn skilgreindur sjúklingafjöldi/hámarksálag per lækni, ólíkt öðrum heilbrigðisstéttum, þannig að oft sátu verkefni eftir í lok dags sem varð að klára. Ég fékk samt ekki borgaða yfirvinnu fyrir að vera lengur, af því einhverra hluta vegna getur spítalinn neitað okkur um það. Þá hef ég líka verið beðin að mæta á helgarvakt eða kvöldstubb með nokkra klukkustunda fyrirvara, en fékk heldur ekki aukalega borgað fyrir það þar sem spítalinn fer mjög frjálslega með það ákvæði í kjarasamningnum.“ Í júlí mánuði skilaði Hrafnhildur inn 208 vinnustundum, og ofan á það bættust við tvær tólf klukkustunda bakvaktir yfir nótt, þar sem tímakaupið var 1.200 krónur. Hrafnhildur tekur fram í samtali við Vísi að það vanti inn í fjóra vinnudaga hjá henni í júnímánuði. Væru þeir taldir með hefði hún sennilega fengið í kringum 450 þúsund krónur útborgaðar. Líkt og Hrafnhildur bendir á þá hafa allar heilbrigðistéttir, fyrir utan lækna og lyfjafræðinga, fengið styttingu á vinnuviku.Aðsend Í vinnunni allan sólarhringinn Þegar um er að ræða svokallaða „kvöldstubba” vinnur viðkomandi læknir frá átta til fjögur um daginn á „sinni” deild og síðan tekur við svokölluð húsvakt frá klukkan fjögur til klukkan níu um kvöldið. „Þá ertu með símann fyrir nokkrar deildir, ert í húsi og þarft þá að fylgja eftir því sem náðist ekki að klára á dagvaktinni; blóðprufur, myndgreiningar og ýmislegt. Svo þarf að sinna beiðnum frá hjúkrunarfræðingum varðandi ýmislegt varðandi sjúklinga. Og svo er maður kannski að fara að mæta á vakt strax klukkan átta morguninn eftir. Maður nær rétt svo að fara heim, borða og leggja sig í nokkrar klukkustundir inn á milli. Og oft hefur maður ekkert náð að að setjast niður og borða yfir daginn,” segir Hrafnhildur. „Við eigum að safna staðavaktafríi fyrir nætur og helgarvaktir, og vaktir sem eru lengri en átta tímar, en einhverja hluta vegna er þetta talið vera tvær mismunandi vaktir. Þú ert sem sagt að vinna átta tíma vakt plús fimm tíma vakt sem þú færð ekki staðavaktafrí fyrir. Sem þýðir að maður er kominn í meira en 100 prósent vinnu án þess að fá nokkuð frí á móti. Það er erfitt að átta sig hver rökin eru þarna á bak við.” Hrafnhildur nefnir einnig sem dæmi að á gæsluvöktum á Landakoti sé hún í raun í vinnunni allan sólarhringinn. Þar eru launin 1.539 krónur á tímann fyrir miðnætti og 2.078 krónur á tímann eftir miðnætti. „Þá ertu á dagvakt frá átta til fjögur, er svo í húsi á Landakoti frá fjögur til átta um kvöldið. Ferð svo heim með símann frá átta um kvöldið og ert með símann næstu tólf klukkustundirnar, þar sem það þarf alltaf að vera hægt að ná í þig. Svo mætiru í vinnuna morgunin eftir og þá skiptir engu hvort þú hafir fengið eitt eða tuttugu símtöl nóttina áður. Þetta starf er einfaldlega ekki þannig að þú getur bara stimplað þig út klukkan fjögur, farið heim og skilið allt eftir í vinnunni. Þú ert kannski með stóran hóp af skjólstæðingum, og oft kemur fyrir að það þarf að útskrifa fleiri en einn á sama degi. Það eru allskyns verkefni sem koma upp sem geta ómögulega beðið til morguns; rannsóknir sem þarf að bóka, skýrslur sem þarf að skrifa og ýmislegt. Og oft getur eitthvað „akút” komið upp á rétt áður en vaktin klárast. Oft neyðist maður til að vera jafnvel einni eða tveimur klukkustundum lengur á vaktinni til að klára mikilvæg mál sem ekki geta beðið, án þess að fá það borgað.” Læknar hafa setið eftir í baráttunni Það vakti mikla athygli í Noregi í fyrra þegar 35 ára læknir og tveggja barna móðir, Maiken Schultz, tók eigið líf eftir að hafa upplifað langvarandi álag og stöðugar tilfinningar um að duga ekki til, geta ekki gert nóg fyrir sjúklingana og ekki heldur fyrir fjölskylduna. „Því miður kemur þetta ekki á óvart,” segir Hrafnhildur. „Það er auðvitað alveg gífurleg pressa á manni og maður óttast mjög að gera mistök því afleiðingarnar geta verið alvarlegar.” Hrafnhildur tekur fram að vissulega séu kjörin mismunandi á milli stofnana. Hér sé einungis verið að tala um Landspítalann. „Það virðist vera algengur misskilningur að læknar séu hátekjustétt. Þetta ástand er náttúrulega búið að vera viðvarandi svo lengi, og maður hefur kannski bara orðið dálítið samdauna því; hugsað með sér að „þetta sé nú bara svona.” Líkt og Hrafnhildur bendir á þá hafa allar heilbrigðistéttir, fyrir utan lækna og lyfjafræðinga, fengið styttingu á vinnuviku. „Læknar eru ennþá með 100 prósent vinnuviku, og fá ekkert frí á móti aukatímum, eins og kvöldstubbum. Það er eins og læknastéttin hafi orðið út undan í þessari kjarabaráttu undanfarin ár. Núna eru sumir leikskólar farnir að stytta opnunartímann hjá sér og sumir af mínum vinnufélögum hafa þar af leiðandi þurft að minnka vinnuhlutfallið niður í 90 prósent, til þess að geta sótt barnið sitt á leikskólann. Sem þýðir að þeir þurfa að taka á sig 10 prósent tekjuskerðingu. Þeir þurfa að vinna jafn mikið og áður, á styttri tíma. Það eru margar aðrar starfstéttir þarna úti þar sem einstaklingar fá hærra útborgað, þrátt fyrir að vinna einungis milli átta og fjögur á daginn. Þessi einstaklingar bera ekki ábyrgð á lífi og velferð fólks.” Hrafnhildur kveðst síst af öllu undra sig á kulnun innan læknastéttarinnar.Aðsend Drifin áfram af ástríðu Hrafnhildur bendir jafnframt á að þeir sem læri læknisfræði erlendis snúi aftur heim til Íslands með tugi milljóna námslán á bakinu. „Ég vildi óska að ríkið myndi koma einhvern veginn til móts við okkur sem höfum lært erlendis. Ég get nefnt sem dæmi að samnemendur mínir í Slóvakíu, sem koma frá Seychelles eyjum eru með samning við ríkið sem virkar þannig að þau vinna í ákveðið mörg ár í heimalandinu og fá þá námslánin greidd að hluta til eða að fullu. Mér finnst vanta meiri hvata fyrir verðandi lækna til að koma og vinna hérlendis, ekki síst út frá umræðunni um skort á sérfræðilæknum. Eins og staðan er núna þá skil ég vel af hverju margir kjósa að koma ekki heima eftir sérnám og starfa á Íslandi.” Hún bætir því við að þrátt fyrir allt þá geti hún ekki hugsað sér að starfa við neitt annað. „Það kemur jú alveg fyrir að maður komi heim eftir að langan dag, gjörsamlega búinn á því og hugsi með sér af hverju maður fór ekki bara í viðskiptafræði eða eitthvað annað fag. En þó svo að aðstæðurnar séu eins og þær eru þá get ég ekki hugsað mér að vera ekki að starfa sem læknir. Ég veit að ég er á réttri hillu. Mórallinn og andinn á vinnustaðnum er svo góður, og það er gaman að mæta í vinnuna og takast á við verkefnin sem bíða manns á hverjum degi. Og ég held að það sama eigi við um flest alla aðra í læknastéttinni, að minnsta kosti þá sem ég hef rætt við. Við viljum ekki starfa við neitt annað, en auðvitað getur það verið afskaplega lýjandi að þurfa endalaust að vera þrauka og berjast, þurfa að sífellt að hlaupa hraðar og vinna meira.” Hún kveðst síst af öllu undra sig á kulnun innan læknastéttarinnar. „Það eru auðvitað dæmi um það, og maður gerir sitt besta til að enda ekki þar.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira