Fyrsti Hjallastefnuleikskólinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2024 14:04 Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar og Bragi Bjarnason bæjarstjóri klipptu á borðann og buðu börnin velkomin til starfa í þessu glæsilega húsi. Hér eru þau ásamt stjórnendum og starfsfólki Hjallastefnunnar og fulltrúum sveitarfélagsins Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er á Selfossi með nýjan leikskóla en það er Hjallastefnuleikskóli, sá fyrsti í bæjarfélaginu. Hefðbundin leiktæki, sem voru á lóðinni hafa öll verið fjarlægð en í staðinn hefur lóðinni verið breytt í opinn efnivið og náttúrulegt umhverfi barna eins og tíðkast í Hjallastefnuleikskólum. Á Selfossi eru starfandi fimm leikskólar og þar var leikskólinn Árbær en honum hefur nú verið breytt í Hjallastefnuleikskóla. Vel yfir hundrað börn er í nýja leikskólanum og það var ekki annað að sjá þegar samningur um nýja leikskólann var undirritaður að öll börnin væru ánægð enda geisluðu þau af gleði og þá er ekki annað vitað en að foreldrar barnanna séu líka alsæl með nýja leikskólann. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri nýja leikskólans, en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, sem undirritaði samninginn um nýja Hjallastefnuleikskólann með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg. „Þetta er glimrandi. Ég er mjög kát að taka þátt í uppbyggingunni á þessu sveitarfélagi, sem að stækkar og eflist og er grænt með áherslur á mjög svipuð gildi og Hjallastefnan, glimrandi gaman,“ segir Margrét Pála og bætir við. „Hjallastefnan er má segja aðferð í skólastarfi, sem leggur meiri áherslu en gengur og gerist á jafnréttisstörf með kynjaskiptum hópum með náttúrulegu umhverfi með opnum efnivið, þar að segja við erum ekki með hefðbundin leikföng, heldur efni, sem má nota hvernig sem er og svo okkar samskiptaþjálfun, agakennsla, kærleiksþjálfun.“ Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar og Bragi Bjarnason bæjarstjóri undirrita samninginn.Aðsend Margrét Pála segir að 17 Hjallastefnuleikskólar séu starfræktir í dag og um 2.500 fjölskyldur hafi valið að vera með börnin sín í leikskólum stefnunnar. Og eru bara allir sáttir og sælir og ánægðir? „Ef einhver er ekki sáttur og sæll þá á viðkomandi að breyta umhverfi sínu og ef einhver er ekki sáttur við að hafa Hjallastefnuna þá þarftu að geta fundið annan leikskóla,“ segir Margrét Pála. Leikskólinn Árbær á Selfoss, sem er nú orðinn Hjallastefnuleikskóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Á Selfossi eru starfandi fimm leikskólar og þar var leikskólinn Árbær en honum hefur nú verið breytt í Hjallastefnuleikskóla. Vel yfir hundrað börn er í nýja leikskólanum og það var ekki annað að sjá þegar samningur um nýja leikskólann var undirritaður að öll börnin væru ánægð enda geisluðu þau af gleði og þá er ekki annað vitað en að foreldrar barnanna séu líka alsæl með nýja leikskólann. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri nýja leikskólans, en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, sem undirritaði samninginn um nýja Hjallastefnuleikskólann með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg. „Þetta er glimrandi. Ég er mjög kát að taka þátt í uppbyggingunni á þessu sveitarfélagi, sem að stækkar og eflist og er grænt með áherslur á mjög svipuð gildi og Hjallastefnan, glimrandi gaman,“ segir Margrét Pála og bætir við. „Hjallastefnan er má segja aðferð í skólastarfi, sem leggur meiri áherslu en gengur og gerist á jafnréttisstörf með kynjaskiptum hópum með náttúrulegu umhverfi með opnum efnivið, þar að segja við erum ekki með hefðbundin leikföng, heldur efni, sem má nota hvernig sem er og svo okkar samskiptaþjálfun, agakennsla, kærleiksþjálfun.“ Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar og Bragi Bjarnason bæjarstjóri undirrita samninginn.Aðsend Margrét Pála segir að 17 Hjallastefnuleikskólar séu starfræktir í dag og um 2.500 fjölskyldur hafi valið að vera með börnin sín í leikskólum stefnunnar. Og eru bara allir sáttir og sælir og ánægðir? „Ef einhver er ekki sáttur og sæll þá á viðkomandi að breyta umhverfi sínu og ef einhver er ekki sáttur við að hafa Hjallastefnuna þá þarftu að geta fundið annan leikskóla,“ segir Margrét Pála. Leikskólinn Árbær á Selfoss, sem er nú orðinn Hjallastefnuleikskóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira