Gular viðvaranir vegna úrkomu fram á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 08:02 Það á að vera grenjandi rigning um allt sunnan- og vestanvert landið í dag og fram yfir hádegi á morgun. Vísir/Vilhelm Gular viðvaranir eru í gildi á öllu sunnan- og vestanverðu landinu auk miðhálendis fram á morgun. Er það vegna mikillar úrkomu, sem eykur hættu á flóðum og skriðuöllum. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að á Suðurlandi taki viðvörun gildi klukkan níu og sama á við um á Suðausturlandi. Á miðhálendinu tekur viðvörunin gildi klukkan tíu. Þær gilda þar til á eða rétt eftir hádegi á morgun. Viðvarnanir á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum hafa verið í gildi síðan í gær og vara fram á morgun. Segir í lýsingu að búast megi við talsverðri eða mikilli rigningu, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem auki hættu á flóðum og skriðuföllum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og gera má ráð fyrir að óbrúaðar ár verði torfærar. Þá getur þetta valdið auknu álagi á fráveitukerfum og fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hlýir vindar úr suðri Um helgina beina lægð á Grænlandshafi í samvinnu við hæð við Bretland til okkar hlýju og röku lofti úr suðri. Búast má við ákveðinni sunnan- og suðaustlægri átt í dag og morgun með rigningu. Yfirleitt er þó úrkomulítið á Norðasturulandi og þar getur hiti náð yfir 20 stig. Á morgun dregur smám saman úr úrkomu, þó verður dálítil væta með köflum síðdegis en áfram rigning suðaustantil. Bjart og hlýtt um landið norðaustanvert en þar bætir heldur í vind. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil rigning, en bjart með köflum og þurrt austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s, yfirleitt bjart með köflum og þurrt, en þykknar upp vestantil um kvöldið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á miðvikudag og fimmtudag: Suðvestlæg átt með rigning öðru hvoru, en þurrt að mestu og norðan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyrir austan. Á föstudag: Útlit fyrir hæglætisveður og milt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Sjá meira
Fram kemur á vef Veðurstofunnar að á Suðurlandi taki viðvörun gildi klukkan níu og sama á við um á Suðausturlandi. Á miðhálendinu tekur viðvörunin gildi klukkan tíu. Þær gilda þar til á eða rétt eftir hádegi á morgun. Viðvarnanir á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum hafa verið í gildi síðan í gær og vara fram á morgun. Segir í lýsingu að búast megi við talsverðri eða mikilli rigningu, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem auki hættu á flóðum og skriðuföllum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og gera má ráð fyrir að óbrúaðar ár verði torfærar. Þá getur þetta valdið auknu álagi á fráveitukerfum og fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hlýir vindar úr suðri Um helgina beina lægð á Grænlandshafi í samvinnu við hæð við Bretland til okkar hlýju og röku lofti úr suðri. Búast má við ákveðinni sunnan- og suðaustlægri átt í dag og morgun með rigningu. Yfirleitt er þó úrkomulítið á Norðasturulandi og þar getur hiti náð yfir 20 stig. Á morgun dregur smám saman úr úrkomu, þó verður dálítil væta með köflum síðdegis en áfram rigning suðaustantil. Bjart og hlýtt um landið norðaustanvert en þar bætir heldur í vind. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil rigning, en bjart með köflum og þurrt austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s, yfirleitt bjart með köflum og þurrt, en þykknar upp vestantil um kvöldið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á miðvikudag og fimmtudag: Suðvestlæg átt með rigning öðru hvoru, en þurrt að mestu og norðan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyrir austan. Á föstudag: Útlit fyrir hæglætisveður og milt, skýjað með köflum og stöku skúrir.
Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Sjá meira