Gular viðvaranir vegna úrkomu fram á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 08:02 Það á að vera grenjandi rigning um allt sunnan- og vestanvert landið í dag og fram yfir hádegi á morgun. Vísir/Vilhelm Gular viðvaranir eru í gildi á öllu sunnan- og vestanverðu landinu auk miðhálendis fram á morgun. Er það vegna mikillar úrkomu, sem eykur hættu á flóðum og skriðuöllum. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að á Suðurlandi taki viðvörun gildi klukkan níu og sama á við um á Suðausturlandi. Á miðhálendinu tekur viðvörunin gildi klukkan tíu. Þær gilda þar til á eða rétt eftir hádegi á morgun. Viðvarnanir á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum hafa verið í gildi síðan í gær og vara fram á morgun. Segir í lýsingu að búast megi við talsverðri eða mikilli rigningu, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem auki hættu á flóðum og skriðuföllum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og gera má ráð fyrir að óbrúaðar ár verði torfærar. Þá getur þetta valdið auknu álagi á fráveitukerfum og fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hlýir vindar úr suðri Um helgina beina lægð á Grænlandshafi í samvinnu við hæð við Bretland til okkar hlýju og röku lofti úr suðri. Búast má við ákveðinni sunnan- og suðaustlægri átt í dag og morgun með rigningu. Yfirleitt er þó úrkomulítið á Norðasturulandi og þar getur hiti náð yfir 20 stig. Á morgun dregur smám saman úr úrkomu, þó verður dálítil væta með köflum síðdegis en áfram rigning suðaustantil. Bjart og hlýtt um landið norðaustanvert en þar bætir heldur í vind. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil rigning, en bjart með köflum og þurrt austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s, yfirleitt bjart með köflum og þurrt, en þykknar upp vestantil um kvöldið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á miðvikudag og fimmtudag: Suðvestlæg átt með rigning öðru hvoru, en þurrt að mestu og norðan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyrir austan. Á föstudag: Útlit fyrir hæglætisveður og milt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Veður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Sjá meira
Fram kemur á vef Veðurstofunnar að á Suðurlandi taki viðvörun gildi klukkan níu og sama á við um á Suðausturlandi. Á miðhálendinu tekur viðvörunin gildi klukkan tíu. Þær gilda þar til á eða rétt eftir hádegi á morgun. Viðvarnanir á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum hafa verið í gildi síðan í gær og vara fram á morgun. Segir í lýsingu að búast megi við talsverðri eða mikilli rigningu, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem auki hættu á flóðum og skriðuföllum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og gera má ráð fyrir að óbrúaðar ár verði torfærar. Þá getur þetta valdið auknu álagi á fráveitukerfum og fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hlýir vindar úr suðri Um helgina beina lægð á Grænlandshafi í samvinnu við hæð við Bretland til okkar hlýju og röku lofti úr suðri. Búast má við ákveðinni sunnan- og suðaustlægri átt í dag og morgun með rigningu. Yfirleitt er þó úrkomulítið á Norðasturulandi og þar getur hiti náð yfir 20 stig. Á morgun dregur smám saman úr úrkomu, þó verður dálítil væta með köflum síðdegis en áfram rigning suðaustantil. Bjart og hlýtt um landið norðaustanvert en þar bætir heldur í vind. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil rigning, en bjart með köflum og þurrt austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s, yfirleitt bjart með köflum og þurrt, en þykknar upp vestantil um kvöldið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á miðvikudag og fimmtudag: Suðvestlæg átt með rigning öðru hvoru, en þurrt að mestu og norðan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyrir austan. Á föstudag: Útlit fyrir hæglætisveður og milt, skýjað með köflum og stöku skúrir.
Veður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Sjá meira