Daginn eftir að Carlos Alcaraz datt óvænt úr keppni þá fór aðalkeppinautur hans sömu leið.
Djokovic tapaði mjög óvænt fyrir Alexei Popyrin í þriðju umferðinni 6-4, 6-4, 2-6, og 6-4.
Það eru liðin átján ár síðan Djokovic datt svo snemma úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu.
Þetta verður líka fyrsta árið síðan 2017 þar sem Djokovic vinnur ekki risatitil. Hann er þó nýkominn heim af Ólympíuleikunum þar sem hann vann Ólympíugullið í fyrsta sinn eftir margar tilraunir og langa bið.
Það tók greinilega sinn toll því Djokovic virkaði þreyttur og ólíkur sjálfum sér.
„Þetta var einn versti tennis sem ég hef spilað,“ sagði hinn 37 ára gamli Djokovic.
„Miðað við hvernig mér leið og hvernig ég spilaði á þessu móti þá er hægt að segja það góðan árangur að komast í þriðju umferðina,“ sagði Djokovic.
Þetta verður fyrsta risamótið í tvo áratugi sem enginn af þeim Djokovic, Rafel Nadal eða Roger Federer komast í sextán manna úrslit.
ALEXEI POPYRIN COMPLETES THE UPSET OVER NOVAK DJOKOVIC 😱
— ESPN (@espn) August 31, 2024
This is the first major since the 2004 French Open without Djokovic, Nadal or Federer in the Round of 16 😳 pic.twitter.com/F1jODwxX4L