Innlent

Sjálf­stæðis­menn funda í skugga fylgishruns og um­deildar við­gerðir á Friðarsúlunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir viðurkenni að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið verði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors.

Sjálfstæðismenn ganga til flokksráðsfundar í skugga fylgishruns í dag. Við fjöllum um stöðu flokksins í hádegisfréttum á Bylgjunni á slaginu 12. 

Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum í dag. 

Við förum einnig yfir nýtilkomin vandræði Elons Musk og X í Brasilíu og ræðum við borgarfulltrúa um gagnrýni sem komið hefur fram á viðgerðir á Friðarsúlunni í Viðey. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×