Handbolti

Vals­konur unnu ní­tján marka sigur í Meistara­keppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur unnu tvöfalt í fyrra og byrja nýtt tímabil afar vel.
Valskonur unnu tvöfalt í fyrra og byrja nýtt tímabil afar vel. Vísir/Anton

Íslandsmeistarar Vals byrja nýtt tímabil vel í kvennahandboltanum en liðið vann stórsigur á Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ í dag.

Valsliðið vann á endanum 29-10 sigur eftir að hafa verið 17-7 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór því 12-3 fyrir Val.

Valur vann tvöfalt á síðustu leiktíð en Stjarnan tók þátt í leiknum sem fulltrúi bikarkeppninnar því Garðbæingar komust í bikarúrslitaleikinn á síðustu leiktíð.

Yfirburðir Vals voru miklir en um miðjan seinni hálfleik var liðið komið með átján marka forystu, 27-9. Munurinn hélt síðan áfram að aukast og Stjörnukonur skoruðu ekki sitt tíunda mark fyrr en á 59. mínútu leiksins.

Lovísa Thompson er komin aftur inn í Valsliðið eftir langa fjarveru. Hún skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum en endaði með fimm mörk og þrjár stoðsendingar.

Landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir var þó atkvæðamest hjá Valskonum með sjö mörk. Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk.

Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, varði 57 prósent skota sem á hana komu í fyrri hálfleiknum (8 af 14) en hún endaði með ellefu varin skot samkvæmt HB Statz.

Eva Björk Davíðsdóttir var atkvæðamest hjá Stjörnunni með fjögur mörk en Brynja Katrín Benediktsdóttir skoraði þrjú mörk. Aðeins þrír leikmenn skoruðu því Anna Lára Davíðsdóttir skoraði tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×