Handbolti

Guð­jón Valur búinn að koma Gum­mers­bach hálfa leið inn í Evrópu­deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gummersbach er að gera góða hluti undir stjórn íslenska þjálfarans Guðjóns Vals Sigurðssonar.
Gummersbach er að gera góða hluti undir stjórn íslenska þjálfarans Guðjóns Vals Sigurðssonar. Getty/Tom Weller

Gummersbach er í frábærum málum eftir þrettán marka sigur á danska félaginu Mors-Thy Håndbold í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur.

Mors-Thy Håndbold var á heimavelli í dag en átti fá svör við strákunum hans Guðjóns Vals Sigurðssonar.

Gummersbach vann leikinn 35-22 eftir að hafa verið 17-10 yfir í hálfleik.

Seinni leikurinn fer síðan fram á heimavelli þýska liðsins. Það lið sem hefur betur samanlegt kemst í Evrópudeildina.

Teitur Örn Einarsson og Elliði Snær Viðarsson spiluðu með Gummersbach. Teitur er að koma nýr inn í liðið en Elliði hefur verið þar í fjögur ár.

Elliði Snær skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum og var markahæstur ásamt Julian Köster. Teitur skorað tvö mörk úr þremur skotum og átti líka þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×