Mikill viðbúnaður í túninu heima Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2024 14:38 Bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram um helgina. mos.is Skipuleggjandi hátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ segir hana farið að mestu leyti vel fram fyrir utan líkamsárás á föstudag þar sem hníf var beitt. Viðbúnaður hafi verið töluverður og gæsla hafi verið aukin til muna eftir stunguárásina á menningarnótt. Í dagbók lögreglu kom fram í morgun að hnífi hefði verið beitt á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið hefði sloppið við áverka þó fatnaður hefði skorist. Þá greindi lögregla frá því að gerandi væri enn ófundinn og að lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Þess utan hefðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað í nótt á hátíðinni þó nokkuð hafi verið um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur lögregla ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið. Fór lítið fyrir árásinni Hilmar Gunnarsson, einn skipuleggjenda, sagði hátíðina hafi farið vel fram til þessa og hann ekki heyrt af líkamsárásinni fyrr en fjallað var um hana í fjölmiðlum. „Ég var síðast að tala við lögregluna klukkan þrjú í nótt fyrir utan ball og þeir báru sig mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Hilmar og bætir við að mikið viðbragð hafi verið á hátíðinni. „Heilt yfir hefur þetta farið mjög vel fram. Við lögðum mikla áherslu á öryggi gesta og vorum með mikinn viðbúnað, hvort sem það var gæsla eða barnavernd eða björgunarsveit eða félagsmiðstöð. Það voru bara allir á sömu blaðsíðu með að láta þetta ganga allt saman vel um helgina, sem það gerði í rauninni,“ segir hann. Menningarnótt hafði mikil áhrif Höfðu atburðinir á menningarnótt mikil áhrif? „Það voru allir með það á hreinu að auka gæslu alveg til muna og vera vel sýnileg og ég held að fólk hafi tekið eftir því að gæslan og allir viðbragðsaðilar voru vel sýnilegir hér í Mosfellsbæ,“ segir Hilmar. Hátíðin er þó ekki enn búin og nóg um að vera í dag. „Það er engin rigning í dag, eins og staðan er núna, þannig fólk er á ferli. Það er frítt upp á Gljúfrastein og fólk er hérna í tívolí og hoppuköstulum og það er opið á slökkvistöðinni. Við klárum þetta með stæl í dag og göngum sátt frá borði,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í dagbók lögreglu kom fram í morgun að hnífi hefði verið beitt á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið hefði sloppið við áverka þó fatnaður hefði skorist. Þá greindi lögregla frá því að gerandi væri enn ófundinn og að lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Þess utan hefðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað í nótt á hátíðinni þó nokkuð hafi verið um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur lögregla ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið. Fór lítið fyrir árásinni Hilmar Gunnarsson, einn skipuleggjenda, sagði hátíðina hafi farið vel fram til þessa og hann ekki heyrt af líkamsárásinni fyrr en fjallað var um hana í fjölmiðlum. „Ég var síðast að tala við lögregluna klukkan þrjú í nótt fyrir utan ball og þeir báru sig mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Hilmar og bætir við að mikið viðbragð hafi verið á hátíðinni. „Heilt yfir hefur þetta farið mjög vel fram. Við lögðum mikla áherslu á öryggi gesta og vorum með mikinn viðbúnað, hvort sem það var gæsla eða barnavernd eða björgunarsveit eða félagsmiðstöð. Það voru bara allir á sömu blaðsíðu með að láta þetta ganga allt saman vel um helgina, sem það gerði í rauninni,“ segir hann. Menningarnótt hafði mikil áhrif Höfðu atburðinir á menningarnótt mikil áhrif? „Það voru allir með það á hreinu að auka gæslu alveg til muna og vera vel sýnileg og ég held að fólk hafi tekið eftir því að gæslan og allir viðbragðsaðilar voru vel sýnilegir hér í Mosfellsbæ,“ segir Hilmar. Hátíðin er þó ekki enn búin og nóg um að vera í dag. „Það er engin rigning í dag, eins og staðan er núna, þannig fólk er á ferli. Það er frítt upp á Gljúfrastein og fólk er hérna í tívolí og hoppuköstulum og það er opið á slökkvistöðinni. Við klárum þetta með stæl í dag og göngum sátt frá borði,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira