Fótbolti

Andri Lucas klikkaði á víti og var tekinn af velli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnen náði ekki að nýta vítaspyrnu sína og Gent tapaði tveimur stigum á heimavelli.
Andri Lucas Guðjohnen náði ekki að nýta vítaspyrnu sína og Gent tapaði tveimur stigum á heimavelli. Getty/Jan De Meuleneir

Andri Lucas Guðjohnen og félagar í Gent náðu ekki að vinna Antwerp á heimavelli í belgísku úrvalsdeildinni i dag.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Gent komst yfir eftir sextán mínútna leik og klúðraði síðan vítaspyrnu í seinni hálfleiknum.

Sven Kums kom Gent í 1-0 á 16. mínútu en Tjaronn Chery jafnaði metin á 30. mínútu.

Andri Lucas fékk frábært færi til að koma liði sínu yfir á 52. mínútu leiksins.

Hann tók þá vítaspyrnu en Senne Lammens varði frá honum.

Andri var síðan tekinn af velli á 69. mínútu en hvorki varamaður hans né aðrir náðu að skora sigurmarkið og jafntefli var því niðurstaðan.

Gent hefur aðeins náð að vinna tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og situr í tólfta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×