Enski boltinn

„Síðasta tíma­bilið mitt hjá Liverpool“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mo Salah fagnar marki sínu fyrir Liverpool á Old Trafford í dag.
Mo Salah fagnar marki sínu fyrir Liverpool á Old Trafford í dag. Vísir/Getty

Mohamed Salah sagði í viðtali eftir leik Liverpool og Manchester United að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá Liverpool. Salah hefur leikið með félaginu frá árinu 2017.

Mohamed Salah skoraði þriðja mark Liverpool sem lagði Manchester United 3-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigur Liverpool var sanngjarn og hefði getað orðið stærri.

Eftir leik var Mohamed Salah í viðtali hjá Skysports en Salah hefur byrjað tímabilið vel og skorað þrjú mörk og lagt upp þrjú í fyrstu þremur leikjum Liverpool.

„Ég átti gott sumar og fékk langan tíma með sjálfum mér til að reyna að vera jákvæður því, eins og þið vitið, þá verður þetta mitt síðasta ár hjá félaginu,“ en samningur Salah rennur út eftir tímabilið. Hvorki hann né félagið hefur áður tjáð sig svo afgerandi um framtíð hans í Liverpool.

„Mig langar bara að njóta þess og ekki hugsa of mikið um það. Mér líður eins og ég sé frjáls að spila fótbolta og svo sjáum við hvað gerist á næsta ári.“

Salah var orðaður við brottför frá Liverpool sumarið 2023 og var meðal annars orðaður við félög í Sádi Arabíu.

Hann dró svo aðeins úr síðar í viðtalinu og sagði framtíðina ekki undir honum komið heldur félaginu.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá mætti ég í þennan leik með þá hugsun að þetta gæti verið í síðasta sinn sem ég spila á Old Trafford. Það hefur enginn hjá félaginu hefur rætt við mig um samning. Þetta er ekki undir mér komið, heldur félaginu,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×