„Eigum að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. september 2024 19:08 Hallgrímur Jónasson vildi meina að KA-menn hefðu átt að fá víti. vísir/Diego Breiðablik vann 3-2 útisigur á KA í dag í fjörugum leik þar sem KA jafnaði leikinn í tvígang eftir að hafa lent undir. Með tapinu er ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildarinnar þegar ein umferð er óleikin af hefðbundinni deildarkeppni. Hallgrímur Jónasson, þjálfara KA, fannst liðið gera nógu mikið til að fá þrjú stig en situr að lokum uppi með ekkert. „Ég er virkilega svekktur og hefði samt verið svekktur þó við hefðum fengið eitt stig, við áttum bara að vinna þennan leik. Því miður þá klúðrum við held ég þrisvar einn á móti markmanni þar sem við skjótum beint á markmanninn og svo eigum við að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma en einhvernveginn sjá dómararnir það ekki þegar Viðar (Örn Kjartansson) stígur fram fyrir og hann ætlar að negla boltanum 70 metra í burtu og neglir aftan í Viðar,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. „Því miður missti dómarinn af því og það er virkilega svekkjandi því eins og ég sagði hefðum við átt að skora fjögur mörk meira í þessum leik.” „Áttum að vinna þennan leik“ Hallgrímur segir þó að færanýting sé ekki það eina sem skilji liðin að í dag. „Nei, við fáum líka þrjú mörk á okkur. Fáum á okkur þrjú mörk og tvö af þeim er eitthvað sem ég er ekki sáttur með en málið er að við fórum að pressa á þá, fórum ofararlega, þá fóru að koma opnanir en ef þú lítur bara á skot á mark og færi þá eigum við bara að vinna leikinn en Breiðablik er gott lið, þeir skora þrjú mörk og voru ljónheppnir að við skoruðum ekki sex mörk í dag.” Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki tapað í síðustu 10 deildarleikjum og hafði sótt flest stig allra liða í seinni umferð deildarkeppninnar. Með tapinu í dag er endanlega ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildinnar þar sem Stjarnan var rétt í þessu að landa 3-0 sigri á FH og munar því fjórum stigum á KA og Stjörnunni í sjöunda og sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Fram getur þó enn náð Stjörnunni að stigum. „Málið er að við eigum frábæra frammistöðu í dag. Þetta er lið sem er efst í deildinni og þeir eru ljónheppnir að fara héðan með sigur. Eins og ég segi áttum við að vinna þennan leik þannig ég er virkilega ánægður með strákana, við erum á frábærum stað. Núna er bara smá pása og svo förum við á Skagann og gerum vel og svo vinnum við bikarúrslitaleikinn, þá eru allir himinlifandi”, sagði Hallgrímur kokhraustur. Verður erfitt að mótivera liðið í að klára deildina með því að spila í neðri hlutanum? Nei það verður það ekki. Í fyrra náðum við því ekki, enduðum í sjöunda, við unnum fjóra af fimm í úrslitakeppninni þannig ég reikna ekki með því nei.” Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Hallgrímur Jónasson, þjálfara KA, fannst liðið gera nógu mikið til að fá þrjú stig en situr að lokum uppi með ekkert. „Ég er virkilega svekktur og hefði samt verið svekktur þó við hefðum fengið eitt stig, við áttum bara að vinna þennan leik. Því miður þá klúðrum við held ég þrisvar einn á móti markmanni þar sem við skjótum beint á markmanninn og svo eigum við að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma en einhvernveginn sjá dómararnir það ekki þegar Viðar (Örn Kjartansson) stígur fram fyrir og hann ætlar að negla boltanum 70 metra í burtu og neglir aftan í Viðar,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. „Því miður missti dómarinn af því og það er virkilega svekkjandi því eins og ég sagði hefðum við átt að skora fjögur mörk meira í þessum leik.” „Áttum að vinna þennan leik“ Hallgrímur segir þó að færanýting sé ekki það eina sem skilji liðin að í dag. „Nei, við fáum líka þrjú mörk á okkur. Fáum á okkur þrjú mörk og tvö af þeim er eitthvað sem ég er ekki sáttur með en málið er að við fórum að pressa á þá, fórum ofararlega, þá fóru að koma opnanir en ef þú lítur bara á skot á mark og færi þá eigum við bara að vinna leikinn en Breiðablik er gott lið, þeir skora þrjú mörk og voru ljónheppnir að við skoruðum ekki sex mörk í dag.” Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki tapað í síðustu 10 deildarleikjum og hafði sótt flest stig allra liða í seinni umferð deildarkeppninnar. Með tapinu í dag er endanlega ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildinnar þar sem Stjarnan var rétt í þessu að landa 3-0 sigri á FH og munar því fjórum stigum á KA og Stjörnunni í sjöunda og sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Fram getur þó enn náð Stjörnunni að stigum. „Málið er að við eigum frábæra frammistöðu í dag. Þetta er lið sem er efst í deildinni og þeir eru ljónheppnir að fara héðan með sigur. Eins og ég segi áttum við að vinna þennan leik þannig ég er virkilega ánægður með strákana, við erum á frábærum stað. Núna er bara smá pása og svo förum við á Skagann og gerum vel og svo vinnum við bikarúrslitaleikinn, þá eru allir himinlifandi”, sagði Hallgrímur kokhraustur. Verður erfitt að mótivera liðið í að klára deildina með því að spila í neðri hlutanum? Nei það verður það ekki. Í fyrra náðum við því ekki, enduðum í sjöunda, við unnum fjóra af fimm í úrslitakeppninni þannig ég reikna ekki með því nei.”
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira