Íslenski boltinn

„Ég er í skýjunum og ætla að vera það fram eftir kvöldi“

Arnar Skúli Atlason skrifar
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls Vísir/HAG

Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls var mjög ánægður með leik síns lið í dag en Tindastóll lagði Keflavík 2-1 í neðri hluta Bestu deildar kvenna.

„Ég er í skýjunum eins og er og ætla að vera það fram eftir kvöldi. Á morgun fer ég að einbeita mér að Fylki og horfi á þær spila á móti Stjörnunni og byrja undirbúa okkur fyrir næsta leik,“ sagði Halldór í viðtali við blaðamann Vísis eftir leik.

„Ég var heilt yfir mjög sáttur með frammistöðuna í þessum leik, við hefðum getað skorað fleiri hérna í seinni hálfleik sérstaklega. Við fengum þónokkur góð færi hérna í lokin til að bæta við. Heilt yfir voru þetta sanngjörn úrslit fannst mér, mér fannst við hafa meira bit í sóknarleik okkar.”

Halldóri fannst liðið sitt skilja allt eftir á vellinum og vera það sem skóp sigurinn á endanum.

“Báratta og vinnusemi. Við unnum seinnibolta meira en þær, við sköpuðum góð færi og sköpuðum mörk sem skildi liðin af. Við sköpuðum okkur færi til að skora í viðbót, mér fannst þetta sanngjörn niðurstaða út frá því, Keflavík hörku góðar og stóðu sig vel í dag.“

Donni er spenntur fyrir komandi leik gegn Fylki en með sigri í honum gulltryggir lið Tindastóls sína veru í Bestu deildinni og sendir Fylki og Keflavík niður í Lengjudeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×