„Fyrir KR stoltið“ Sverrir Mar Smárason skrifar 1. september 2024 20:42 Ástbjörn Þórðarson í viðtali eftir leik. Vísir/Viktor Freyr Ástbjörn Þórðarson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði eftir skiptin til KR í kvöld þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í Vesturbæinn. KR vann 4-2 sigur og Ástbjörn var stoltur og ánægður í leikslok. „Mér líður bara mjög vel. Ég er mjög þreyttur, er að koma til baka eftir meiðsli en þetta var bara geðveikt. Liðsandinn í liðinu skilaði þessum sigri,“ sagði Ástbjörn. Gengi KR hefur verið slæmt í nánast allt sumar og hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan. Oft á tíðum hefur vantað einhvern anda en hann var sannarlega til staðar í dag. „Það voru bara allir 100% að róa í sömu átt og við bara ætluðum að gera þetta saman. Gera þetta fyrir stuðningsmennina, liðsfélagana og alla í kringum það. Bara fyrir KR stoltið.“ Sóknarmenn KR áttu frábæran leik í dag. Luke Rae var sífellt að ógna vörn ÍA og Benóný Breki gerði þrennu í fyrri hálfleik. Ástbjörn átti sömuleiðis góðan leik. „Þeir báðir bara geggjaðir leikmenn. Hraðinn í Luke og Benó góður að klára færin. Benóný er geggjaður framherji. Þeir hjálpuðu okkur mikið í dag og bara allt liðið gott. Fyrri hálfleikur var ógeðslega flottur fannst mér,“ sagði Ástbjörn og hélt svo áfram, „það var ólýsanleg tilfinning að spila hérna aftur og í þessari treyju. Ég er gríðarlega stoltur og gaman að fá sigur hérna í fyrsta leik.“ KR skilur sig aðeins frá neðstu sætunum með sigrinum í dag og fær smá andrými. „Ég held það sé alltaf stefnan hjá KR að vera ekki við botninn. Ég held það sé mikilvægt að hugsa þannig og fara inn í hvern leik með það í huga að við eigum ekki að vera í þessari stöðu. Það eru fullt af góðum leikmönnum í liðinu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Ástbjörn að lokum. Besta deild karla KR ÍA Tengdar fréttir Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Ég er mjög þreyttur, er að koma til baka eftir meiðsli en þetta var bara geðveikt. Liðsandinn í liðinu skilaði þessum sigri,“ sagði Ástbjörn. Gengi KR hefur verið slæmt í nánast allt sumar og hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan. Oft á tíðum hefur vantað einhvern anda en hann var sannarlega til staðar í dag. „Það voru bara allir 100% að róa í sömu átt og við bara ætluðum að gera þetta saman. Gera þetta fyrir stuðningsmennina, liðsfélagana og alla í kringum það. Bara fyrir KR stoltið.“ Sóknarmenn KR áttu frábæran leik í dag. Luke Rae var sífellt að ógna vörn ÍA og Benóný Breki gerði þrennu í fyrri hálfleik. Ástbjörn átti sömuleiðis góðan leik. „Þeir báðir bara geggjaðir leikmenn. Hraðinn í Luke og Benó góður að klára færin. Benóný er geggjaður framherji. Þeir hjálpuðu okkur mikið í dag og bara allt liðið gott. Fyrri hálfleikur var ógeðslega flottur fannst mér,“ sagði Ástbjörn og hélt svo áfram, „það var ólýsanleg tilfinning að spila hérna aftur og í þessari treyju. Ég er gríðarlega stoltur og gaman að fá sigur hérna í fyrsta leik.“ KR skilur sig aðeins frá neðstu sætunum með sigrinum í dag og fær smá andrými. „Ég held það sé alltaf stefnan hjá KR að vera ekki við botninn. Ég held það sé mikilvægt að hugsa þannig og fara inn í hvern leik með það í huga að við eigum ekki að vera í þessari stöðu. Það eru fullt af góðum leikmönnum í liðinu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Ástbjörn að lokum.
Besta deild karla KR ÍA Tengdar fréttir Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Uppgjör: KR - ÍA 4-2 | Þrenna Benónýs færði KR-ingum þrjú stór stig KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttu Bestu deildarinnar þegar þeir lögðu ÍA 4-2 í Frostaskjólinu. KR fær því smá andrými í baráttunni sæti í deildinni að ári. 1. september 2024 19:04