Hverfist allt um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. september 2024 07:31 Mjög langur vegur er frá því að Evrópusambandið snúist einungis um markaðs- og gjaldmiðilsmál líkt og gjarnan mætti halda miðað við málflutning ófárra talsmanna inngöngu Íslands í sambandið. Jafnvel mætti stundum ætla að Evrópusambandið væri ekki annað en gjaldmiðill miðað við þann málflutning. Raunin er hins vegar sú að evran og flest eða allt annað sem viðkemur sambandinu er fyrst og fremst liður í lokamarkmiði samrunaþróunarinnar innan þess og forvera þess frá upphafi. Að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki (e. the federation of Europe). Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Lykilatriðið er vitanlega orðið áframhaldandi sem vísar til þess að þessi þróun hefur verið í gangi áratugum saman. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á undanförnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Hugsaður sem innanlandsmarkaður Til að mynda hefur innri markaður Evrópusambandsins alltaf verið hugsaður sem innanlandsmarkaður hins fyrirhugaða sambandsríkis og evran gjaldmiðill þess. Þrátt fyrir fullyrðingar um annað snýst sambandið ekki um frjáls milliríkjaviðskipti enda í grunninn tollabandalag en slík bandalög snúast fyrst og fremst um það að vernda framleiðslu innan þeirra fyrir utanaðkomandi samkeppni og eru þannig í eðli sínu andstæðan við frjáls viðskipti á milli ríkja. Hins vegar eru jú allajafna ekki tollar í viðskiptum innan sama ríkisins. Meint neytendavernd innan Evrópusambandsins snýst gjarnan fyrst og fremst um að vernda hagsmuni innlendra framleiðenda en ekki almennings. Hins vegar hljómar vitanlega mun betur að bera fyrir sig neytendavernd. Þannig kveður regluverk sambandsins um viðskipti við ríki utan þess iðulega á um kostnaðarsamar kröfur til innflutts varnings sem hefur hliðstæð áhrif og tollar enda hafa tæknilegar viðskiptahindranir í formi regluverks að miklu leyti tekið við af þeim í dag sem helzta hindrunin í milliríkjaviðskiptum. Til að mynda er velþekkt að ákveðnar innfluttar vörur séu bannaðar innan Evrópusambandsins vegna ákveðins innihaldsefnis á sama tíma og aðrar vörur sem innihalda nákvæmlega sama efni eru leyfðar. Skýringin á þessu er allajafna sú að bannaða varan er í beinni samkeppni við framleiðslu innan sambandsins en hin ekki. Hins vegar er það vitanlega ekki gefið upp sem opinber ástæða heldur sagt að með þessu sé verið að standa vörð um hagsmuni neytenda. Innihaldsefnið er auðvitað stórhættulegt í annarri vörunni en ekki hinni. Stórt skref í átt að lokamarkmiðinu Hvað evruna varðar hefur margoft verið bent á það að hefði hagfræði ráðið för hefði hún einungis náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem ættu næga efnahagslega samleið til þess að deila einum og sama gjaldmiðlinum. Ríki eins og Þýzkaland, Frakkland og Benelúx-löndin þar sem hagsveiflan er til að mynda svipuð. Mögulega hefði evran reyndar aldrei orðið til ef tekið hefði verið mið af hagfræðinni. Hins vegar réði pólitík ferðinni. Það er að segja sú pólitík að evran væri stórt skref í áttina að lokamarkmiði samrunans. Margoft hefur að sama skapi verið bent á þá staðreynd að ekkert myntbandalag í sögunni hafi lifað af til lengri tíma án þess að vera tengt við eitt ríki. Innan evrusvæðisins í dag er ein peningastefna en tuttugu oft á tíðum afar ólíkar efnahagsstefnur sem er ekki sérlega sjálfbær staða. Ófáir virtir hagfræðingar hafa lýst þeirri skoðun sinni að eina leiðin til þess að evran eigi einhverja möguleika til framtíðar sé að Evrópusambandið verði endanlega að einu ríki. Án þess sé einungis tímaspursmál hvenær evrusvæðið liðist í sundur. Til dæmis hefur evrusvæðið aldrei uppfyllt þau fjögur skilyrði sem lögð eru til grundvallar kenningar kanadíska hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði sem það er þó sagt reist á. Skilyrðin eru hliðstæð hagsveifla, mikill hreyfanleiki vinnuafls, sveigjanleg laun og sameiginlegt kerfi til þess að flytja fé þangað sem þess er þörf. Yfirleitt í formi skattheimtu. Mundell hefur sagt nægjanlegt að uppfylla einungis eitt af skilyrðunum en evrusvæðið hefur til þessa ekki einu sinni gert það. Fjölmörg einkenni ríkis þegar í höfn Margt af því sem talið er Evrópusambandinu til tekna og er gjarnan jákvætt í eðli sínu er í raun liður í því að vinna að framgangi lokamarksmiðsins. Ekki sízt til þess að tryggja stuðning við sambandið og um leið lokamarkmiðið. Til að mynda raunveruleg neytendavernd, nemaskipti, sjúkrakort og símareiki. Hæglega væri hægt að semja um slíkt til að mynda sem hluta af víðtækum fríverzlunarsamningum. Til þess þyrfti ekki umfangsmikið, yfirþjóðlegt og miðstýrt skriffinskubákn sem stefnir að því leynt og ljóst að verða að einu ríki. Mörg einkenni ríkis eru þegar í höfn í samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Þar á meðal ytri landamæri, ríkisborgararéttur, hæstiréttur, seðlabanki, gjaldmiðill, ökuskírteini, utanríkisþjónusta, alríkislög, sambandsþing sem og ígildi ríkisstjórnar. Það er framkvæmdastjórn sambandsins, handhafi framkvæmdavalds þess. Meira að segja býr það yfir eigin herráði. Evrópusambandið er þegar orðið miðstýrðara en Sviss og jafnvel að ýmsu leyti Bandaríkin. Til dæmis þegar kemur að samspili löggjafar sambandsins og ríkja þess. Hluti af þróun Evrópusambandsins í átt að lokamarkmiðinu um eitt ríki hefur verið aukin áherzla á það að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Líkt og fjöldi þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda ríkja Bandaríkjanna. Milliríkjasamstarf byggist á hinn bóginn allajafna á því að ríki standi jafnfætis í þeim efnum; eitt ríki, eitt atkvæði. Væri Ísland í sambandinu yrði til að mynda vægi landsins í ráðherraráði þess á við það að hafa einungis 5% af þingmanni á Alþingi. Samvinna eitt en samruni allt annað Vegna aðildar Íslands að EES-samningnum hefur samrunaþróun Evrópusambandsins einnig áhrif hér á landi enda fylgir samningurinn henni á því sviði sem hann nær til. Það er innri markaði sambandsins sem síðan er sífellt að teygla sig til fleiri málaflokka með tilheyrandi auknu íþyngjandi regluverki og kröfum um framsal valds yfir íslenzkum málum. Hemillinn sem Ísland ætti að hafa í þeim efnum, svonefnt neitunarvald, virkar hins vegar ekki. Fyrst og fremst vegna þess að íslenzk stjórnvöld leggja ekki í það að beita honum. Hlutdeild Evrópusambandsins í landsframleiðslu á heimsvísu hefur dregizt jafnt og þétt saman á liðnum árum og var á síðasta ári einungis um 14,5% en var í upphafi aldarinnar rúmlega 20% þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að snúa þeirri þróun við. Fyrir utan annað kemur því vart á óvart að einu ríkin sem sækist eftir inngöngu í Evrópusambandið séu í Austur-Evrópu og þá ekki sízt af ótta við Rússland í ljósi landfræðilegrar legu þeirra þó sambandið hafi raunar sýnt að því sé ekki treystandi í öryggis- og varnarmálum. Hið sama á við eftirspurnina eftir EES-samningnum. Engin röð ríkja er þannig eftir því að gerast aðili að honum eða semja um hliðstæðan samning við Evrópusambandið. Þvert á móti hafa bæði Bretland og Sviss ítrekað afþakkað slíkt. Þess í stað kjósa ríki heimsins að semja um víðtæka fríverzlunarsamninga varðandi viðskipti sín á milli sem fela ekki í sér vaxandi kröfur um einhliða upptöku íþyngjandi regluverks og framsal valds. Samvinna er jú eitt en samruni allt annað. Þetta er einfaldlega sannleikurinn um sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Mjög langur vegur er frá því að Evrópusambandið snúist einungis um markaðs- og gjaldmiðilsmál líkt og gjarnan mætti halda miðað við málflutning ófárra talsmanna inngöngu Íslands í sambandið. Jafnvel mætti stundum ætla að Evrópusambandið væri ekki annað en gjaldmiðill miðað við þann málflutning. Raunin er hins vegar sú að evran og flest eða allt annað sem viðkemur sambandinu er fyrst og fremst liður í lokamarkmiði samrunaþróunarinnar innan þess og forvera þess frá upphafi. Að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki (e. the federation of Europe). Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Lykilatriðið er vitanlega orðið áframhaldandi sem vísar til þess að þessi þróun hefur verið í gangi áratugum saman. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á undanförnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Hugsaður sem innanlandsmarkaður Til að mynda hefur innri markaður Evrópusambandsins alltaf verið hugsaður sem innanlandsmarkaður hins fyrirhugaða sambandsríkis og evran gjaldmiðill þess. Þrátt fyrir fullyrðingar um annað snýst sambandið ekki um frjáls milliríkjaviðskipti enda í grunninn tollabandalag en slík bandalög snúast fyrst og fremst um það að vernda framleiðslu innan þeirra fyrir utanaðkomandi samkeppni og eru þannig í eðli sínu andstæðan við frjáls viðskipti á milli ríkja. Hins vegar eru jú allajafna ekki tollar í viðskiptum innan sama ríkisins. Meint neytendavernd innan Evrópusambandsins snýst gjarnan fyrst og fremst um að vernda hagsmuni innlendra framleiðenda en ekki almennings. Hins vegar hljómar vitanlega mun betur að bera fyrir sig neytendavernd. Þannig kveður regluverk sambandsins um viðskipti við ríki utan þess iðulega á um kostnaðarsamar kröfur til innflutts varnings sem hefur hliðstæð áhrif og tollar enda hafa tæknilegar viðskiptahindranir í formi regluverks að miklu leyti tekið við af þeim í dag sem helzta hindrunin í milliríkjaviðskiptum. Til að mynda er velþekkt að ákveðnar innfluttar vörur séu bannaðar innan Evrópusambandsins vegna ákveðins innihaldsefnis á sama tíma og aðrar vörur sem innihalda nákvæmlega sama efni eru leyfðar. Skýringin á þessu er allajafna sú að bannaða varan er í beinni samkeppni við framleiðslu innan sambandsins en hin ekki. Hins vegar er það vitanlega ekki gefið upp sem opinber ástæða heldur sagt að með þessu sé verið að standa vörð um hagsmuni neytenda. Innihaldsefnið er auðvitað stórhættulegt í annarri vörunni en ekki hinni. Stórt skref í átt að lokamarkmiðinu Hvað evruna varðar hefur margoft verið bent á það að hefði hagfræði ráðið för hefði hún einungis náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem ættu næga efnahagslega samleið til þess að deila einum og sama gjaldmiðlinum. Ríki eins og Þýzkaland, Frakkland og Benelúx-löndin þar sem hagsveiflan er til að mynda svipuð. Mögulega hefði evran reyndar aldrei orðið til ef tekið hefði verið mið af hagfræðinni. Hins vegar réði pólitík ferðinni. Það er að segja sú pólitík að evran væri stórt skref í áttina að lokamarkmiði samrunans. Margoft hefur að sama skapi verið bent á þá staðreynd að ekkert myntbandalag í sögunni hafi lifað af til lengri tíma án þess að vera tengt við eitt ríki. Innan evrusvæðisins í dag er ein peningastefna en tuttugu oft á tíðum afar ólíkar efnahagsstefnur sem er ekki sérlega sjálfbær staða. Ófáir virtir hagfræðingar hafa lýst þeirri skoðun sinni að eina leiðin til þess að evran eigi einhverja möguleika til framtíðar sé að Evrópusambandið verði endanlega að einu ríki. Án þess sé einungis tímaspursmál hvenær evrusvæðið liðist í sundur. Til dæmis hefur evrusvæðið aldrei uppfyllt þau fjögur skilyrði sem lögð eru til grundvallar kenningar kanadíska hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði sem það er þó sagt reist á. Skilyrðin eru hliðstæð hagsveifla, mikill hreyfanleiki vinnuafls, sveigjanleg laun og sameiginlegt kerfi til þess að flytja fé þangað sem þess er þörf. Yfirleitt í formi skattheimtu. Mundell hefur sagt nægjanlegt að uppfylla einungis eitt af skilyrðunum en evrusvæðið hefur til þessa ekki einu sinni gert það. Fjölmörg einkenni ríkis þegar í höfn Margt af því sem talið er Evrópusambandinu til tekna og er gjarnan jákvætt í eðli sínu er í raun liður í því að vinna að framgangi lokamarksmiðsins. Ekki sízt til þess að tryggja stuðning við sambandið og um leið lokamarkmiðið. Til að mynda raunveruleg neytendavernd, nemaskipti, sjúkrakort og símareiki. Hæglega væri hægt að semja um slíkt til að mynda sem hluta af víðtækum fríverzlunarsamningum. Til þess þyrfti ekki umfangsmikið, yfirþjóðlegt og miðstýrt skriffinskubákn sem stefnir að því leynt og ljóst að verða að einu ríki. Mörg einkenni ríkis eru þegar í höfn í samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Þar á meðal ytri landamæri, ríkisborgararéttur, hæstiréttur, seðlabanki, gjaldmiðill, ökuskírteini, utanríkisþjónusta, alríkislög, sambandsþing sem og ígildi ríkisstjórnar. Það er framkvæmdastjórn sambandsins, handhafi framkvæmdavalds þess. Meira að segja býr það yfir eigin herráði. Evrópusambandið er þegar orðið miðstýrðara en Sviss og jafnvel að ýmsu leyti Bandaríkin. Til dæmis þegar kemur að samspili löggjafar sambandsins og ríkja þess. Hluti af þróun Evrópusambandsins í átt að lokamarkmiðinu um eitt ríki hefur verið aukin áherzla á það að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Líkt og fjöldi þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda ríkja Bandaríkjanna. Milliríkjasamstarf byggist á hinn bóginn allajafna á því að ríki standi jafnfætis í þeim efnum; eitt ríki, eitt atkvæði. Væri Ísland í sambandinu yrði til að mynda vægi landsins í ráðherraráði þess á við það að hafa einungis 5% af þingmanni á Alþingi. Samvinna eitt en samruni allt annað Vegna aðildar Íslands að EES-samningnum hefur samrunaþróun Evrópusambandsins einnig áhrif hér á landi enda fylgir samningurinn henni á því sviði sem hann nær til. Það er innri markaði sambandsins sem síðan er sífellt að teygla sig til fleiri málaflokka með tilheyrandi auknu íþyngjandi regluverki og kröfum um framsal valds yfir íslenzkum málum. Hemillinn sem Ísland ætti að hafa í þeim efnum, svonefnt neitunarvald, virkar hins vegar ekki. Fyrst og fremst vegna þess að íslenzk stjórnvöld leggja ekki í það að beita honum. Hlutdeild Evrópusambandsins í landsframleiðslu á heimsvísu hefur dregizt jafnt og þétt saman á liðnum árum og var á síðasta ári einungis um 14,5% en var í upphafi aldarinnar rúmlega 20% þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að snúa þeirri þróun við. Fyrir utan annað kemur því vart á óvart að einu ríkin sem sækist eftir inngöngu í Evrópusambandið séu í Austur-Evrópu og þá ekki sízt af ótta við Rússland í ljósi landfræðilegrar legu þeirra þó sambandið hafi raunar sýnt að því sé ekki treystandi í öryggis- og varnarmálum. Hið sama á við eftirspurnina eftir EES-samningnum. Engin röð ríkja er þannig eftir því að gerast aðili að honum eða semja um hliðstæðan samning við Evrópusambandið. Þvert á móti hafa bæði Bretland og Sviss ítrekað afþakkað slíkt. Þess í stað kjósa ríki heimsins að semja um víðtæka fríverzlunarsamninga varðandi viðskipti sín á milli sem fela ekki í sér vaxandi kröfur um einhliða upptöku íþyngjandi regluverks og framsal valds. Samvinna er jú eitt en samruni allt annað. Þetta er einfaldlega sannleikurinn um sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun