Innlent

Unnið að því að gera við al­var­lega rafmagnsbilun í Mýr­dal

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rafmagn er komið á í Vík.
Rafmagn er komið á í Vík. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Alvarleg rafmagnsbilun er í gangi í Mýrdal, en samkvæmt tilkynningu hjá RARIK er búið að staðsetja bilunina og unnið að viðgerð.

Rafmagnið fór af Vík og stórum hluta Mýrdals um kvöldmatarleytið í gær og var strax farið í að koma varafli á svæðið. 

Nú er staðan þannig að fyrir tilstuðlan varaafls er rafmagnið komið á Vík en enn er unnið að því að koma meira varaafli á staðinn, fyrir sveitakerfið í Mýrdal. 

RARIK segir að búast megi við því að varaaflskeyrslur standi yfir næsta sólahringinn. 

Viðskiptavinir eru beðnir að fara sparlega með rafmagn svo varaaflkeyrsla gangi sem best en búast má við frekari truflunum og mögulegum skömmtunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×