Veður

Spáð mildu veðri í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Spða er hita á bilinu tíu til sextán stig í dag.
Spða er hita á bilinu tíu til sextán stig í dag. Vísir/Vilhelm

Smám saman mun draga úr krafti lægðarinnar á Grænlandshafi sem stýrði veðrinu á landinu um helgina. 

Veðurstofan spáir minnkandi sunnanátt, víða golu síðdegis og dálítilli rigningu eða súld með köflum í flestum landshlutum, en yfirleitt bjart norðaustantil. 

Gera má ráð fyrir mildu veðri og hita á bilinu tíu til sextán stigum.

„Á morgun snýst í norðvestlæga átt með vætu og kólnandi veðri fyrir norðan. Léttir til sunnan heiða og hlýnar heldur,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14í dagVeðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðvestan 5-13 m/s, hvassast á Austurlandi. Dálítil væta fyrir norðan, en bjartviðri sunnan- og vestantil. Hiti 6 til 16 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10. Víða skýjað og úrkomulítið, en fer að rigna vestanlands um kvöldið. Hiti 7 til 12 stig.

Á fimmtudag: Vaxandi suðvestanátt, 10-18 síðdegis og rigning, en úrkomulítið fyrir austan. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á föstudag og laugardag: Suðvestan 5-10 og víða skúrir eða rigning, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 7 til 14 stig, mildast suðaustantil.

Á sunnudag: Snýst í norðvestlæga átt með rigningu fyrir norðan, en léttir til sunnan heiða. Kólnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×