Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2024 09:21 Jón Gunnarsson og Diljá Mist Einarsdóttir segja góðar umræður hafa farið fram á flokksráðsfundi um stöðu Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. Jón segir að á flokksráðsfundi flokksins um helgina hafi farið fram hreinskilnar umræður og opnar og það hafi verið fyrsta skrefið í áttina að því að bæta stöðu flokksins. Hann segir ekkert eitt mál endilega hafa staðið upp úr. Jón og Diljá fóru yfir flokksráðsfundinn og stöðu flokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Sjálfstæðisstefnan gengur út á það að auka frekar á sjálfstæðan rekstur í samfélaginu,“ segir hann og að þannig eigi að draga úr ríkisrekstri. Jón segir Sjálfstæðisflokkinn eina flokkinn sem tali fyrir því að lækka skatta og vinni að því. Það hafi einhverjir skattað hækkað en skattbyrði hafi lækkað. Þá telur hann réttast að Ísland segi sig frá Parísarsáttmálanum því hér sé um 80 prósent endurnýjanleg orka en í öðrum samanburðarlöndum sé hlutfallið um 20 prósent. Hvað varðar samgöngumál segir Jón að það eigi að fara nýjar leiðir og nefnir að hann hafi sem dómsmálaráðherra lagt fram frumvörp um hagræðingu Landhelgisgæslunnar og héraðsdómstóla sem hefði skapað mikla hagræðingu og bætt þjónustu og getu. Jón segir hugmyndina um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF hafi ekki verið gripin í lausu lofti. Hugmyndinni hafi hins vegar ekki verið vel mætt og hann hafi ekki verið með „backup“ í ríkisstjórninni. Hann kallar eftir því að þessi frumvörp verði sett aftur á dagskrána. Óánægð í núverandi samstarfi Diljá segir eins og Jón að fundurinn um helgina hafi verið afar góður og gagnlegur. Skilaboðin á fundinum frá flokksmönnum séu skýr. Þau séu að fara aftur í ræturnar en líka að tala betur og mikið um það sem vel er gert. Þá segir Diljá flokkinn einnig þurfa hlúa betur að fólkinu í flokknum. Hvað varðar ríkisstjórnarsamstarfið og val Sjálfstæðisflokksins að halda áfram samstarfi við Vinstri græn segir hún að það hafi ekki verið mikið annað í boði eftir niðurstöður kosninganna. Þetta hafi verið niðurstaðan. Hún sé ekki endilega sátt við hana en þetta sé samt niðurstaðan. „Ég er auðvitað búinn að vera þrælóánægður í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir Jón en að valkostirnir séu ekki margir aðrir. Það sé erfið staða á þinginu þegar það eru átta flokkar og það gerist það sama og gerðist í Reykjavík. Það verði fjölflokkamódel þar sem enginn kemur sínum áherslumálum vel í gegn. Jón segir að í til dæmis mennta- og heilbrigðismálum vilji hann virkja frelsið og leyfa uppbyggingu einkarekinna heilsugæslustöðva og skóla. Hann segir Sjálfstæðisflokknum á sama tíma umhugað um félagslega þátt kerfisins. Að það sé öryggisnet sem grípi borgaranna. Það sé það sem til dæmis aðgreini Sjálfstæðisflokkinn frá róttækum hægriflokkum í Evrópu og víðar. Þá segir hann að ekki sé nægilega fast stigið til jarðar í orkumálum og möguleikum í raforkuframleiðslu til verðmætasköpunar. Sjálfstæðisflokkurinn stýri orkumálum í ríkisstjórn en það sé hægt að gera meira þarna. „Ég kalla eftir því að við brjótum okkur út úr þessi ástandi sem rammaáætlun hefur skapað okkur. Sjálfstæðisflokkurinn á að setja fram frumvörp núna um virkjanakosti til tíu ára sem munu leysa þessi vandamál.“ Vilja meira af Sjálfstæðisflokknum Diljá segir það hafa komið fram á fundinum að fólk væri ekki endilega óánægð með það sem væri verið að gera, heldur væri það óánægt að sjá ekki meira af Sjálfstæðisflokknum og hægristefnunni. „Það er það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að kyngja í þessu samstarfi, það er það sem fólk er óánægt með. Lykillinn að því er auðvitað bara meiri Sjálfstæðisflokkur.“ Hvað varðar niðurstöður Maskínukönnunarinna segir Jón að það sé mikið flot í fylginu. Þetta séu skilaboð um óánægju en hann sé ekki viss um að það skili sér í kosningar. Ekki ef þau haldi vel á spilunum. Hann segir ágreiningsmálin efnahagsmálin, verðbólgu og vexti yfirskyggja allt annað. En orkumál, samgöngumál og menntamál skipti líka máli. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn nú með 17 þingmenn á þingi en þeir séu eins og „hrópandi rödd í eyðimörkinni.“ „Ég get lofað landsmönnum því ef að kosningarnar verða ekki þannig að það verði sterkur Sjálfstæðisflokkur í landinu þá er það bara ávísun á Reykjavíkurmódelið í pólitík. Fjórir, fimm flokkar frá vinstri og til miðju,“ segir Jón og að Framsóknarflokkurinn hafi til dæmis lýst áhuga á því. Hann segir stjórnmálamenn alltaf þurfa að hugsa sig um það hvort þeir hafi meira vald innan ríkisstjórnar til að koma í veg fyrir stærri slys. Í því samhengi nefnir hann útlendingamálin og að það hafi náðst stórkostlegur árangur þar. „Þessu árangur hefði ekki náðst ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið úr ríkisstjórninni.“ Ganga óbundin til kosninga Óskaflokkar til að vinna með eftir kosningar segir Jón erfitt að svara því. Flokkarnir eigi eftir að kynna það hverju þau standi fyrir. „Við getum unnið með öllum flokkum,“ segir Jón en að það sé fullreynt að vinna með flokkum sem eru lengst til vinstri, eins og Vinstri grænum, og að útilokað sé fyrir þau líka að vinna með þeim. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn hafa unnið vel með Framsóknarflokknum í gegnum tíðina en það eigi eftir að koma í ljós hver helstu stefnumálin verði fyrir kosningar. Diljá segir flokkinn ganga óbundinn til kosninga en þau heyri að það sé ákall um meira „frelsi og borgaralega þenkjandi ríkisstjórn“. Þau muni hlusta vel á það hvað kjósendur vilji. Hvort þau ætli að færa sig yfir í Miðflokkinn segjast þau skilja eftirspurnina en það væri betra ef það fólk sem er þar kæmi yfir til Sjálfstæðisflokksins. „Við erum aðeins að laga vélina og svo gefum við í.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Bítið Tengdar fréttir Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41 „Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist mest allra bera ábyrgð á dræmu fylgi flokksins eins og það mælist í skoðanakönnunum. Mælingar séu þó aðeins vísbending um stöðuna hverju sinni og ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. 31. ágúst 2024 14:18 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24 Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Jón segir að á flokksráðsfundi flokksins um helgina hafi farið fram hreinskilnar umræður og opnar og það hafi verið fyrsta skrefið í áttina að því að bæta stöðu flokksins. Hann segir ekkert eitt mál endilega hafa staðið upp úr. Jón og Diljá fóru yfir flokksráðsfundinn og stöðu flokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Sjálfstæðisstefnan gengur út á það að auka frekar á sjálfstæðan rekstur í samfélaginu,“ segir hann og að þannig eigi að draga úr ríkisrekstri. Jón segir Sjálfstæðisflokkinn eina flokkinn sem tali fyrir því að lækka skatta og vinni að því. Það hafi einhverjir skattað hækkað en skattbyrði hafi lækkað. Þá telur hann réttast að Ísland segi sig frá Parísarsáttmálanum því hér sé um 80 prósent endurnýjanleg orka en í öðrum samanburðarlöndum sé hlutfallið um 20 prósent. Hvað varðar samgöngumál segir Jón að það eigi að fara nýjar leiðir og nefnir að hann hafi sem dómsmálaráðherra lagt fram frumvörp um hagræðingu Landhelgisgæslunnar og héraðsdómstóla sem hefði skapað mikla hagræðingu og bætt þjónustu og getu. Jón segir hugmyndina um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF hafi ekki verið gripin í lausu lofti. Hugmyndinni hafi hins vegar ekki verið vel mætt og hann hafi ekki verið með „backup“ í ríkisstjórninni. Hann kallar eftir því að þessi frumvörp verði sett aftur á dagskrána. Óánægð í núverandi samstarfi Diljá segir eins og Jón að fundurinn um helgina hafi verið afar góður og gagnlegur. Skilaboðin á fundinum frá flokksmönnum séu skýr. Þau séu að fara aftur í ræturnar en líka að tala betur og mikið um það sem vel er gert. Þá segir Diljá flokkinn einnig þurfa hlúa betur að fólkinu í flokknum. Hvað varðar ríkisstjórnarsamstarfið og val Sjálfstæðisflokksins að halda áfram samstarfi við Vinstri græn segir hún að það hafi ekki verið mikið annað í boði eftir niðurstöður kosninganna. Þetta hafi verið niðurstaðan. Hún sé ekki endilega sátt við hana en þetta sé samt niðurstaðan. „Ég er auðvitað búinn að vera þrælóánægður í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir Jón en að valkostirnir séu ekki margir aðrir. Það sé erfið staða á þinginu þegar það eru átta flokkar og það gerist það sama og gerðist í Reykjavík. Það verði fjölflokkamódel þar sem enginn kemur sínum áherslumálum vel í gegn. Jón segir að í til dæmis mennta- og heilbrigðismálum vilji hann virkja frelsið og leyfa uppbyggingu einkarekinna heilsugæslustöðva og skóla. Hann segir Sjálfstæðisflokknum á sama tíma umhugað um félagslega þátt kerfisins. Að það sé öryggisnet sem grípi borgaranna. Það sé það sem til dæmis aðgreini Sjálfstæðisflokkinn frá róttækum hægriflokkum í Evrópu og víðar. Þá segir hann að ekki sé nægilega fast stigið til jarðar í orkumálum og möguleikum í raforkuframleiðslu til verðmætasköpunar. Sjálfstæðisflokkurinn stýri orkumálum í ríkisstjórn en það sé hægt að gera meira þarna. „Ég kalla eftir því að við brjótum okkur út úr þessi ástandi sem rammaáætlun hefur skapað okkur. Sjálfstæðisflokkurinn á að setja fram frumvörp núna um virkjanakosti til tíu ára sem munu leysa þessi vandamál.“ Vilja meira af Sjálfstæðisflokknum Diljá segir það hafa komið fram á fundinum að fólk væri ekki endilega óánægð með það sem væri verið að gera, heldur væri það óánægt að sjá ekki meira af Sjálfstæðisflokknum og hægristefnunni. „Það er það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að kyngja í þessu samstarfi, það er það sem fólk er óánægt með. Lykillinn að því er auðvitað bara meiri Sjálfstæðisflokkur.“ Hvað varðar niðurstöður Maskínukönnunarinna segir Jón að það sé mikið flot í fylginu. Þetta séu skilaboð um óánægju en hann sé ekki viss um að það skili sér í kosningar. Ekki ef þau haldi vel á spilunum. Hann segir ágreiningsmálin efnahagsmálin, verðbólgu og vexti yfirskyggja allt annað. En orkumál, samgöngumál og menntamál skipti líka máli. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn nú með 17 þingmenn á þingi en þeir séu eins og „hrópandi rödd í eyðimörkinni.“ „Ég get lofað landsmönnum því ef að kosningarnar verða ekki þannig að það verði sterkur Sjálfstæðisflokkur í landinu þá er það bara ávísun á Reykjavíkurmódelið í pólitík. Fjórir, fimm flokkar frá vinstri og til miðju,“ segir Jón og að Framsóknarflokkurinn hafi til dæmis lýst áhuga á því. Hann segir stjórnmálamenn alltaf þurfa að hugsa sig um það hvort þeir hafi meira vald innan ríkisstjórnar til að koma í veg fyrir stærri slys. Í því samhengi nefnir hann útlendingamálin og að það hafi náðst stórkostlegur árangur þar. „Þessu árangur hefði ekki náðst ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið úr ríkisstjórninni.“ Ganga óbundin til kosninga Óskaflokkar til að vinna með eftir kosningar segir Jón erfitt að svara því. Flokkarnir eigi eftir að kynna það hverju þau standi fyrir. „Við getum unnið með öllum flokkum,“ segir Jón en að það sé fullreynt að vinna með flokkum sem eru lengst til vinstri, eins og Vinstri grænum, og að útilokað sé fyrir þau líka að vinna með þeim. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn hafa unnið vel með Framsóknarflokknum í gegnum tíðina en það eigi eftir að koma í ljós hver helstu stefnumálin verði fyrir kosningar. Diljá segir flokkinn ganga óbundinn til kosninga en þau heyri að það sé ákall um meira „frelsi og borgaralega þenkjandi ríkisstjórn“. Þau muni hlusta vel á það hvað kjósendur vilji. Hvort þau ætli að færa sig yfir í Miðflokkinn segjast þau skilja eftirspurnina en það væri betra ef það fólk sem er þar kæmi yfir til Sjálfstæðisflokksins. „Við erum aðeins að laga vélina og svo gefum við í.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Bítið Tengdar fréttir Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41 „Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist mest allra bera ábyrgð á dræmu fylgi flokksins eins og það mælist í skoðanakönnunum. Mælingar séu þó aðeins vísbending um stöðuna hverju sinni og ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. 31. ágúst 2024 14:18 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24 Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41
„Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist mest allra bera ábyrgð á dræmu fylgi flokksins eins og það mælist í skoðanakönnunum. Mælingar séu þó aðeins vísbending um stöðuna hverju sinni og ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. 31. ágúst 2024 14:18
Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. 30. ágúst 2024 06:24
Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07