Blöskrar grín árum saman að þjáningum kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2024 10:53 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, er orðin langþreytt á að nauðgun og annað ofbeldi sé notað í gríni. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir grín að nauðgunum ýta undir kynbundið ofbeldi. Hún tínir til dæmi frá mörgum helstu skemmtikröftum þjóðarinnar og segir tíma til kominn til að hætta að gera lítið úr ofbeldi. Guðný S. Bjarnadóttir stingur niður penna á Vísi í framhaldi af umræðu sem skapaðist í aðdraganda Verslunarmannahelgarinnar. Þar skaut einn vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir á innhringjanda í útvarpsþætti og spurði hvort hann ætlaði að mæta með botnlaust tjald á Þjóðhátíð í Eyjum. Ummælin fóru fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný segir umræðu um botnlaust tjald dæmi um hvernig kynbundið ofbeldi hafi verið efni í grín í hverjum grínþættinum á fætur öðrum til lengri tíma. „Samt erum við svo hissa yfir stöðunni í samfélaginu í dag þar sem kvenfyrirlitning finnst víða og ofbeldi er nær daglegt brauð,“ segir Guðný. Byrgisspaug í Spaugstofunni Hún nefnir fyrst til sögunnar Spaugstofuna sem var á dagskrá RÚV og Stöðvar 2 í lengri tíma. „Frá því ég var lítil hef ég haft gaman að því að horfa á grínþætti. Fjölskyldan horfði saman á Spaugstofuna sem framan af var stærsta samansafn landsins af pabbabröndurum sem öll gátu hlegið að. En síðan kárnar gamanið þegar horft er á síðari seríur og vitna ég í atriði frá árunum 2005-2006,“ segir Guðný. „Þar er Pálmi Gestsson í gervi Guðmundar í Byrginu, hann situr við tölvu og skrifar eftirfarandi: „Vaknaði í morgun og fékk mér kaffi og ristað brauð. Ætlaði að smyrja brauðið með smjöri en smurði það óvart með smjörsýru. Í kjölfarið var mér nauðgað fjórum sinnum. Ætlaði að kæra en sá að þetta hlaut að flokkast undir líknarstarf. Var nauðgað tvisvar í viðbót í kjölfarið. Misnotaði sjálfan mig í þágu Byrgisins í beinu framhaldi. Rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta er bindandi starf. Framkvæmdi síðan nákvæma læknisskoðun á sjálfum mér með nýja GSM símanum og með þessu móti spara ég gífurlegan lækniskostnað. Hef hugsanlega óvart sent læknisskoðunina sem myndskilaboð.“ Persónulegi trúbadorinn Guðný rifjar upp að Guðmundur í Byrginu hafi fengið þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot þar sem hann braut á konum sem leituðu til hans á erfiðum tímapunkti í lífi sínu. Átta konur kærðu hann fyrir brot en mál fjögurra voru felld niður. „Þetta þótti efni í opnunaratriði Spaugstofunnar á sama tíma og málið var til meðferðar í réttarkerfinu okkar. Þetta mál var eitt það viðamesta sinnar tegunar á þeim tíma og án efa snerti við mörgum persónulega.“ Guðný veltir fyrir sér hvers vegna þjáningu kvenna sé svo oft að finna í gríni. „Meira að segja Fóstbræður gengu svo langt að leika senu þar sem körlum er kennt að beita konurnar sínar líkamlegu ofbeldi svo sjáist ekki á þeim. Helgi persónulegi trúbadorinn söng afsökunarbeiðni til konunnar sinnar fyrir að hafa rotað hana því hann missti stjórn á skapinu sínu. Í texta lagsins segir að nú sé honum runnin reiðin og þegar þátturinn er búinn ætlar hann að koma í Kvennaathvarfið og ná í hana.“ „Á ég kannski að nauðga þér?“ Guðný rifjar upp gamalt lag Tvíhöfða sem Jón Gnarr var spurður út í eftir framboð hans til forsetakosninga í vor. Þar var sungið: „En ég er kominn að skemmta mér, ég vona að enginn nauðgi mér, já ég er kominn að skemmta mér, á ég kannski að nauðga þér?“ Um var að ræða ádeilu á meinta nauðgunarmenningu á Þjóðhátíð. Jón sagðist í viðtali við Morgunblaðið ekki hafa verið að hæðast að fórnarlömbum nauðgana. Tvíhöfði - Þjóðhátíðarlagið Ég er að fara til eyja,eitthvað að hitta peyja.Ég ætla skooo að drekka,bjór og allskonar vín.En ég er kominn að skemmta mér,ég vona að enginn nauðgi mér.Já, ég er kominn að skemmta mér,á ég kannski að nauðga þér.Ég hitti allskonar krakka,og er að gera allskonar.Ég ætla að fara að hlakka,til að koma til eyja - til að deyjaÉg ætla að fara að skemmta mér,ég vona að enginn nauðgi mér.Ertu kominn ég er að skemmta þér,eða ætlar þú að nauðga mér.Í eyjastemningu gaman er,að láta alltaf nauðga sér.Maður er kannski að drekkja sér,þá kemur einhver að nauðga þér.uuuu? að nauðga mér.Þú mátt ekki að semja viðlagið og manst það svo ekkiHvernig er það aftur?tralla lalala skemmta mér,ég vona bara að enginn nauðgi mér.Ég ætla bara að skemmta mér,ekki fara að nauðga mér.Nei ekki fara að nauðga mér,því ég er bara að skemmta mér.Ég er bara strákur að sunnan sem er að skemmta mé „En hvað er svona fyndið við þetta? Það virðist vera mjög íslenskt fyrirbæri í nútíma menningu að syngja um ofbeldi gegn konum og sýna það jafnvel í myndböndum á borð við Flagarann með Steinda Jr. Þar byrlar hann Siggu Kling og fer heim með hana til að nauðga henni. Er það líka fyndið? Að byrla og nauðga? Hvenær hætti ofbeldi að vera ofbeldi og varð að gríni sem fólk hlær að? Húmor verður að orðræðu. Orðræða verður að menningu.“ Ofbeldi í glansbúningi á TikTok Guðný bendir á að ungmenni í dag hafi ekki aðeins alist upp við óminn af fyrrgreindum þáttum heldur fái þau fyrirmyndir á TikTok tala um neyslusögur og ofbeldi sem hafi verið sett í glansbúning. „Var með eina tvítuga í læstri hliðarlegu á áfangaheimili í gærkvöldi í gömlum leðursófa yndislegt kvöld #þakklátur“. „Náði í mína í Konukoti þær eru game í allt“. Þetta geti þau hlustað og horft á allan sólarhringinn, alla daga. „Grín að nauðgunum, deilingar af skjáskotum á samfélagsmiðlum af hótunum um ofbeldi vegna fíkniefnaskulda eru normalíseraðar, ofbeldismennirnir sem vilja alltaf fá að „leiðrétta misskilninginn“ um að þeir séu ofbeldismenn og niðrandi tal um þolendur og femínísta eru allt hlutir sem ýta undir kynbundið ofbeldi. Það er enginn að hlæja lengur, núna er tíminn til að taka ábyrgð og hætta að gera lítið úr ofbeldi!“ Kynferðisofbeldi Grín og gaman Heimilisofbeldi Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Guðný S. Bjarnadóttir stingur niður penna á Vísi í framhaldi af umræðu sem skapaðist í aðdraganda Verslunarmannahelgarinnar. Þar skaut einn vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir á innhringjanda í útvarpsþætti og spurði hvort hann ætlaði að mæta með botnlaust tjald á Þjóðhátíð í Eyjum. Ummælin fóru fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný segir umræðu um botnlaust tjald dæmi um hvernig kynbundið ofbeldi hafi verið efni í grín í hverjum grínþættinum á fætur öðrum til lengri tíma. „Samt erum við svo hissa yfir stöðunni í samfélaginu í dag þar sem kvenfyrirlitning finnst víða og ofbeldi er nær daglegt brauð,“ segir Guðný. Byrgisspaug í Spaugstofunni Hún nefnir fyrst til sögunnar Spaugstofuna sem var á dagskrá RÚV og Stöðvar 2 í lengri tíma. „Frá því ég var lítil hef ég haft gaman að því að horfa á grínþætti. Fjölskyldan horfði saman á Spaugstofuna sem framan af var stærsta samansafn landsins af pabbabröndurum sem öll gátu hlegið að. En síðan kárnar gamanið þegar horft er á síðari seríur og vitna ég í atriði frá árunum 2005-2006,“ segir Guðný. „Þar er Pálmi Gestsson í gervi Guðmundar í Byrginu, hann situr við tölvu og skrifar eftirfarandi: „Vaknaði í morgun og fékk mér kaffi og ristað brauð. Ætlaði að smyrja brauðið með smjöri en smurði það óvart með smjörsýru. Í kjölfarið var mér nauðgað fjórum sinnum. Ætlaði að kæra en sá að þetta hlaut að flokkast undir líknarstarf. Var nauðgað tvisvar í viðbót í kjölfarið. Misnotaði sjálfan mig í þágu Byrgisins í beinu framhaldi. Rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta er bindandi starf. Framkvæmdi síðan nákvæma læknisskoðun á sjálfum mér með nýja GSM símanum og með þessu móti spara ég gífurlegan lækniskostnað. Hef hugsanlega óvart sent læknisskoðunina sem myndskilaboð.“ Persónulegi trúbadorinn Guðný rifjar upp að Guðmundur í Byrginu hafi fengið þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot þar sem hann braut á konum sem leituðu til hans á erfiðum tímapunkti í lífi sínu. Átta konur kærðu hann fyrir brot en mál fjögurra voru felld niður. „Þetta þótti efni í opnunaratriði Spaugstofunnar á sama tíma og málið var til meðferðar í réttarkerfinu okkar. Þetta mál var eitt það viðamesta sinnar tegunar á þeim tíma og án efa snerti við mörgum persónulega.“ Guðný veltir fyrir sér hvers vegna þjáningu kvenna sé svo oft að finna í gríni. „Meira að segja Fóstbræður gengu svo langt að leika senu þar sem körlum er kennt að beita konurnar sínar líkamlegu ofbeldi svo sjáist ekki á þeim. Helgi persónulegi trúbadorinn söng afsökunarbeiðni til konunnar sinnar fyrir að hafa rotað hana því hann missti stjórn á skapinu sínu. Í texta lagsins segir að nú sé honum runnin reiðin og þegar þátturinn er búinn ætlar hann að koma í Kvennaathvarfið og ná í hana.“ „Á ég kannski að nauðga þér?“ Guðný rifjar upp gamalt lag Tvíhöfða sem Jón Gnarr var spurður út í eftir framboð hans til forsetakosninga í vor. Þar var sungið: „En ég er kominn að skemmta mér, ég vona að enginn nauðgi mér, já ég er kominn að skemmta mér, á ég kannski að nauðga þér?“ Um var að ræða ádeilu á meinta nauðgunarmenningu á Þjóðhátíð. Jón sagðist í viðtali við Morgunblaðið ekki hafa verið að hæðast að fórnarlömbum nauðgana. Tvíhöfði - Þjóðhátíðarlagið Ég er að fara til eyja,eitthvað að hitta peyja.Ég ætla skooo að drekka,bjór og allskonar vín.En ég er kominn að skemmta mér,ég vona að enginn nauðgi mér.Já, ég er kominn að skemmta mér,á ég kannski að nauðga þér.Ég hitti allskonar krakka,og er að gera allskonar.Ég ætla að fara að hlakka,til að koma til eyja - til að deyjaÉg ætla að fara að skemmta mér,ég vona að enginn nauðgi mér.Ertu kominn ég er að skemmta þér,eða ætlar þú að nauðga mér.Í eyjastemningu gaman er,að láta alltaf nauðga sér.Maður er kannski að drekkja sér,þá kemur einhver að nauðga þér.uuuu? að nauðga mér.Þú mátt ekki að semja viðlagið og manst það svo ekkiHvernig er það aftur?tralla lalala skemmta mér,ég vona bara að enginn nauðgi mér.Ég ætla bara að skemmta mér,ekki fara að nauðga mér.Nei ekki fara að nauðga mér,því ég er bara að skemmta mér.Ég er bara strákur að sunnan sem er að skemmta mé „En hvað er svona fyndið við þetta? Það virðist vera mjög íslenskt fyrirbæri í nútíma menningu að syngja um ofbeldi gegn konum og sýna það jafnvel í myndböndum á borð við Flagarann með Steinda Jr. Þar byrlar hann Siggu Kling og fer heim með hana til að nauðga henni. Er það líka fyndið? Að byrla og nauðga? Hvenær hætti ofbeldi að vera ofbeldi og varð að gríni sem fólk hlær að? Húmor verður að orðræðu. Orðræða verður að menningu.“ Ofbeldi í glansbúningi á TikTok Guðný bendir á að ungmenni í dag hafi ekki aðeins alist upp við óminn af fyrrgreindum þáttum heldur fái þau fyrirmyndir á TikTok tala um neyslusögur og ofbeldi sem hafi verið sett í glansbúning. „Var með eina tvítuga í læstri hliðarlegu á áfangaheimili í gærkvöldi í gömlum leðursófa yndislegt kvöld #þakklátur“. „Náði í mína í Konukoti þær eru game í allt“. Þetta geti þau hlustað og horft á allan sólarhringinn, alla daga. „Grín að nauðgunum, deilingar af skjáskotum á samfélagsmiðlum af hótunum um ofbeldi vegna fíkniefnaskulda eru normalíseraðar, ofbeldismennirnir sem vilja alltaf fá að „leiðrétta misskilninginn“ um að þeir séu ofbeldismenn og niðrandi tal um þolendur og femínísta eru allt hlutir sem ýta undir kynbundið ofbeldi. Það er enginn að hlæja lengur, núna er tíminn til að taka ábyrgð og hætta að gera lítið úr ofbeldi!“
Tvíhöfði - Þjóðhátíðarlagið Ég er að fara til eyja,eitthvað að hitta peyja.Ég ætla skooo að drekka,bjór og allskonar vín.En ég er kominn að skemmta mér,ég vona að enginn nauðgi mér.Já, ég er kominn að skemmta mér,á ég kannski að nauðga þér.Ég hitti allskonar krakka,og er að gera allskonar.Ég ætla að fara að hlakka,til að koma til eyja - til að deyjaÉg ætla að fara að skemmta mér,ég vona að enginn nauðgi mér.Ertu kominn ég er að skemmta þér,eða ætlar þú að nauðga mér.Í eyjastemningu gaman er,að láta alltaf nauðga sér.Maður er kannski að drekkja sér,þá kemur einhver að nauðga þér.uuuu? að nauðga mér.Þú mátt ekki að semja viðlagið og manst það svo ekkiHvernig er það aftur?tralla lalala skemmta mér,ég vona bara að enginn nauðgi mér.Ég ætla bara að skemmta mér,ekki fara að nauðga mér.Nei ekki fara að nauðga mér,því ég er bara að skemmta mér.Ég er bara strákur að sunnan sem er að skemmta mé
Kynferðisofbeldi Grín og gaman Heimilisofbeldi Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira