Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar 2. september 2024 13:32 Heimspekingurinn Hannah Arendt skilgreindi fyrirbærið lágkúrulega illsku, sem er af öðrum meiði en sú djöfullega illska sem birtist okkur meðal annars í trúarbrögðum. Undir merkjum djöfullegu illskunnar eru kölski, illir andar, skrímsli, illmenni og allt sem talið er vera í eðli sínu illt. Eftir seinni heimsstyrjöldina fylgdist Arendt með réttarhöldum yfir nasistanum Adolf Eichmann og komst að þeirri niðurstöðu að illska hans væri ekki djöfulleg, heldur væri hann venjulegur maður sem afsakaði illverkin með því að segjast hafa farið eftir skipunum og unnið vinnu sína, í stað þess að hugsa sjálfstætt. Í kjölfarið varði Hannah Arendt löngum stundum í að greina hvernig venjulegt fólk fremur illvirki og/eða lætur hræðilega hluti viðgangast. Í þessu samhengi langar mig að spegla samtíma okkar á tímum þjóðarmorðs í Palestínu þar sem Ísraelar, sumir hverjir afkomendur þeirra sem lifðu af helförina, feta sömu slóð og kvalarar forfeðra þeirra. Lágkúruleg illska nær utan um embættismannaillsku og skriffinnskuillsku, sem sagt þegar við notum kerfi, reglugerðir, vinnureglur eða lög til að réttlæta hvernig við komum fram við aðrar manneskjur. Þegar við afsökum voðaverk og ofbeldi með því að vísa í regluverk í stað þess að nýta þær innbyggðu mælistikur sem samviskan og siðvitundin eru. Í stuttu máli þegar við leyfum okkur að vera ómerkilegar manneskjur. Dæmi um embættismannaillsku í íslensku samfélagi hrannast upp þessa dagana. Fyrra dæmið sem mig langar að nefna er þegar lögreglumenn réðust á mótmælendur í Skuggasundi í maí. Almennir borgarar höfðu komið saman til að mótmæla þjóðarmorði Ísraela á palestínsku þjóðinni og krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir. Nokkrir lögreglumenn á vakt brugðust við með ofbeldisfullum hætti, þeir hrintu konu í jörðina eftir að hafa blindað hana með piparúða og úðuðu því næst frjálslega, af stuttu færi, í andlit manns sem stóð rólegur með lokuð augun og hélt á palestínska fánanum. Á þessari stundu gerðust lögreglumennirnir sekir um lágkúrulega illsku. Þeir voru sjálfsagt sannfærðir um að þeir hafi einungis verið að sinna starfi sínu og voru mögulega í afneitun um hversu hræðilega þeir hegðuðu sér sem manneskjur. Þeir brutu að öllum líkindum engin lög en þeir þurftu alls ekki að ganga svona langt í aðgerðum sínum. Lögreglumönnunum stóð engin raunveruleg ógn af fólkinu sem lagðist í götuna, óvopnað í þeim eina tilgangi að mótmæla hryllingnum sem á sér stað í Palestínu og á sama tíma nýta réttinn til borgaralegrar óhlýðni og friðsamlegra mótmæla. Annað dæmið er nýlegra. Dómsmálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins er í þessum töluðu orðum að undirbúa voðaverk. Brátt mun Yazan, fötluðu ellefu ára barni með lífshættulegan lömunarsjúkdóm vera vísað úr landi út í óvissuna þrátt fyrir að heimaland hans Palestína, sé sundursprengt, þrátt fyrir mótmæli lækna, sérfræðinga í málefnum fatlaðra og málefnum barna og hávær mótmæli almennra borgara sem láta sig málið varða. Fólkið sem ber ábyrgð á þessari brottvísun skýlir sér á bak við plögg eins og Dyflinarreglugerðina. Reglugerð sem er í raun bara viðmið en ekki náttúrulögmál og var aldrei hugsuð sem algild regla sem mætti nota til að brjóta réttindi flóttafólks. Nú á enn og aftur að nota þessa reglugerð til illra verka og óhugnanlegar spurningar liggja í loftinu: Ef fötluðu barni frá stríðshrjáðu landi er vísað í burtu héðan, hvar liggja mörkin? Ef við leyfum þetta, hvað leyfum við næst? Getum við kallað okkur siðmenntað fólk ef þetta eru móttökurnar sem við veitum fötluðu barni í neyð? Til að brottvísunin geti átt sér stað þurfa margir aðilar að taka þátt: Ráðherra og starfsfólk í ráðuneytinu þurfa að heimila verknaðinn, lögreglan mun í framhaldinu framkvæma brottvísunina, flugvallastarfsmenn og starfsfólk flugvélarinnar mun hjálpa til við að fljúga drengnum á brott. Öll munu þau vinna vinnu sína, sinna sínum skyldum. Það er þægilegt fyrir okkur að skrímslavæða fólk eftirá eins og þá menn sem báru höfuðábyrgð á helförinni. Það er ákveðin hugarró sem fylgir því að halda því fram að sumt fólk sé einfaldlega djöfullega illt og skella bara skuldinni á það. Ástæðan fyrir því er sú að þá þurfum við ekki að horfast í augu við okkur sjálf og taka ábyrgð á okkur, fólkinu í kringum okkur og ríkisstjórninni sem gerist sek um lágkúrulega illsku í okkar nafni. Sömu illsku og gerði það að verkum að við vísuðum gyðingum á brott í seinni heimsstyrjöldinni þegar ekkert beið þeirra nema kvalafullur dauðdagi. Þegar venjulegt fólk í Ísrael, á Íslandi og í heiminum öllum leyfir hryllingi að viðgangast án þess að aðhafast neitt erum við ekki djöfulleg skrímsli en við erum samsek í þögninni og aðgerðarleysinu. Stjórnmálamenn keppast nú við að grafa undan flóttafólki og mála það upp sem tortryggilegt í fjölmiðlum. Hátekjufólk á launum frá ríkinu dirfist að láta það út úr sér að kerfið okkar sé komið að þolmörkum. Sama fólk og leyfir gegndarlausum ferðamannaiðnaði að grassera eftirlitslausum með tilheyrandi óhöppum og dauðaslysum. Myndin sem ég sé er rammskökk og lyktar af ömurlegri blöndu af fégræðgi og skorti á mannúð. Nasisminn varð ekki til á einni nóttu heldur í mörgum pínulitlum skrefum þar sem mörkin frá því sem taldist vera eðlilegt voru færð sentimetra eftir sentimetra þar til gyðingar, samkynhneigðir, fatlaðir, rómafólk, sovéskir borgarar, kommúnistar, kaþólskir, slavneskt fólk, menntafólk og byltingarsinnar stóðu frammi fyrir böðlinum, réttindalaus, afmennskuð og réttdræp. Það sem er óskiljanlegt og erfitt að sætta sig við er að margar milljónir almennra borgara leyfðu þessu að viðgangast. Nú á tímum vaxandi haturs og ofbeldis þurfum við nauðsynlega að líta í eigin barm. Ég neita að trúa því að við, fullorðið fólk með aðgang að allri heimsins visku og sögu getum ekki hagað okkur eins og almennilegt fólk og komið í veg fyrir brottvísun barna og tekið almennilega á móti flóttafólki. Okkur ber siðferðisleg skylda til að vernda börn sem leita til okkar, sama hvar þau fæddust. Okkur ber siðferðisleg skylda til að passa að samfélagið sem við búum í verði ekki gróðrastía fyrir lágkúrulega illsku. Höfundur er tónlistarkona og teiknari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Heimspekingurinn Hannah Arendt skilgreindi fyrirbærið lágkúrulega illsku, sem er af öðrum meiði en sú djöfullega illska sem birtist okkur meðal annars í trúarbrögðum. Undir merkjum djöfullegu illskunnar eru kölski, illir andar, skrímsli, illmenni og allt sem talið er vera í eðli sínu illt. Eftir seinni heimsstyrjöldina fylgdist Arendt með réttarhöldum yfir nasistanum Adolf Eichmann og komst að þeirri niðurstöðu að illska hans væri ekki djöfulleg, heldur væri hann venjulegur maður sem afsakaði illverkin með því að segjast hafa farið eftir skipunum og unnið vinnu sína, í stað þess að hugsa sjálfstætt. Í kjölfarið varði Hannah Arendt löngum stundum í að greina hvernig venjulegt fólk fremur illvirki og/eða lætur hræðilega hluti viðgangast. Í þessu samhengi langar mig að spegla samtíma okkar á tímum þjóðarmorðs í Palestínu þar sem Ísraelar, sumir hverjir afkomendur þeirra sem lifðu af helförina, feta sömu slóð og kvalarar forfeðra þeirra. Lágkúruleg illska nær utan um embættismannaillsku og skriffinnskuillsku, sem sagt þegar við notum kerfi, reglugerðir, vinnureglur eða lög til að réttlæta hvernig við komum fram við aðrar manneskjur. Þegar við afsökum voðaverk og ofbeldi með því að vísa í regluverk í stað þess að nýta þær innbyggðu mælistikur sem samviskan og siðvitundin eru. Í stuttu máli þegar við leyfum okkur að vera ómerkilegar manneskjur. Dæmi um embættismannaillsku í íslensku samfélagi hrannast upp þessa dagana. Fyrra dæmið sem mig langar að nefna er þegar lögreglumenn réðust á mótmælendur í Skuggasundi í maí. Almennir borgarar höfðu komið saman til að mótmæla þjóðarmorði Ísraela á palestínsku þjóðinni og krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir. Nokkrir lögreglumenn á vakt brugðust við með ofbeldisfullum hætti, þeir hrintu konu í jörðina eftir að hafa blindað hana með piparúða og úðuðu því næst frjálslega, af stuttu færi, í andlit manns sem stóð rólegur með lokuð augun og hélt á palestínska fánanum. Á þessari stundu gerðust lögreglumennirnir sekir um lágkúrulega illsku. Þeir voru sjálfsagt sannfærðir um að þeir hafi einungis verið að sinna starfi sínu og voru mögulega í afneitun um hversu hræðilega þeir hegðuðu sér sem manneskjur. Þeir brutu að öllum líkindum engin lög en þeir þurftu alls ekki að ganga svona langt í aðgerðum sínum. Lögreglumönnunum stóð engin raunveruleg ógn af fólkinu sem lagðist í götuna, óvopnað í þeim eina tilgangi að mótmæla hryllingnum sem á sér stað í Palestínu og á sama tíma nýta réttinn til borgaralegrar óhlýðni og friðsamlegra mótmæla. Annað dæmið er nýlegra. Dómsmálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins er í þessum töluðu orðum að undirbúa voðaverk. Brátt mun Yazan, fötluðu ellefu ára barni með lífshættulegan lömunarsjúkdóm vera vísað úr landi út í óvissuna þrátt fyrir að heimaland hans Palestína, sé sundursprengt, þrátt fyrir mótmæli lækna, sérfræðinga í málefnum fatlaðra og málefnum barna og hávær mótmæli almennra borgara sem láta sig málið varða. Fólkið sem ber ábyrgð á þessari brottvísun skýlir sér á bak við plögg eins og Dyflinarreglugerðina. Reglugerð sem er í raun bara viðmið en ekki náttúrulögmál og var aldrei hugsuð sem algild regla sem mætti nota til að brjóta réttindi flóttafólks. Nú á enn og aftur að nota þessa reglugerð til illra verka og óhugnanlegar spurningar liggja í loftinu: Ef fötluðu barni frá stríðshrjáðu landi er vísað í burtu héðan, hvar liggja mörkin? Ef við leyfum þetta, hvað leyfum við næst? Getum við kallað okkur siðmenntað fólk ef þetta eru móttökurnar sem við veitum fötluðu barni í neyð? Til að brottvísunin geti átt sér stað þurfa margir aðilar að taka þátt: Ráðherra og starfsfólk í ráðuneytinu þurfa að heimila verknaðinn, lögreglan mun í framhaldinu framkvæma brottvísunina, flugvallastarfsmenn og starfsfólk flugvélarinnar mun hjálpa til við að fljúga drengnum á brott. Öll munu þau vinna vinnu sína, sinna sínum skyldum. Það er þægilegt fyrir okkur að skrímslavæða fólk eftirá eins og þá menn sem báru höfuðábyrgð á helförinni. Það er ákveðin hugarró sem fylgir því að halda því fram að sumt fólk sé einfaldlega djöfullega illt og skella bara skuldinni á það. Ástæðan fyrir því er sú að þá þurfum við ekki að horfast í augu við okkur sjálf og taka ábyrgð á okkur, fólkinu í kringum okkur og ríkisstjórninni sem gerist sek um lágkúrulega illsku í okkar nafni. Sömu illsku og gerði það að verkum að við vísuðum gyðingum á brott í seinni heimsstyrjöldinni þegar ekkert beið þeirra nema kvalafullur dauðdagi. Þegar venjulegt fólk í Ísrael, á Íslandi og í heiminum öllum leyfir hryllingi að viðgangast án þess að aðhafast neitt erum við ekki djöfulleg skrímsli en við erum samsek í þögninni og aðgerðarleysinu. Stjórnmálamenn keppast nú við að grafa undan flóttafólki og mála það upp sem tortryggilegt í fjölmiðlum. Hátekjufólk á launum frá ríkinu dirfist að láta það út úr sér að kerfið okkar sé komið að þolmörkum. Sama fólk og leyfir gegndarlausum ferðamannaiðnaði að grassera eftirlitslausum með tilheyrandi óhöppum og dauðaslysum. Myndin sem ég sé er rammskökk og lyktar af ömurlegri blöndu af fégræðgi og skorti á mannúð. Nasisminn varð ekki til á einni nóttu heldur í mörgum pínulitlum skrefum þar sem mörkin frá því sem taldist vera eðlilegt voru færð sentimetra eftir sentimetra þar til gyðingar, samkynhneigðir, fatlaðir, rómafólk, sovéskir borgarar, kommúnistar, kaþólskir, slavneskt fólk, menntafólk og byltingarsinnar stóðu frammi fyrir böðlinum, réttindalaus, afmennskuð og réttdræp. Það sem er óskiljanlegt og erfitt að sætta sig við er að margar milljónir almennra borgara leyfðu þessu að viðgangast. Nú á tímum vaxandi haturs og ofbeldis þurfum við nauðsynlega að líta í eigin barm. Ég neita að trúa því að við, fullorðið fólk með aðgang að allri heimsins visku og sögu getum ekki hagað okkur eins og almennilegt fólk og komið í veg fyrir brottvísun barna og tekið almennilega á móti flóttafólki. Okkur ber siðferðisleg skylda til að vernda börn sem leita til okkar, sama hvar þau fæddust. Okkur ber siðferðisleg skylda til að passa að samfélagið sem við búum í verði ekki gróðrastía fyrir lágkúrulega illsku. Höfundur er tónlistarkona og teiknari.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun