Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 07:31 Erik ten Hag þykir líklegasti stjórinn til að fá reisupassann, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Getty/James Gill Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur fullan stuðning nýrra manna í æðstu stöðum hjá Manchester United, þrátt fyrir dapurt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. United varð bikarmeistari í vor með sigri á Manchester City, eftir að hafa orðið deildabikarmeistari árið áður, en endaði aðeins í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið steinlá gegn Liverpool á heimavelli á sunnudag, 3-0, og þar með hefur á ný myndast pressa á Ten Hag. Hann er ásamt Sean Dyche hjá Everton talinn líklegastur af veðbönkum til að verða rekinn úr starfi. Ákveðið að halda Ten Hag áður en þeir komu Nýi meðeigandinn hjá United, Sir Jim Ratcliffe, hefur umbylt öllu skipulagi varðandi fótboltatengd málefni félagsins og meðal annars ráðið framkvæmdastjórann Omar Berrada frá Manchester City og Dan Ashworth frá Newcastle sem yfirmann íþróttamála. Þeir Berrada og Ashworth ræddu við fjölmiðla fyrir leikinn við Liverpool og staðfestu að þeir hefðu ekki komið að ákvörðuninni um að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil, en sögðu að sama hvernig færi gegn Liverpool þá hefði Hollendingurinn fullan stuðning þeirra. „Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en við komum en við erum ánægðir með hana,“ sagði Berrada. Omar Berrada, til vinstri á mynd, er nýr framkvæmdastjóri Manchester United.Getty/Eddie Keogh „Erik er með fullan stuðning okkar. Við teljum að hann sé rétti þjálfarinn fyrir okkur. Við höfum unnið náið saman í félagaskiptaglugganum og við vinnum áfram náið með honum til að hjálpa til við að ná sem bestum úrslitum fyrir liðið,“ sagði Berrada. Notið þess í botn að vinna með Ten Hag Ashworth hafði aðeins verið hjá Brighton í þrjá mánuði þegar Chris Hughton var rekinn árið 2019, en vann með sama stjóra, Eddie Howe, alla 19 mánuði sína hjá Newcastle. „Það er mjög sjaldgæft að maður gerist yfirmaður íþróttamála og að það sé enginn knattspyrnustjóri til staðar. Það eina sem ég get sagt er að ítreka að ég hef notið þess í botn að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth. „Starfið mitt er að styðja við hann með öllum mögulegum hætti, hvort sem það snýr að rekstrinum, kaupum á leikmönnum, sjúkra- eða sálfræðimeðferð, eða flæðinu um æfingasvæðið, svo að hann geti einbeitt sér alfarið að æfingavellinum og taktík leikja, til að hámarka árangur fyrir Manchester United,“ sagði Ashworth. Dan Ashworth hefur þurft að gera marga samninga eftir að hann kom til starfa hjá Manchester United í sumar. Hann segir nýjan samning við Bruno Fernandes hafa veirð afar mikilvægan, og nýtur þess að vinna með Erik ten Hag.Getty/Ash Donelon Töldu sig ekki þurfa Sancho Ashworth tók formlega til starfa 1. júlí og áætlar að hafa gert um 32 samninga síðan þá, þegar kaup, sölur og endurnýjun samninga eru talin. Þar á meðal var endurnýjun samnings við fyrirliðann Bruno Fernandes. Enski kantmaðurinn Jadon Sancho var hins vegar látinn fara til Chelsea, að láni með skuldbindingu um kaup eftir 12 mánuði. Ashworth var spurður út í þá ákvörðun. „Við erum ekki að sparka leikmönnum í burtu en þegar þeir telja það betra og það er rétt ákvörðun fyrir þá og okkur, þá þarf að kanna það, hvort sem það er Jadon, Scott [McTominay] eða Aaron [Wan-Bissaka]. Við erum með fjóra virkilega góða kantmenn svo við töldum okkur hafa nægilega breidd í þeirri stöðu, sem auðveldaði okkur ákvörðunina,“ sagði Ashworth. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
United varð bikarmeistari í vor með sigri á Manchester City, eftir að hafa orðið deildabikarmeistari árið áður, en endaði aðeins í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið steinlá gegn Liverpool á heimavelli á sunnudag, 3-0, og þar með hefur á ný myndast pressa á Ten Hag. Hann er ásamt Sean Dyche hjá Everton talinn líklegastur af veðbönkum til að verða rekinn úr starfi. Ákveðið að halda Ten Hag áður en þeir komu Nýi meðeigandinn hjá United, Sir Jim Ratcliffe, hefur umbylt öllu skipulagi varðandi fótboltatengd málefni félagsins og meðal annars ráðið framkvæmdastjórann Omar Berrada frá Manchester City og Dan Ashworth frá Newcastle sem yfirmann íþróttamála. Þeir Berrada og Ashworth ræddu við fjölmiðla fyrir leikinn við Liverpool og staðfestu að þeir hefðu ekki komið að ákvörðuninni um að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil, en sögðu að sama hvernig færi gegn Liverpool þá hefði Hollendingurinn fullan stuðning þeirra. „Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en við komum en við erum ánægðir með hana,“ sagði Berrada. Omar Berrada, til vinstri á mynd, er nýr framkvæmdastjóri Manchester United.Getty/Eddie Keogh „Erik er með fullan stuðning okkar. Við teljum að hann sé rétti þjálfarinn fyrir okkur. Við höfum unnið náið saman í félagaskiptaglugganum og við vinnum áfram náið með honum til að hjálpa til við að ná sem bestum úrslitum fyrir liðið,“ sagði Berrada. Notið þess í botn að vinna með Ten Hag Ashworth hafði aðeins verið hjá Brighton í þrjá mánuði þegar Chris Hughton var rekinn árið 2019, en vann með sama stjóra, Eddie Howe, alla 19 mánuði sína hjá Newcastle. „Það er mjög sjaldgæft að maður gerist yfirmaður íþróttamála og að það sé enginn knattspyrnustjóri til staðar. Það eina sem ég get sagt er að ítreka að ég hef notið þess í botn að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth. „Starfið mitt er að styðja við hann með öllum mögulegum hætti, hvort sem það snýr að rekstrinum, kaupum á leikmönnum, sjúkra- eða sálfræðimeðferð, eða flæðinu um æfingasvæðið, svo að hann geti einbeitt sér alfarið að æfingavellinum og taktík leikja, til að hámarka árangur fyrir Manchester United,“ sagði Ashworth. Dan Ashworth hefur þurft að gera marga samninga eftir að hann kom til starfa hjá Manchester United í sumar. Hann segir nýjan samning við Bruno Fernandes hafa veirð afar mikilvægan, og nýtur þess að vinna með Erik ten Hag.Getty/Ash Donelon Töldu sig ekki þurfa Sancho Ashworth tók formlega til starfa 1. júlí og áætlar að hafa gert um 32 samninga síðan þá, þegar kaup, sölur og endurnýjun samninga eru talin. Þar á meðal var endurnýjun samnings við fyrirliðann Bruno Fernandes. Enski kantmaðurinn Jadon Sancho var hins vegar látinn fara til Chelsea, að láni með skuldbindingu um kaup eftir 12 mánuði. Ashworth var spurður út í þá ákvörðun. „Við erum ekki að sparka leikmönnum í burtu en þegar þeir telja það betra og það er rétt ákvörðun fyrir þá og okkur, þá þarf að kanna það, hvort sem það er Jadon, Scott [McTominay] eða Aaron [Wan-Bissaka]. Við erum með fjóra virkilega góða kantmenn svo við töldum okkur hafa nægilega breidd í þeirri stöðu, sem auðveldaði okkur ákvörðunina,“ sagði Ashworth.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira