Af hverju bíður barnið? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 3. september 2024 07:31 Voveiflegir atburðir hafa gerst í okkar samfélagi. Megi þau óafturkræfu áföll sem orðið hafa verða til raunverulegra samfélagslegra breytinga. Við höfum talað um geðheilbrigðismál barna og fullorðinna árum og áratugum saman. Þrátt fyrir veljvilja flestra breytist allt of lítið og of hægt. Af hverju er það þannig að ekkert barn bíður þess að byrja í fyrsta bekk, öll börn sem greinast með lífsógnandi sjúkdóma eins og krabbamein fá meðferð og ekkert beinbrotið barn hefur beðið dögum, vikum eða árum saman eftir að fá gifs? Velferðarsamfélag okkar er þannig úr garði gert að barninu er tryggð skólavist og viðeigandi heilbrigðisþjónusta vegna líkamlegra sjúkdóma og kvilla. Hvernig stendur á því að barn sem stendur höllum fæti vegna taugaþroskavanda, þroskaskerðingar, málhömlunar, félagslegra erfiðleika, tilfinningavanda, geðræns vanda eða annars bíður dögum, vikum og árum saman eftir viðeigandi aðstoð og stuðningi? Hvers vegna? Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn. Af hverju er það regla frekar en undantekning að börn og fullorðin bíði á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu? Minnum okkur á að biðlistar eru samfélagsleg smíð. Við höfum ákveðið að framboð þjónustunnar sé með þessum hætti og af þessu magni. Við höfum forgangsraðað öðru framar á fjárlögum og í okkar samfélagi. Af hverju er það regla frekar en undanteking að þau sem sinna börnunum okkar og hafa gríðarleg áhrif á þau þurfa að gera það fyrst og fremst af hugsjón? Þau sem sinna peningunum okkar fá hins vegar oftar en ekki væna fjárhagslega umbun fyrir starfann? Það er líka samfélagsleg smíð. Því miður geta þau bágu kjör og álag sem fagfólkinu sem koma að börnunum okkar stendur til boða haft þau áhrif að meiri mannabreytingar verði en æskilegt er og það bitnar á börnunum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þau börn sem standa verst geta góð tengsl við eina fullorðna manneskju, jafnvel starfsmann skóla eins og kennara, skipt sköpum fyrir horfur barnsins. Kjaramál og starfsumhverfi fagfólks sem kemur að börnum eru samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að það kostar foreldra tugi og hundruði þúsunda að leyfa barninu sínu að stunda íþróttir meðal annars vegna þess að stanslaust þarf að vera að kaupa nýja búninga svo sem í fimleikum eða fótbolta eða greiða dýrar keppnisferðir? Því miður hefur það þau áhrif að börnin sem kannski helst þurfa á því að halda missa af lestinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir börn að stunda íþróttir. Þetta er líka samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að foreldrar sem glíma við eigin vandamál sitja líka föst á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu sem hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að veita börnum sínum það sem hvert og eitt okkar vill veita sínum börnum, veislu í farangurinn út í lífið. Það er líka samfélagsleg smíð okkar. Vitur sálfræðingur sem ég þekki sagði eitt sinn, „betra er heilt en vel gróið“. Forvarnir eru allt. Lítum inn á við og veltum fyrir okkur hvers vegna er samfélag okkar svona smíðað og getum við breytt einhverju? Megi slík samfélagsleg breyting veita þúsundum lítilla ljósa von og lýsa upp minningu um líf og ljós Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Að lokum. Verum góð við hvert annað. Í stað þess að segja „ekki vera aumingi“ skulum við segja „mér er ekki sama um þig, er allt í lagi? Get ég gert eitthvað fyrir þig“?. Þetta byrjar og endar hjá okkur. Við erum öll i þessu saman. Höfundur er sérfræðingur i klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Voveiflegir atburðir hafa gerst í okkar samfélagi. Megi þau óafturkræfu áföll sem orðið hafa verða til raunverulegra samfélagslegra breytinga. Við höfum talað um geðheilbrigðismál barna og fullorðinna árum og áratugum saman. Þrátt fyrir veljvilja flestra breytist allt of lítið og of hægt. Af hverju er það þannig að ekkert barn bíður þess að byrja í fyrsta bekk, öll börn sem greinast með lífsógnandi sjúkdóma eins og krabbamein fá meðferð og ekkert beinbrotið barn hefur beðið dögum, vikum eða árum saman eftir að fá gifs? Velferðarsamfélag okkar er þannig úr garði gert að barninu er tryggð skólavist og viðeigandi heilbrigðisþjónusta vegna líkamlegra sjúkdóma og kvilla. Hvernig stendur á því að barn sem stendur höllum fæti vegna taugaþroskavanda, þroskaskerðingar, málhömlunar, félagslegra erfiðleika, tilfinningavanda, geðræns vanda eða annars bíður dögum, vikum og árum saman eftir viðeigandi aðstoð og stuðningi? Hvers vegna? Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn. Af hverju er það regla frekar en undantekning að börn og fullorðin bíði á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu? Minnum okkur á að biðlistar eru samfélagsleg smíð. Við höfum ákveðið að framboð þjónustunnar sé með þessum hætti og af þessu magni. Við höfum forgangsraðað öðru framar á fjárlögum og í okkar samfélagi. Af hverju er það regla frekar en undanteking að þau sem sinna börnunum okkar og hafa gríðarleg áhrif á þau þurfa að gera það fyrst og fremst af hugsjón? Þau sem sinna peningunum okkar fá hins vegar oftar en ekki væna fjárhagslega umbun fyrir starfann? Það er líka samfélagsleg smíð. Því miður geta þau bágu kjör og álag sem fagfólkinu sem koma að börnunum okkar stendur til boða haft þau áhrif að meiri mannabreytingar verði en æskilegt er og það bitnar á börnunum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þau börn sem standa verst geta góð tengsl við eina fullorðna manneskju, jafnvel starfsmann skóla eins og kennara, skipt sköpum fyrir horfur barnsins. Kjaramál og starfsumhverfi fagfólks sem kemur að börnum eru samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að það kostar foreldra tugi og hundruði þúsunda að leyfa barninu sínu að stunda íþróttir meðal annars vegna þess að stanslaust þarf að vera að kaupa nýja búninga svo sem í fimleikum eða fótbolta eða greiða dýrar keppnisferðir? Því miður hefur það þau áhrif að börnin sem kannski helst þurfa á því að halda missa af lestinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir börn að stunda íþróttir. Þetta er líka samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að foreldrar sem glíma við eigin vandamál sitja líka föst á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu sem hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að veita börnum sínum það sem hvert og eitt okkar vill veita sínum börnum, veislu í farangurinn út í lífið. Það er líka samfélagsleg smíð okkar. Vitur sálfræðingur sem ég þekki sagði eitt sinn, „betra er heilt en vel gróið“. Forvarnir eru allt. Lítum inn á við og veltum fyrir okkur hvers vegna er samfélag okkar svona smíðað og getum við breytt einhverju? Megi slík samfélagsleg breyting veita þúsundum lítilla ljósa von og lýsa upp minningu um líf og ljós Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Að lokum. Verum góð við hvert annað. Í stað þess að segja „ekki vera aumingi“ skulum við segja „mér er ekki sama um þig, er allt í lagi? Get ég gert eitthvað fyrir þig“?. Þetta byrjar og endar hjá okkur. Við erum öll i þessu saman. Höfundur er sérfræðingur i klínískri sálfræði.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun