Íbúar og ferðaþjónusta í sátt? Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 3. september 2024 14:03 Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins. Langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar skiptir því miklu til að tryggja sátt milli íbúa, atvinnulífs og ferðamannanna sjálfra. Íbúar þurfa að vera sáttir við hvernig umhverfi þeirra þróast. Til að fylgjast með stöðu þessara mála lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gera könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf þeirra til ferðamanna. Könnunin fór fram vorið 2024 og sýna niðurstöður hennar að þrátt fyrir að ánægja íbúa gagnvart ferðamönnum minnki frá síðustu árum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á því að ferðamenn séu vingjarnlegir og kurteisir. Athyglisverðar niðurstöður Kannanir á sama grunni hafa verið gerðar síðan 2015 og hafa þær sýnt sveiflur í afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa í þeirra garð. Á þeim árum mældist ánægja þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu með ferðamenn svipuð og nú. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Þá sögðust 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Í ár segjast 66% íbúa jákvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er meirihluti aðspurðra þeirrar skoðunar að ferðamenn hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Heil 73% aðspurða segja ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á efnahaginn, sem er þó lægri tala en síðustu ár, en mjög svipuð tala og árið 2019. Að sama skapi eru íbúar höfuðborgarsvæðisins þeirrar skoðunar að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti þjónustu svo sem verslun, afþreyingu og framboð veitingaþjónustu. Alls telja til að mynda rúmlega 80% aðspurða að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á fjölda og þjónustu veitingastaða. Samstarfsvettvangur mikilvægur Það er mikilvægt að til sé vettvangur þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stilla saman strengi. Samstarfsvettvangur sem býður upp á umræðu um gildi og þróun áfangastaðarins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið. Að henni standa sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes sem og ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar á svæðinu. Stofan var stofnuð fyrir um ári síðan og er hlutverk hennar að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild ásamt því að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Stofan tók við völdum verkefnum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar sem áður sá til að mynda um framkvæmd hinnar árlegu könnunar um afstöðu íbúa til ferðamanna. Samtal við íbúaEitt meginhlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að efla samstarf um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við munum því nýta þessi gögn í okkar vinnu á komandi misserum. Við munum skoða með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.Sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar skiptir gríðarlegu máli ef tryggja á sjálfbærni áfangastaðarins. Sjálfbærni er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu og hornsteinn þróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í félagi við okkar hagaðila munum leggja okkur fram við þetta mikilvæga verkefni og vinna sem best að framgangi þess.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins. Langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar skiptir því miklu til að tryggja sátt milli íbúa, atvinnulífs og ferðamannanna sjálfra. Íbúar þurfa að vera sáttir við hvernig umhverfi þeirra þróast. Til að fylgjast með stöðu þessara mála lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gera könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf þeirra til ferðamanna. Könnunin fór fram vorið 2024 og sýna niðurstöður hennar að þrátt fyrir að ánægja íbúa gagnvart ferðamönnum minnki frá síðustu árum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á því að ferðamenn séu vingjarnlegir og kurteisir. Athyglisverðar niðurstöður Kannanir á sama grunni hafa verið gerðar síðan 2015 og hafa þær sýnt sveiflur í afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa í þeirra garð. Á þeim árum mældist ánægja þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu með ferðamenn svipuð og nú. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Þá sögðust 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Í ár segjast 66% íbúa jákvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er meirihluti aðspurðra þeirrar skoðunar að ferðamenn hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Heil 73% aðspurða segja ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á efnahaginn, sem er þó lægri tala en síðustu ár, en mjög svipuð tala og árið 2019. Að sama skapi eru íbúar höfuðborgarsvæðisins þeirrar skoðunar að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti þjónustu svo sem verslun, afþreyingu og framboð veitingaþjónustu. Alls telja til að mynda rúmlega 80% aðspurða að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á fjölda og þjónustu veitingastaða. Samstarfsvettvangur mikilvægur Það er mikilvægt að til sé vettvangur þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stilla saman strengi. Samstarfsvettvangur sem býður upp á umræðu um gildi og þróun áfangastaðarins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið. Að henni standa sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes sem og ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar á svæðinu. Stofan var stofnuð fyrir um ári síðan og er hlutverk hennar að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild ásamt því að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Stofan tók við völdum verkefnum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar sem áður sá til að mynda um framkvæmd hinnar árlegu könnunar um afstöðu íbúa til ferðamanna. Samtal við íbúaEitt meginhlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að efla samstarf um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við munum því nýta þessi gögn í okkar vinnu á komandi misserum. Við munum skoða með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.Sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar skiptir gríðarlegu máli ef tryggja á sjálfbærni áfangastaðarins. Sjálfbærni er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu og hornsteinn þróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í félagi við okkar hagaðila munum leggja okkur fram við þetta mikilvæga verkefni og vinna sem best að framgangi þess.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun