Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin Tatjana Latinovic skrifar 3. september 2024 10:03 Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD. Góð dagvistunarúrræði á verði sem venjulegt fólk ræður við er forsenda þess að konur taki í raunverulegu mæli þátt í atvinnulífinu. Uppbygging leikskólakerfis á Íslandi hófst á áttunda áratugnum með tvíþætt markmið – að veita börnum bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði og að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Það er þess vegna sem dagvistunarúrræði eru mikilvægt jafnréttistól og allar breytingar á þeim ber því að skoða sérstaklega vel með tilliti til mismunandi áhrifa á kynin. Kópavogsmódelið Kópavogsbær gerði viðamiklar breytingar í leikskólamálum sl. haust sem snúast aðallega um það að draga úr vistunartíma barna með gjaldskrárhækkunum og auknum lokunum. Þetta er að sögn til að bregðast við ófremdarástandi á leikskólum bæjarins þar sem mannekla og erfið starfsskilyrði hafa torveldað faglegt leikskólastarf. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands styður kjarabaráttu leikskólakennara en telur að til séu aðrar leiðir til að gera leikskóla að eftirsóknarverðum vinnustað en að skerða þjónustu og þannig velta vandanum yfir á foreldra ungra barna. Eftir breytingar samkvæmt hinu svokallaða Kópavogsmódeli hefur formlegum lokunardögum í leikskólaum í Kópavogi fjölgað í 37 daga á ári og fyrir 6,5 klst. vistun þarf nú að greiða sama gjald og fyrir 8,25 klst. í Reykjavík. Fyrir fólk í fullri vinnu með 27 daga sumarfrí og 7,5 klst. vinnudag er ljóst að foreldrar neyðast til að taka að sér hlutastörf, draga úr vinnuframlagi sínu á annan hátt, eða greiða mun hærri gjöld. Jafnréttisvinkilinn vantar Það er því að mati Kvenréttindafélagsins verið að grafa undir ofangreindu sambandi milli dagvistunar og kynjajafnréttis, enda þurfa foreldrar í stöðu þessari ennþá að brúa umönnunarbilið, þó að barnið sé komið á leikskóla. Í skýrslu starfshóps sem breytingar á leikskólamálum í Kópavogi byggir á er ekki minnst einu orði á mæður, konur eða jafnrétti og því ljóst að þær viðamiklu breytingar voru gerðar án þess að rýna þær út frá kynjasjónarmiðum. Íslenskar rannsóknir sýna að konur taka meiri umönnunarbyrði á sig en karlar. Því er raunveruleg hætta á að Kópavogsmódelið leiði til þess að konur minnki aðkomu sína enn frekar að vinnumarkaðnum. Þetta endurspeglast í ályktun miðstjórnar ASÍ frá 2023 þar sem skýrt er tekið fram að breytingar eins og Kópavogsmódelið byggir á hafi neikvæð áhrif á stöðu kynjanna og að með aðgerðunum varpi sveitafélög mannekluvanda leikskóla yfir á foreldra, þá einkum mæður. Þá hefur Kópavogsbær tekið upp heimgreiðslur til þess að brúa umönnunarbilið en þær greiðslur koma verst niður á börnum með innflytjendabakgrunn og mæðrum þeirra. Með þeim er beinlínis verið að búa til hvata til að halda konum frá vinnumarkaði, með tilheyrandi tekjutapi út lífið. „Kópavogsmódelið“ er ekki rétta leiðin Á meðan ekki eru gerðar neinar tilraunir til að jafna byrði sem Kópavogsbær leggur á foreldra með tilliti til kyns, er ljóst að gjaldskrárhækkanir og skerðing á þjónustu leikskóla í Kópavogi sem og heimgreiðslur munu til langs tíma bitna verst á mæðrum og hamla möguleikum þeirra í atvinnulífinu. Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma. Augljóst er að þörf er á samstilltu átaki í dagvistunarmálum og Kópavogsbær er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við mönnunarvanda í leikskólum. Svarið er ekki að draga úr þjónustu og velta kostnaði yfir á foreldra, með tilheyrandi auknu álagi á barnafjölskyldur og sér í lagi mæður. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í átak að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks, skapa nýjum foreldrum góð lífsskilyrði og sjá til þess að Ísland haldi áfram að þróast sem jafnréttissamfélag. Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands og skrifar fyrir hönd stjórnar þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Kópavogur Leikskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD. Góð dagvistunarúrræði á verði sem venjulegt fólk ræður við er forsenda þess að konur taki í raunverulegu mæli þátt í atvinnulífinu. Uppbygging leikskólakerfis á Íslandi hófst á áttunda áratugnum með tvíþætt markmið – að veita börnum bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði og að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Það er þess vegna sem dagvistunarúrræði eru mikilvægt jafnréttistól og allar breytingar á þeim ber því að skoða sérstaklega vel með tilliti til mismunandi áhrifa á kynin. Kópavogsmódelið Kópavogsbær gerði viðamiklar breytingar í leikskólamálum sl. haust sem snúast aðallega um það að draga úr vistunartíma barna með gjaldskrárhækkunum og auknum lokunum. Þetta er að sögn til að bregðast við ófremdarástandi á leikskólum bæjarins þar sem mannekla og erfið starfsskilyrði hafa torveldað faglegt leikskólastarf. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands styður kjarabaráttu leikskólakennara en telur að til séu aðrar leiðir til að gera leikskóla að eftirsóknarverðum vinnustað en að skerða þjónustu og þannig velta vandanum yfir á foreldra ungra barna. Eftir breytingar samkvæmt hinu svokallaða Kópavogsmódeli hefur formlegum lokunardögum í leikskólaum í Kópavogi fjölgað í 37 daga á ári og fyrir 6,5 klst. vistun þarf nú að greiða sama gjald og fyrir 8,25 klst. í Reykjavík. Fyrir fólk í fullri vinnu með 27 daga sumarfrí og 7,5 klst. vinnudag er ljóst að foreldrar neyðast til að taka að sér hlutastörf, draga úr vinnuframlagi sínu á annan hátt, eða greiða mun hærri gjöld. Jafnréttisvinkilinn vantar Það er því að mati Kvenréttindafélagsins verið að grafa undir ofangreindu sambandi milli dagvistunar og kynjajafnréttis, enda þurfa foreldrar í stöðu þessari ennþá að brúa umönnunarbilið, þó að barnið sé komið á leikskóla. Í skýrslu starfshóps sem breytingar á leikskólamálum í Kópavogi byggir á er ekki minnst einu orði á mæður, konur eða jafnrétti og því ljóst að þær viðamiklu breytingar voru gerðar án þess að rýna þær út frá kynjasjónarmiðum. Íslenskar rannsóknir sýna að konur taka meiri umönnunarbyrði á sig en karlar. Því er raunveruleg hætta á að Kópavogsmódelið leiði til þess að konur minnki aðkomu sína enn frekar að vinnumarkaðnum. Þetta endurspeglast í ályktun miðstjórnar ASÍ frá 2023 þar sem skýrt er tekið fram að breytingar eins og Kópavogsmódelið byggir á hafi neikvæð áhrif á stöðu kynjanna og að með aðgerðunum varpi sveitafélög mannekluvanda leikskóla yfir á foreldra, þá einkum mæður. Þá hefur Kópavogsbær tekið upp heimgreiðslur til þess að brúa umönnunarbilið en þær greiðslur koma verst niður á börnum með innflytjendabakgrunn og mæðrum þeirra. Með þeim er beinlínis verið að búa til hvata til að halda konum frá vinnumarkaði, með tilheyrandi tekjutapi út lífið. „Kópavogsmódelið“ er ekki rétta leiðin Á meðan ekki eru gerðar neinar tilraunir til að jafna byrði sem Kópavogsbær leggur á foreldra með tilliti til kyns, er ljóst að gjaldskrárhækkanir og skerðing á þjónustu leikskóla í Kópavogi sem og heimgreiðslur munu til langs tíma bitna verst á mæðrum og hamla möguleikum þeirra í atvinnulífinu. Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma. Augljóst er að þörf er á samstilltu átaki í dagvistunarmálum og Kópavogsbær er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við mönnunarvanda í leikskólum. Svarið er ekki að draga úr þjónustu og velta kostnaði yfir á foreldra, með tilheyrandi auknu álagi á barnafjölskyldur og sér í lagi mæður. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í átak að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks, skapa nýjum foreldrum góð lífsskilyrði og sjá til þess að Ísland haldi áfram að þróast sem jafnréttissamfélag. Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands og skrifar fyrir hönd stjórnar þess.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun