Innlent

Segja kílómetragjald koma illa niður á tækjulægri hópum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing hjá ASÍ sem gagnrýnir fyrirhugað kílómetragjald á alla bíla harðlega. 

Auður Alfa Ólafsdóttir hjá ASÍ bendir á að breytingarnar muni koma verst niður á þeim tekjulægstu auk þess hún óttast að ólíufélögin komi til með að nýta tækifærið og auka gróðann.

Þá verður rætt við ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem segir slæmt gengi flokksins í könnunum útskýrast af því að flokkurinn hafi þurft að lúffa í of mörgum málum í ríkisstjórninni.

Einnig tökum við stöðuna á gosinu á Reykjanesi en enn eru engir innviðir í hættu að sögn sérfræðings.

Í íþróttapakkanum verður fjallað um árangur Sonju Sigurðardóttur á Ólympíuleikunum í morgun og hitað upp fyrir leik Breiðabliks sem keppir í forkeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 3. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×