Er allt í gulu? Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 4. september 2024 08:02 Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Að jafnaði er rætt um þrjú stig forvarna, fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvarnir eru þær forvarnir sem ætlað er að koma í veg fyrir að vandamál verði til. Augljóst dæmi um fyrsta stigs forvarnir eru ýmsar bólusetningar sem hafa bætt lífslíkur stórkostlega en öryggisbelti í bílum eru líka dæmi um fyrsta stigs forvarnir sem hafa skilað árangri í að draga úr heilsutjóni. Heilbrigður lífstíll, hreyfing, góður svefn og hæfileg líkamsrækt eru líka allt dæmi um mikilvægar fyrsta stigs forvarnir sem hefur verið sýnt fram á að geta haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan. Annars stigs forvarnir eru þær forvarnir sem miða að því að greina sjúkdóm eða vanda snemma og veita meðferð til að koma í veg fyrir alvarlegri skaða seinna meir. Ýmsar skimanir eins og skimanir fyrir algengum en hættulegum krabbameinum eru dæmi um vel heppnaðar annars stigs forvarnir en árangur hvílir þó á því að fólk nýti sér þau úrræði sem eru í boði. Til að nýta úrræði verðum við að þekkja þau og vita að þau eru til staðar. Loks eru þriðja stigs forvarnir en þar undir falla meðal annars hæfing og endurhæfing eftir sjúkdóm eða slys sem ætlað er að auka lífsgæði og bæta starfsorku til dæmis til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á örorku. Margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vel útfærðar forvarnir á öllum stigum eru ábatasamar fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Af skilgreiningunum hér að framan má líka sjá að þegar vel tekst til geta forvarnir á fyrsta stigi skilað miklum ávinningi fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem getur fylgt þriðja stigs forvörnum. Það breytir því ekki að ávinningur af árangursríkum forvörnum á öllum stigum er mikill hvort sem horft er til fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga vegna þess að stundum er aðeins horft í kostnaðinn við þriðja stigs forvarnir án þess að taka með í reikninginn hversu mikill ávinningur er af því að koma í veg fyrir örorku. Þannig getur væntur ávinningur af þriðja stigs forvörnum réttlætt háan kostnað. Kostnaður samfélagsins af því þegar þriðja stigs forvarnir bregðast eða eru ekki til staðar getur líka verið mjög hár eins og nýleg dæmi sýna. Segja má að allt sem við gerum til að bæta andlega líðan okkar og annarra sé einhvers konar sjálfsvígsforvarnir. Fyrirbyggjandi lífstíll, góðar svefnvenjur, vinatengsl, að láta sér annt um náungan, að þekkja einkenni vanlíðunar og sjálfsvígshugsana, að geta tekist á við áföll af æðruleysi og styrk og margt fleira eru dæmi um mikilvægar forvarnir sem við getum sjálf tileinkað okkur í báráttunni gegn sjálfsvígum og vanlíðan. Framlag Sálfræðingafélag Íslands til Guls septembers í ár er röð fræðsluerinda sem félagið stendur fyrir í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Næstu fimm fimmtudagshádegi verða í boði stutt fræðsluerindi um ýmislegt sem við getum sjálf gert til að styðja við góða líðan. Allar upplýsingar um erindin er að finna á heimasíðu sálfræðingafélagsins, www.sal.is og á Facebook síðu félagsins, www.facebook.com/salfraedingafelagislands/. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Að jafnaði er rætt um þrjú stig forvarna, fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvarnir eru þær forvarnir sem ætlað er að koma í veg fyrir að vandamál verði til. Augljóst dæmi um fyrsta stigs forvarnir eru ýmsar bólusetningar sem hafa bætt lífslíkur stórkostlega en öryggisbelti í bílum eru líka dæmi um fyrsta stigs forvarnir sem hafa skilað árangri í að draga úr heilsutjóni. Heilbrigður lífstíll, hreyfing, góður svefn og hæfileg líkamsrækt eru líka allt dæmi um mikilvægar fyrsta stigs forvarnir sem hefur verið sýnt fram á að geta haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan. Annars stigs forvarnir eru þær forvarnir sem miða að því að greina sjúkdóm eða vanda snemma og veita meðferð til að koma í veg fyrir alvarlegri skaða seinna meir. Ýmsar skimanir eins og skimanir fyrir algengum en hættulegum krabbameinum eru dæmi um vel heppnaðar annars stigs forvarnir en árangur hvílir þó á því að fólk nýti sér þau úrræði sem eru í boði. Til að nýta úrræði verðum við að þekkja þau og vita að þau eru til staðar. Loks eru þriðja stigs forvarnir en þar undir falla meðal annars hæfing og endurhæfing eftir sjúkdóm eða slys sem ætlað er að auka lífsgæði og bæta starfsorku til dæmis til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á örorku. Margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vel útfærðar forvarnir á öllum stigum eru ábatasamar fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Af skilgreiningunum hér að framan má líka sjá að þegar vel tekst til geta forvarnir á fyrsta stigi skilað miklum ávinningi fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem getur fylgt þriðja stigs forvörnum. Það breytir því ekki að ávinningur af árangursríkum forvörnum á öllum stigum er mikill hvort sem horft er til fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga vegna þess að stundum er aðeins horft í kostnaðinn við þriðja stigs forvarnir án þess að taka með í reikninginn hversu mikill ávinningur er af því að koma í veg fyrir örorku. Þannig getur væntur ávinningur af þriðja stigs forvörnum réttlætt háan kostnað. Kostnaður samfélagsins af því þegar þriðja stigs forvarnir bregðast eða eru ekki til staðar getur líka verið mjög hár eins og nýleg dæmi sýna. Segja má að allt sem við gerum til að bæta andlega líðan okkar og annarra sé einhvers konar sjálfsvígsforvarnir. Fyrirbyggjandi lífstíll, góðar svefnvenjur, vinatengsl, að láta sér annt um náungan, að þekkja einkenni vanlíðunar og sjálfsvígshugsana, að geta tekist á við áföll af æðruleysi og styrk og margt fleira eru dæmi um mikilvægar forvarnir sem við getum sjálf tileinkað okkur í báráttunni gegn sjálfsvígum og vanlíðan. Framlag Sálfræðingafélag Íslands til Guls septembers í ár er röð fræðsluerinda sem félagið stendur fyrir í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Næstu fimm fimmtudagshádegi verða í boði stutt fræðsluerindi um ýmislegt sem við getum sjálf gert til að styðja við góða líðan. Allar upplýsingar um erindin er að finna á heimasíðu sálfræðingafélagsins, www.sal.is og á Facebook síðu félagsins, www.facebook.com/salfraedingafelagislands/. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun