Biður forseta um breytt fyrirkomulag á skólamáltíðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 19:18 Oddur Bjarni vill funda með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að kynna hugmyndina sína betur. Vilhelm/Aðsend Nemandi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum leggur til að að grunnskólar landsins taki upp staðlaðan vikumatseðil. Slíkt segir hann myndu koma í veg fyrir matarsóun og að hann lendi í því að fá sama matinn í hádegis- og kvöldmat. Hann býður forseta Íslands á fund sinn til að kynna hugmyndina betur og vita hvort hún geti komið henni áleiðis. „Ég var í spænskuskóla í sumar og kynntist þar stelpu frá Þýskalandi. Í hennar skóla er alltaf sama tegund af mat á vissum degi, t.d. fiskur á fimmtudögum og vegan á þriðjudögum,“ segir í aðsendri grein Odds Bjarna Bergvinssonar, fimmtán ára nemanda í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í gær. Hann leggur til að allir grunnskólar landsins taki upp svokallaðan SKVÓP-matseðil. Staðlaðan matseðil skólamáltíða. Mat hent eins og rusli Nú þegar skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar segir Oddur Bjarni mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ekki í mat að óþörfu. Sé matseðillinn staðlaður, viti foreldrar hvenær þeir eigi að skrá börnin sín í mat og hvenær þau vilji frekar nesti. Þá þyki honum að eigin sögn ömurlegt að lenda í að fá sama matinn í hádegismat og í kvöldmat. „Ef það er kjúklingaborgari í hádeginu þá er það geggjað. En ef það er líka kjúklingaborgari heima er ég bara, eeeeh,“ segir Oddur Bjarni. Hugmyndin spretti ekki síst út frá umhverfissjónarmiðum. „Það er svo ógeðslega mikil matarsóun í skólum. Matnum er hent eins og hann sé bara rusl,“ segir Oddur. En hvað þýðir SKVÓP? „Þetta er skammstöfun á réttunum sem eru í matinn á hverjum degi,“ útskýrir hann. Vikumatseðilinn yrði því eftirfarandi: Mánudagur: Sjávarréttur, fiskur Þriðjudagur: Kjöt Miðvikudagur: Vegan Fimmtudagur: Ódýr matur, eða spónamatur Föstudagur: Partýmatur, pítsa, hamborgari eða takkó. Heldur í vonina Oddur Bjarni er í tíunda bekk og þarf því að hafa hraðar hendur ef hann vill sjá breytingarnar ganga í gegn meðan hann er enn í grunnskóla. Aðspurður segist hann alveg til í að berjast fyrir málstaðnum þrátt fyrir að hann muni líklega ekki njóta góðs af breytingunum. „Ég er búin að senda forsetanum bréf og það er móttekið,“ segir Oddur. Í grein sinni í Morgunblaðinu biður hann Höllu um að koma hugmyndinni áleiðis. Ertu bjartsýnn á að fá svar? „Vonin er að deyja hægt og rólega en ég ætla að vera sterkur og tékka á email-inu mínu á hverjum degi. Helst reyna að fá fund með forsetanum til að kynna hugmyndina formlega.“ Skóla- og menntamál Vestmannaeyjar Matur Grunnskólar Krakkar Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Ég var í spænskuskóla í sumar og kynntist þar stelpu frá Þýskalandi. Í hennar skóla er alltaf sama tegund af mat á vissum degi, t.d. fiskur á fimmtudögum og vegan á þriðjudögum,“ segir í aðsendri grein Odds Bjarna Bergvinssonar, fimmtán ára nemanda í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í gær. Hann leggur til að allir grunnskólar landsins taki upp svokallaðan SKVÓP-matseðil. Staðlaðan matseðil skólamáltíða. Mat hent eins og rusli Nú þegar skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar segir Oddur Bjarni mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ekki í mat að óþörfu. Sé matseðillinn staðlaður, viti foreldrar hvenær þeir eigi að skrá börnin sín í mat og hvenær þau vilji frekar nesti. Þá þyki honum að eigin sögn ömurlegt að lenda í að fá sama matinn í hádegismat og í kvöldmat. „Ef það er kjúklingaborgari í hádeginu þá er það geggjað. En ef það er líka kjúklingaborgari heima er ég bara, eeeeh,“ segir Oddur Bjarni. Hugmyndin spretti ekki síst út frá umhverfissjónarmiðum. „Það er svo ógeðslega mikil matarsóun í skólum. Matnum er hent eins og hann sé bara rusl,“ segir Oddur. En hvað þýðir SKVÓP? „Þetta er skammstöfun á réttunum sem eru í matinn á hverjum degi,“ útskýrir hann. Vikumatseðilinn yrði því eftirfarandi: Mánudagur: Sjávarréttur, fiskur Þriðjudagur: Kjöt Miðvikudagur: Vegan Fimmtudagur: Ódýr matur, eða spónamatur Föstudagur: Partýmatur, pítsa, hamborgari eða takkó. Heldur í vonina Oddur Bjarni er í tíunda bekk og þarf því að hafa hraðar hendur ef hann vill sjá breytingarnar ganga í gegn meðan hann er enn í grunnskóla. Aðspurður segist hann alveg til í að berjast fyrir málstaðnum þrátt fyrir að hann muni líklega ekki njóta góðs af breytingunum. „Ég er búin að senda forsetanum bréf og það er móttekið,“ segir Oddur. Í grein sinni í Morgunblaðinu biður hann Höllu um að koma hugmyndinni áleiðis. Ertu bjartsýnn á að fá svar? „Vonin er að deyja hægt og rólega en ég ætla að vera sterkur og tékka á email-inu mínu á hverjum degi. Helst reyna að fá fund með forsetanum til að kynna hugmyndina formlega.“
Skóla- og menntamál Vestmannaeyjar Matur Grunnskólar Krakkar Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira