Bamba var starfsmaður hjá tyrkneska félaginu Adanaspor er hann lést.
Varnarmaðurinn lék bæði fyrir Cardiff og Leeds og því vel við hæfi að hann sé heiðraður á þessum leik.
Bamba fór víða á ferlinum en hann lék einnig með PSG, Dunfermline, Hibernian, Leicester, Trabzonspor, Palermo og Middlesbrough.
Fílbeinsstrendingurinn lék yfir 50 leiki fyrir Leeds á sínum tíma og svo yfir 100 leiki fyrir Cardiff.