Fótbolti

Dag­skráin í dag: Blika­konur í Meistara­deild og slagur smá­þjóða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikakonur eru á heimavelli og hafa sett stefnuna á það að vinna sér sæti í Meistaradeildinni í vetur.
Blikakonur eru á heimavelli og hafa sett stefnuna á það að vinna sér sæti í Meistaradeildinni í vetur. vísir/Anton

Forkeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta er í sviðsljósinu í dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag.

Kvennalið Breiðabliks hýsir sinn riðil hér á landi og til Íslands eru komin þýska liðið Eintracht Frankfurt, portúgalska félagið Sporting Lissabon og hvít-rússneska félagið FC Minsk.

Báðir undanúrslitaleikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í dag. Vinni Blikakonur sinn leik þá spila þær hreinan úrslitaleik um sæti í Meistaradeildinni.

Auk þess verður sýndur vináttulandsleikjum smáþjóðanna Gíbraltar og Andorra og tveir leikir í bandaríska hafnaboltanum verða síðan í beinni í kvöld.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 hefst bein útsending frá undanúrslitaleik Eintracht Frankfurt og Sporting í forkeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá undanúrslitaleik Breiðabliks og FC Minsk í forkeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Vodafone Sport

Klukkan 15.50 hefst bein útsending frá vináttulandsleik Gíbraltar og Andorra.

Klukkan 19.00 hefst bein útsending frá leik Toronto Blue Jays og Philadelphia Phillies í bandarísku MLB deildinni í hafnabolta.

Klukkan 23.30 hefst bein útsending frá leik St. Louis Cardinals og Milwaukee Brewers í bandarísku MLB deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×