Enski boltinn

Besta byrjunin á öldinni í bestu deildunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland kominn með boltann eftir síðasta leik Manchester City enda skoraði sá norski þrennu í leiknum.
Erling Haaland kominn með boltann eftir síðasta leik Manchester City enda skoraði sá norski þrennu í leiknum. Getty/Catherine Ivill

Ekki einu sinni Cristiano Ronaldo og Lionel Messi á hápunkti sinna ferla hafa getað boðið upp á aðra eins byrjun á tímabilinu og Norðmaðurinn Erling Haaland hefur boðið upp á í haust.

Haaland skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð með Manchester City um síðustu helgi og fer inn í fyrsta landsleikjahlé leiktíðarinnar með sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum.

Eitt mark á móti Chelsea, þrjú mörk á móti Ipswich Town og loks þrjú mörk á móti West Ham.

Haaland hefur skorað fleiri mörk en öll lið deildarinnar nema Liverpool. Liverpool er með sjö mörk eins og Haaland.

Þetta er besta byrjunin á öldinni í bestu deildum Evrópu það er frá árinu 2000.

Enginn leikmaður hafði náð því að skora meira en sex mörk í fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíð í Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, á Ítalíu eða í Frakklandi.

Haaland tók metið meðal annars af þeim Cristiano Ronaldo og Robert Lewandowski en það má sjá topplistann hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×