Innlent

Pósturinn dreifir á­fengi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Óskar Jónsson hjá Smáríkinu og Sigríður Heiðar, forstöðumaður söludeildar hjá Póstinum.
Óskar Jónsson hjá Smáríkinu og Sigríður Heiðar, forstöðumaður söludeildar hjá Póstinum.

Pósturinn hefur frá því í vor dreift áfengi fyrir Smáríkið, netverslun sem selur áfengi. Fólk sem fær áfengi sent heim með póstinum er krafið um rafræna auðkenningu við afhendingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

„Veruleikinn er sá að sem stendur er hægt að kaupa áfengi á netinu. Þetta helst í hendur við breytta kauphegðun sem kallar á víðtækari þjónustu af hálfu Póstsins en áður. Við leggjum áherslu á að viðkvæmar vörur séu fluttar með rekjanlegum hætti og berist réttum kaupanda,“ segir Sigríður Heiðar, forstöðumaður söludeildar hjá Póstinum í tilkynningunni.

Þar kemur fram að þegar dreifa á viðkvæmum varningi á borð við lyf og áfengi þurfi að ganga úr skugga um að viðtakandi hafi sannarlega aldur eða heimild til að taka á móti sendingunni. Það sé gert með rafrænni auðkenningu við afhendingu.

Smáríkið er netvöruverslun sem hefur verið starfrækt í hálft ár og nýtt sér þjónustu Póstsins frá því í vor til að koma vörunni til skila.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×