Sjálfstæð dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að enska úrvalsdeildin hefði ekki réttinn til að refsa félaginu. Þetta var tilkynnt í kvöld.
Enska úrvalsdeildin segist vera hissa og vonsvikinn með niðurstöðuna samkvæmt frétt á BBC.
Leicester City hefur alltaf haldið því fram að félagið hafi farið eftir reglunum eins og þær voru samdar.
𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Leicester have won an appeal against a decision that could have led to a points deduction for an alleged breach of Premier League Profit and Sustainability rules 🦊
— BBC Sport Leicester (@BBCRLSport) September 3, 2024
An independent panel found the Premier League did not have the jurisdiction to punish the club. pic.twitter.com/nbutYyVjSD
Leicester var kært fyrir að brjóta rekstrarreglur ensku úrvalsdeildarinnar með því að eyða of miklu. Félagið áfrýjaði og hefur nú unnið þá áfrýjun.
Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar þá mega félög ekki tapa meira en 105 milljónum punda á þriggja ára tímabili.
Nottingham Forest og Everton var báðum refsað á síðustu leiktíð vegna samskonar brota.
Lykilatriði var að Leicester City var í ensku b-deildinni þegar enska úrvalsdeildin kærði félagið og á því er enska félagið að komast hjá þessari refsingu.
Leicester City has won its appeal against a decision that an independent Commission had jurisdiction to consider an alleged breach by the Club of Premier League Profitability and Sustainability Rules (PSRs).
— Leicester City (@LCFC) September 3, 2024