Enski boltinn

Leicester City vann áfrýjunina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Vardy og félagar í Leicester City þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa stig.
Jamie Vardy og félagar í Leicester City þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa stig. Getty/Alex Livesey

Leicester City fagnaði sigri í kærumáli sínu og ensku úrvalsdeildarinnar en enska félagið átti það á hættu að missa stig í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Nú þarf félagið ekki að hafa áhyggjur af því.

Sjálfstæð dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að enska úrvalsdeildin hefði ekki réttinn til að refsa félaginu. Þetta var tilkynnt í kvöld.

Enska úrvalsdeildin segist vera hissa og vonsvikinn með niðurstöðuna samkvæmt frétt á BBC.

Leicester City hefur alltaf haldið því fram að félagið hafi farið eftir reglunum eins og þær voru samdar.

Leicester var kært fyrir að brjóta rekstrarreglur ensku úrvalsdeildarinnar með því að eyða of miklu. Félagið áfrýjaði og hefur nú unnið þá áfrýjun.

Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar þá mega félög ekki tapa meira en 105 milljónum punda á þriggja ára tímabili.

Nottingham Forest og Everton var báðum refsað á síðustu leiktíð vegna samskonar brota.

Lykilatriði var að Leicester City var í ensku b-deildinni þegar enska úrvalsdeildin kærði félagið og á því er enska félagið að komast hjá þessari refsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×