Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2024 22:44 Vífilsstaðaflugvélin var einshreyfils tvíþekja og gat borið einn mann. Ljósmyndari óþekktur Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Þar rakti formaður Íslenska flugsögufélagsins, Sigurjón Valsson, sérkennileg örlög flugvélar sem skipar þann merka sess í flugsögunni að vera fyrsta einkaflugvélin á Íslandi. Fyrsta einkaflugvél Íslendinga orðin að vélsleða.Íslenska flugsögufélagið Það var Albert Jóhannesson, bílstjóri á Vífilsstöðum, sem keypti flugvélina til landsins frá Bandaríkjunum. Hún var einshreyfils af gerðinni Irwin Meteorplane. Aðeins var sæti fyrir einn flugmann um borð en engan farþega. Í samantekt Arngríms Sigurðssonar í tímaritinu Æskunni árið 1969 kemur fram að flugvélin hafi verið smíðuð í Kaliforníu árið 1928 en Albert pantað hana í júní 1929. Ári síðar hafi hún komið til Íslands með skipi um Kaupmannahöfn þann 10. júní 1930. Sigurjón segir að íslenskur flugmaður, Helgi Eyjólfsson, sem lært hafði að fljúga í Ameríku, hafi flogið fyrstu ferðirnar. Flugvélin hafi hins vegar ekki reynst vel. Þetta hafi verið hálfmislukkað ævintýri. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, sýnir hreyfilinn.Egill Aðalsteinsson Flugsögufélagið varðveitir hreyfillinn úr Vífilsstaðavélinni og Sigurjón lýsir því hvernig það kom til að Pétur Símonarson, bóndi í Vatnskoti í Þingvallasveit, eignaðist flugvélina og sá þau einu not að breyta henni í vélsleða. Sagt er að sleðinn hafi náð 200 kílómetra hraða. Flugsögumenn voru hins vegar forvitnir um afdrif flugvélarinnar á Þingvöllum. Í árdaga flugsögufélagsins efndu þeir til leiðangurs í Vatnskot og hófu uppgröft í fjárhústóftinni. Í þessu myndskeiði úr þættinum má sjá hvað þeir fundu: Næsti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld fjallar um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973, er félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða. Flugþjóðin Fréttir af flugi Garðabær Þingvellir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Þar rakti formaður Íslenska flugsögufélagsins, Sigurjón Valsson, sérkennileg örlög flugvélar sem skipar þann merka sess í flugsögunni að vera fyrsta einkaflugvélin á Íslandi. Fyrsta einkaflugvél Íslendinga orðin að vélsleða.Íslenska flugsögufélagið Það var Albert Jóhannesson, bílstjóri á Vífilsstöðum, sem keypti flugvélina til landsins frá Bandaríkjunum. Hún var einshreyfils af gerðinni Irwin Meteorplane. Aðeins var sæti fyrir einn flugmann um borð en engan farþega. Í samantekt Arngríms Sigurðssonar í tímaritinu Æskunni árið 1969 kemur fram að flugvélin hafi verið smíðuð í Kaliforníu árið 1928 en Albert pantað hana í júní 1929. Ári síðar hafi hún komið til Íslands með skipi um Kaupmannahöfn þann 10. júní 1930. Sigurjón segir að íslenskur flugmaður, Helgi Eyjólfsson, sem lært hafði að fljúga í Ameríku, hafi flogið fyrstu ferðirnar. Flugvélin hafi hins vegar ekki reynst vel. Þetta hafi verið hálfmislukkað ævintýri. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, sýnir hreyfilinn.Egill Aðalsteinsson Flugsögufélagið varðveitir hreyfillinn úr Vífilsstaðavélinni og Sigurjón lýsir því hvernig það kom til að Pétur Símonarson, bóndi í Vatnskoti í Þingvallasveit, eignaðist flugvélina og sá þau einu not að breyta henni í vélsleða. Sagt er að sleðinn hafi náð 200 kílómetra hraða. Flugsögumenn voru hins vegar forvitnir um afdrif flugvélarinnar á Þingvöllum. Í árdaga flugsögufélagsins efndu þeir til leiðangurs í Vatnskot og hófu uppgröft í fjárhústóftinni. Í þessu myndskeiði úr þættinum má sjá hvað þeir fundu: Næsti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld fjallar um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973, er félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða.
Flugþjóðin Fréttir af flugi Garðabær Þingvellir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Sjá meira
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44