Innlent

Kynntu tíðindi af mál­efnum inn­flytj­enda á Ís­landi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Arnar

Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi.

Í desember 2022 fór félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þess á leit við Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, að framkvæma ítargreiningu og heildrænt stöðumat í málefnum innflytjenda á Íslandi. Er það í fyrsta skipti sem slík greining er framkvæmd af OECD í málaflokknum á Íslandi.

Ítargreiningin var hugsuð sem lykilgögn við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda og hefur samstarfið við OECD verið einn meginþáttur við mótun stefnunnar. Fyrirhugað er að hún verði lögð fram á Alþingi í nóvember n.k.

Úttekt OECD er nú lokið og verður kynnt kl. 10:00.

  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, setur fundinn
  • Thomas Liebig, yfirhagfræðingur í málefnum innflytjenda hjá OECD, segir frá vinnunni við úttektina
  • Hlöðver Skúli Hákonarson, höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD, kynnir niðurstöðurnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×