Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Dagný Aradóttir Pind skrifar 4. september 2024 12:01 Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. Leikskólar eru einnig opnir færri daga yfir árið. Þannig kostar 8 tíma dvöl rúmlega 34% meira en hún gerði áður. BSRB gagnrýndi þessar breytingar harkalega þegar þær voru kynntar. Bæjarstjóri Kópavogs hefur aftur á móti lýst því yfir að breytingarnar hafi komið gríðarlega vel út fyrir starfsfólk og leikskólastarf í bænum sé mun betra eftir að þær tóku gildi. Hún skautar hins vegar algjörlega fram hjá mörgu sem skiptir höfuðmáli þegar leikskólamál eru annars vegar. Leikskólar eru grunnþjónusta Leikskólar eru lykilþáttur í grunnþjónustu íslensks samfélags og þeir hafa mörg hlutverk. Þeir eru menntastofnun þar sem yngri börn fá að þroskast og læra í öruggu og faglegu umhverfi. Áhrif á jafnrétti eru víðtæk, þegar kemur að kynjajafnrétti og jöfnuð barna og foreldra vegna uppruna og efnahagsstöðu. Leikskólakerfið hefur frá upphafi verið byggt upp með það að markmiði að gefa báðum foreldrum tækifæri á að vinna utan heimilis. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með þeirri hæstu í heimi og uppphaf þeirrar þróunar er að rekja til aukins aðgengi að leikskólum sem kosta ekki mikið. Þannig eru leikskólar líka mikilvægur stuðningur og þjónusta við foreldra og atvinnulífið. Fræðafólk hefur rannsakað umræðu um leikskólamál og má benda á grein Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar og Sunnu Símonardóttir frá desember 2023. Þar er fjallað um hvernig umræða um ung börn og leikskóla hefur breyst á síðustu árum. Nú séu mun meira áberandi sjónarmið en áður um að það sé börnunum fyrir bestu að vera lengi heima með foreldrum sínum og eyða minni tíma á leikskóla. Þau benda á að þrátt fyrir þetta séu engar rannsóknir sem sýna fram á að 8 eða 8,5 tíma leikskóladagur sé hættulegur fyrir börn. Þessi orðræða ýtir undir skaðlegar hugmyndir um hlutverk foreldra og þá sérstaklega mæðra og leiðir til foreldrasamviskubits þar sem foreldrar, aftur sérstaklega mæður, upplifa sig sem slæma foreldra ef þau eru með börnin á leikskóla heila daga. Kópavogi er sama um jafnréttismál Kópavogsbær byggir staðhæfingar sínar um hversu vel lukkaðar breytingarnar eru á eigin könnun frá desember 2023 um upplifun foreldra og starfsfólks af nýja kerfinu. Könnunin var gerð þremur mánuðum eftir innleiðingarnar en foreldrar í Kópavogi hafa gert athugasemdir við leiðandi framsetningu spurninga í könnunni sem þau telja settar fram með þeim hætti að auðvelt sé að túlka niðurstöður á jákvæðan hátt, auk þess sem þau benda á að að óháður aðili hefði þurft að gera könnunina til að hún væri marktæk. Í svörum foreldra kemur m.a. fram að gæðastundum fjölskyldna hefur almennt ekki fjölgað og aðeins um helmingur foreldra hefur getað nýtt sér sveigjanleika í skráningu dvalartíma. Flest sem geta það ekki segjast ekki geta það vegna vinnu, enda er aðeins hluti vinnandi fólks með sveigjanleika í sínum störfum. Þá virðist enginn gaumur gefinn að því hversu streituvaldandi það er að sinna ungum börnum meðfram fjarvinnu eða að eiga eftir að klára vinnutengd verkefni eftir að börnin hafa verið svæfð á kvöldin. Bæjarstjórinn hefur nefnt það sem jákvæða afleiðingu breytinganna að systkini og ömmur og afar sæki börnin oftar. Að þurfa að leita slíkrar aðstoðar eru ítrekað nefnd sem streituvaldandi liður í flóknu púsluspili samræmingu fjölskyldulífs og vinnu en þar að auki er stór hluti foreldra sem getur ekki reitt sig á neinn eða mjög fáa til að passa börnin sín en rannsóknir sýna að lágtekjukonur og fólk af erlendum uppruna eru þar stærstu hóparnir. Meirihluti foreldra segir einnig að verkefnið hafi ekki haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, þó sjá megi ákveðinn mun milli hópa. Launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál og um þriðjungur kvenna þarf nú þegar að vera í hlutastarfi að meginástæðu til vegna fjölskylduábyrgðar. Verkefnið er því að vinna gegn þessu til að tryggja megi fjárhagslegt sjálfstæði kvenna en stytting dvalartíma og hækkun gjalda á leikskóladegi í sarmæmi við vinnudag foreldra hefur þveröfug áhrif. Þá er áhugavert að skoða að hverju bærinn spyr ekki að. Það er til dæmis ekki spurt að því hvort foreldrar hafi þurft að minnka við sig vinnu, fjárhagsleg áhrif breytinganna, hvort þau eigi erfiðara eða auðveldara með að samræma vinnu og fjölskyldulíf, áhrif á álag, hvort foreldrar upplifi breytingarnar sem þjónustuskerðingu eða aukningu og engar spurningar eru greindar eftir kyni. Aðeins ein spurning er greind út frá sambúðarformi, en ætla má að erfiðara sé fyrir einstæða foreldra að stytta dvalartíma barna sinna og greiða meira fyrir leikskólavistun. Konur eru í miklum meirihluta einstæðra foreldra og börn þeirra eru í mestri hættu á að búa við fátækt. Í raun virðist bærinn ekkert hafa pælt í jafnréttismálum í gegnum allt ferlið, sem gengur þvert gegn lagaskyldu um að sveitastjórnir setji sér markmið og grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, sbr. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála. Viðurkennum mikilvægi leikskólanna Leikskólakerfið stendur frammi fyrir ákveðnum vandamálum, þar sem erfitt hefur reynst að manna leikskólana, mikið álag er í starfi auk þess bætist við umtalsverður húsnæðisvandi í einhverjum sveitarfélögum. Það er því miður skýr birtingarmynd þess fjársveltis sem margar þær grundvallarstofnanir sem við reiðum okkar á daglega búa við. Í stað þess að ráðast að rótum vandans, með því að fjármagna kerfið almennilega og tryggja góðar starfsaðstæður og aðbúnað barna, hefur Kópavogsbær ákveðið að velta vandanum yfir á foreldra og algjörlega horfa fram hjá áhrifum á jafnrétti. Það er í raun niðurskurður á þjónustu sett í umbúðir umbóta og dugir ekki sem langtímalausn. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla eru að miklum meirihluta konur og það þarf að greiða þeim laun í samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð og tryggja þeim starfsaðstæður sem skila þeim heilum heim. Við ættum öll að vera sammála um að störf þeirra eru meðal þeirra mikilvægustu í íslensku samfélagi, en þær hafa árum saman verið vanmetnar í launum, líkt og aðrar kvennastéttir og sveitarfélög þannig veitt sér afslátt á kostnað tekna og heilsu kvenna sem halda samfélaginu gangandi með störfum sínum. Kópavogsmódelið svokallaða er ógn við jafnrétti kynjanna sem virðir að vettugi skyldur sveitarfélaga til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti. Það ýtir undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum, þar sem meginábyrgðin fellur alltaf á herðar kvenna með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á framfærslumöguleika og heilsu þeirra og barna þeirra. Það er ekki eingöngu skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem fyrir verða heldur samfélagið allt. Það er kominn tími til að tryggt sé með lögum að öll börn hafi sama rétt til aðgengi að leikskóla að loknu fæðingarorlofi, þar sem opnunartíminn er í takt við lengd fullrar vinnuviku foreldra. Þar sem meginmarkmiðið verði að leikskólar verði í senn framúrskarandi menntastofnun þar sem börn og starfsfólk njóta þess mögulega besta í aðbúnaði ásamt því að vera grundvallarstuðningur við barnafjölskyldur óháð því í hvaða sveitarfélagi barn býr. Höfundur er lögfræðingur hjá BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagný Aradóttir Pind Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. Leikskólar eru einnig opnir færri daga yfir árið. Þannig kostar 8 tíma dvöl rúmlega 34% meira en hún gerði áður. BSRB gagnrýndi þessar breytingar harkalega þegar þær voru kynntar. Bæjarstjóri Kópavogs hefur aftur á móti lýst því yfir að breytingarnar hafi komið gríðarlega vel út fyrir starfsfólk og leikskólastarf í bænum sé mun betra eftir að þær tóku gildi. Hún skautar hins vegar algjörlega fram hjá mörgu sem skiptir höfuðmáli þegar leikskólamál eru annars vegar. Leikskólar eru grunnþjónusta Leikskólar eru lykilþáttur í grunnþjónustu íslensks samfélags og þeir hafa mörg hlutverk. Þeir eru menntastofnun þar sem yngri börn fá að þroskast og læra í öruggu og faglegu umhverfi. Áhrif á jafnrétti eru víðtæk, þegar kemur að kynjajafnrétti og jöfnuð barna og foreldra vegna uppruna og efnahagsstöðu. Leikskólakerfið hefur frá upphafi verið byggt upp með það að markmiði að gefa báðum foreldrum tækifæri á að vinna utan heimilis. Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er með þeirri hæstu í heimi og uppphaf þeirrar þróunar er að rekja til aukins aðgengi að leikskólum sem kosta ekki mikið. Þannig eru leikskólar líka mikilvægur stuðningur og þjónusta við foreldra og atvinnulífið. Fræðafólk hefur rannsakað umræðu um leikskólamál og má benda á grein Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar og Sunnu Símonardóttir frá desember 2023. Þar er fjallað um hvernig umræða um ung börn og leikskóla hefur breyst á síðustu árum. Nú séu mun meira áberandi sjónarmið en áður um að það sé börnunum fyrir bestu að vera lengi heima með foreldrum sínum og eyða minni tíma á leikskóla. Þau benda á að þrátt fyrir þetta séu engar rannsóknir sem sýna fram á að 8 eða 8,5 tíma leikskóladagur sé hættulegur fyrir börn. Þessi orðræða ýtir undir skaðlegar hugmyndir um hlutverk foreldra og þá sérstaklega mæðra og leiðir til foreldrasamviskubits þar sem foreldrar, aftur sérstaklega mæður, upplifa sig sem slæma foreldra ef þau eru með börnin á leikskóla heila daga. Kópavogi er sama um jafnréttismál Kópavogsbær byggir staðhæfingar sínar um hversu vel lukkaðar breytingarnar eru á eigin könnun frá desember 2023 um upplifun foreldra og starfsfólks af nýja kerfinu. Könnunin var gerð þremur mánuðum eftir innleiðingarnar en foreldrar í Kópavogi hafa gert athugasemdir við leiðandi framsetningu spurninga í könnunni sem þau telja settar fram með þeim hætti að auðvelt sé að túlka niðurstöður á jákvæðan hátt, auk þess sem þau benda á að að óháður aðili hefði þurft að gera könnunina til að hún væri marktæk. Í svörum foreldra kemur m.a. fram að gæðastundum fjölskyldna hefur almennt ekki fjölgað og aðeins um helmingur foreldra hefur getað nýtt sér sveigjanleika í skráningu dvalartíma. Flest sem geta það ekki segjast ekki geta það vegna vinnu, enda er aðeins hluti vinnandi fólks með sveigjanleika í sínum störfum. Þá virðist enginn gaumur gefinn að því hversu streituvaldandi það er að sinna ungum börnum meðfram fjarvinnu eða að eiga eftir að klára vinnutengd verkefni eftir að börnin hafa verið svæfð á kvöldin. Bæjarstjórinn hefur nefnt það sem jákvæða afleiðingu breytinganna að systkini og ömmur og afar sæki börnin oftar. Að þurfa að leita slíkrar aðstoðar eru ítrekað nefnd sem streituvaldandi liður í flóknu púsluspili samræmingu fjölskyldulífs og vinnu en þar að auki er stór hluti foreldra sem getur ekki reitt sig á neinn eða mjög fáa til að passa börnin sín en rannsóknir sýna að lágtekjukonur og fólk af erlendum uppruna eru þar stærstu hóparnir. Meirihluti foreldra segir einnig að verkefnið hafi ekki haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, þó sjá megi ákveðinn mun milli hópa. Launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál og um þriðjungur kvenna þarf nú þegar að vera í hlutastarfi að meginástæðu til vegna fjölskylduábyrgðar. Verkefnið er því að vinna gegn þessu til að tryggja megi fjárhagslegt sjálfstæði kvenna en stytting dvalartíma og hækkun gjalda á leikskóladegi í sarmæmi við vinnudag foreldra hefur þveröfug áhrif. Þá er áhugavert að skoða að hverju bærinn spyr ekki að. Það er til dæmis ekki spurt að því hvort foreldrar hafi þurft að minnka við sig vinnu, fjárhagsleg áhrif breytinganna, hvort þau eigi erfiðara eða auðveldara með að samræma vinnu og fjölskyldulíf, áhrif á álag, hvort foreldrar upplifi breytingarnar sem þjónustuskerðingu eða aukningu og engar spurningar eru greindar eftir kyni. Aðeins ein spurning er greind út frá sambúðarformi, en ætla má að erfiðara sé fyrir einstæða foreldra að stytta dvalartíma barna sinna og greiða meira fyrir leikskólavistun. Konur eru í miklum meirihluta einstæðra foreldra og börn þeirra eru í mestri hættu á að búa við fátækt. Í raun virðist bærinn ekkert hafa pælt í jafnréttismálum í gegnum allt ferlið, sem gengur þvert gegn lagaskyldu um að sveitastjórnir setji sér markmið og grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, sbr. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála. Viðurkennum mikilvægi leikskólanna Leikskólakerfið stendur frammi fyrir ákveðnum vandamálum, þar sem erfitt hefur reynst að manna leikskólana, mikið álag er í starfi auk þess bætist við umtalsverður húsnæðisvandi í einhverjum sveitarfélögum. Það er því miður skýr birtingarmynd þess fjársveltis sem margar þær grundvallarstofnanir sem við reiðum okkar á daglega búa við. Í stað þess að ráðast að rótum vandans, með því að fjármagna kerfið almennilega og tryggja góðar starfsaðstæður og aðbúnað barna, hefur Kópavogsbær ákveðið að velta vandanum yfir á foreldra og algjörlega horfa fram hjá áhrifum á jafnrétti. Það er í raun niðurskurður á þjónustu sett í umbúðir umbóta og dugir ekki sem langtímalausn. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla eru að miklum meirihluta konur og það þarf að greiða þeim laun í samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð og tryggja þeim starfsaðstæður sem skila þeim heilum heim. Við ættum öll að vera sammála um að störf þeirra eru meðal þeirra mikilvægustu í íslensku samfélagi, en þær hafa árum saman verið vanmetnar í launum, líkt og aðrar kvennastéttir og sveitarfélög þannig veitt sér afslátt á kostnað tekna og heilsu kvenna sem halda samfélaginu gangandi með störfum sínum. Kópavogsmódelið svokallaða er ógn við jafnrétti kynjanna sem virðir að vettugi skyldur sveitarfélaga til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti. Það ýtir undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum, þar sem meginábyrgðin fellur alltaf á herðar kvenna með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á framfærslumöguleika og heilsu þeirra og barna þeirra. Það er ekki eingöngu skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem fyrir verða heldur samfélagið allt. Það er kominn tími til að tryggt sé með lögum að öll börn hafi sama rétt til aðgengi að leikskóla að loknu fæðingarorlofi, þar sem opnunartíminn er í takt við lengd fullrar vinnuviku foreldra. Þar sem meginmarkmiðið verði að leikskólar verði í senn framúrskarandi menntastofnun þar sem börn og starfsfólk njóta þess mögulega besta í aðbúnaði ásamt því að vera grundvallarstuðningur við barnafjölskyldur óháð því í hvaða sveitarfélagi barn býr. Höfundur er lögfræðingur hjá BSRB
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun