Ræðst á morgun hvort Ísland taki þátt í Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2024 12:46 Reynsluboltinn Hera Björk lét tæknivandræði ekki trufla sig og stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2024. Vísir/Hulda Margrét Ríkisútvarpið mun á morgun tilkynna hvort Ísland muni taka þátt í Eurovision í Basel á næsta ári. Fararstjóri íslenska hópsins sagði eftir keppnina í ár að hann gerði ráð fyrir því að Ísland tæki aftur þátt í ár, en ekkert væri meitlað í stein. Mikil óánægja var meðal hluta þjóðarinnar eftir þátttöku Íslands í keppninni í ár. RÚV og fleiri sjónvarpsstöðvar voru hvattar til að draga atriði sitt úr keppni vegna þátttöku Ísraels og báðu Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) fólk um að hætta að áreita keppendur vegna þátttöku þeirra. Fulltrúi Íslands, Hera Björk, tók hins vegar þátt og lenti í síðasta sæti keppninnar með þrjú stig. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. Eftir keppnina, sem svissneska atriðið vann, sagði fararstjóri íslenska hópsins, Rúnar Freyr Gíslason, að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Rúnar segir í dag í samtali við fréttastofu að á morgun verði ákvörðun Ríkisútvarpsins um þátttöku Íslands í Eurovision kynnt þjóðinni. Þá verður fyrirkomulag Söngvakeppninnar kynnt og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Nú þegar hafa 25 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni sem fer fram í Basel í Sviss á næsta ári. Þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári en tók ekki þátt í ár er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Mikil óánægja var meðal hluta þjóðarinnar eftir þátttöku Íslands í keppninni í ár. RÚV og fleiri sjónvarpsstöðvar voru hvattar til að draga atriði sitt úr keppni vegna þátttöku Ísraels og báðu Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) fólk um að hætta að áreita keppendur vegna þátttöku þeirra. Fulltrúi Íslands, Hera Björk, tók hins vegar þátt og lenti í síðasta sæti keppninnar með þrjú stig. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. Eftir keppnina, sem svissneska atriðið vann, sagði fararstjóri íslenska hópsins, Rúnar Freyr Gíslason, að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Rúnar segir í dag í samtali við fréttastofu að á morgun verði ákvörðun Ríkisútvarpsins um þátttöku Íslands í Eurovision kynnt þjóðinni. Þá verður fyrirkomulag Söngvakeppninnar kynnt og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Nú þegar hafa 25 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni sem fer fram í Basel í Sviss á næsta ári. Þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári en tók ekki þátt í ár er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira