Íslenski boltinn

Ísa­bella með þrennu í tíu marka sigri Vals

Sindri Sverrisson skrifar
Valskonur spila til úrslita á laugardaginn eftir stórsigur í dag.
Valskonur spila til úrslita á laugardaginn eftir stórsigur í dag. vísir/Anton

Ljuboten frá Norður-Makedóníu reyndist alls engin fyrirstaða fyrir Íslands- og bikarmeistara Vals í fyrsta leik liðsins í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna.

Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði þrennu í seinni hálfleik en í hálfleik var staðan þegar orðin 5-0.

Jasmín Erla Ingadóttir gerði fyrsta markið strax á annarri mínútu og bætti við öðru í seinni hálfleik.

Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu svo sitt markið hver.

Þess má svo geta að miðvörðurinn magnaði Arna Sif Ásgrímsdóttir var á varamannabekk Vals í leiknum, en hún sleit krossband í hné í febrúar.

Sigurinn þýðir að Valur spilar á laugardaginn til úrslita við sigurliðið úr leik Twente frá Hollandi og Cardiff frá Wales, um að komast á seinna stig undankeppni Meistaradeildarinnar. Komist liðið þangað þarf það að slá út einn andstæðing til að komast í sjálfa riðlakeppni sterkustu deildar Evrópu.

Leikurinn á laugardag, rétt eins og leikirnir í dag, fer fram í Enschede í Hollandi, á heimavelli Twente.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×