Fótbolti

Selma og stöllur slógu Atlético út í vító

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Rosenborgar fagna sigrinum gegn Atlético Madrid í dag. Markvörðurinn Rugile Rulyte fékk aðeins tvö mörk á sig í vítaspyrnukeppninni.
Leikmenn Rosenborgar fagna sigrinum gegn Atlético Madrid í dag. Markvörðurinn Rugile Rulyte fékk aðeins tvö mörk á sig í vítaspyrnukeppninni. Getty/Catherine Ivill

Selma Sól Magnúsdóttir er komin með norska liðinu Rosenborg áfram í úrslitaleik í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Rosenborg sló spænska liðið Atlético Madrid út í dag er liðin mættust á Englandi, þar sem riðill 3 er spilaður.

Framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfti til, eftir að Rosenborg náði að jafna metin í 1-1 í uppbótartíma venjulegs leiktíma, og Atlético náði að jafna í 2-2 í lok framlengingarinnar.

Í vítaspyrnukeppninni nýtti Rosenborg svo þrjár spyrnur en Atlético aðeins tvær og því gátu Selma og stöllur hennar fagnað dísætum sigri.

Selma var að vanda í byrjunarliði Rosenborgar en var skipt af velli skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma, þá með gult spjald á bakinu.

Rosenborg mætir svo sigurliðinu úr leik Arsenal og Rangers í úrslitaleik á laugardagskvöld.


Tengdar fréttir

Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals

Ljuboten frá Norður-Makedóníu reyndist alls engin fyrirstaða fyrir Íslands- og bikarmeistara Vals í fyrsta leik liðsins í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×