Fótbolti

Glódís Perla til­nefnd til Gullboltans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði þýska stórliðsins Bayern München. Hún hefur átt frábært ár.
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði þýska stórliðsins Bayern München. Hún hefur átt frábært ár. Getty/Boris Streubel

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og þýska stórliðsins Bayern München, var í kvöld tilnefnd til Gullboltans, Ballon d’Or.

Franska blaðið France Football gaf þá út hvaða leikmenn eru tilnefndir í ár. Glódís Perla er ein af þrjátíu leikmönnum sem koma til greina sem besta knattspyrnukona heims á árinu 2024.

Þetta er einn mesti heiður sem íslenskri knattspyrnukonu hefur verið sýndur en svo á eftir að koma í ljós í hvaða sæti íslenski miðvörðurinn endar í sjálfri kosningunni.

Glódís hefur átt magnað ár sem lykilmaður hjá þýsku meisturunum og íslenska landsliðinu sem var eitt það fyrsta sem tryggði sér sæti á EM í Sviss og vann 3-0 stórsigur á Þýskalandi á Laugardalsvellinum í sumar.

Bayern vann þýsku deildina og varð í öðru sæti í bikarkeppninni þar sem að Glódís missti ekki úr leik.

  • Tilnefndir leikmenn:
  • Aitana Bonmati (Barcelona)
  • Ada Hegerberg (Lyon)
  • Lauren Hemp (Man City)
  • Trinity Rodman (Washington Spirit)
  • Barbra Banda (Shanghai RCB, Orlando Pride)
  • Tarciane Lime (Houston Dash)
  • Manuela Giugliano (Roma)
  • Mallory Swanson (Chicago Red Stars)
  • Glódís Perla Viggoódóttir (Bayern München)
  • Mariona Caldentey (Barca, Arsenal)
  • Lauren James (Chelsea)
  • Patricia Guijarro (Barca)
  •  Lea Schuller (Bayern)
  •  Gabi Portilho (Corinthians)
  • Tabitha Chawinga (PSG)
  • Caroline Graham Hansen (Barca)
  • Lindsey Horan (Lyon)
  •  Lucy Bronze (Barca, Chelsea)
  •  Sjoeke Nusken (Chelsea)
  •  Yui Hasegawa (Man City)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×