Sóknarleikurinn blómstrar í nýju leikkerfi: „Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2024 21:57 Katrín fékk að eiga boltann að leik loknum. breiðablik Katrín Ásbjörnsdóttir fór fremst í flokki Breiðabliks og skoraði þrjú mörk í 6-1 sigri gegn FC Minsk í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Framundan er öllu erfiðara verkefni gegn Sporting en Katrín hefur fulla trú fyrir það á liðinu, leikkerfinu og þjálfaranum. „Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Sjá meira
„Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Sjá meira