Innlent

Guð­mundur enn undir feldi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, hef­ur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til áfram­hald­andi for­manns­setu á lands­fundi Vinstri grænna í októ­ber.

Mbl ræddi í kvöld við Guðmund um landsfundinn sem fram fer 4. til 6. október..

„Ég ligg enn und­ir feldi og er að hugsa málið. Ég hef ekki tekið ákvörðun enn sem komið er,“ sagði Guðmundur þegar blaðamaður mbl innti hann eftir svörum um framboð til formanns. Sömuleiðis vildi hann ekkert gefa upp um hvenær ákvörðun­ar­ hans væri að vænta.

Leggur áherslu á heilbrigðismál, húsnæðismál, umhverfismál og fleira

Flokkurinn muni skerpa á áhersl­um sín­um inn í kom­andi kosn­inga­vet­ur á landsfundinum að sögn Guðmundar.

Sjálfur telur Guðmundur að flokkurinn þurfi að leggja áherslu á að standa vörð um heil­brigðis­kerfið og félagsleg kerfi. Hafna þurfi frek­ari einka­væðingu á þeim og einkavæðingu á innviðum á borð við vega­kerfið og fjar­skiptainnviði.

Einnig vill hann að breiðu bökin gefi meira til samfélagsins en þau geri nú og að jafnvægi verði náð á húsnæðismarkaði með því að tryggja nægt framboð af húsnæði, búa til betri leigumarkað og auka félagsleg úrræði. Einnig þurfi að styðja við barna­fjöl­skyld­ur, sér­stak­lega þær efnam­inni.

„Þegar kem­ur að nátt­úru­vernd­inni tel ég að við þurf­um að vera með all­an vara á okk­ur vegna auk­inn­ar aðsókn­ar í orku­auðlind­ir. Við verðum að geta ráðist í nauðsyn­leg orku­skipti án þess að fórna verðmætri nátt­úru sem við ber­um líka ábyrgð á að vernda,“ sagði Guðmund­ur í viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×