Erlent

Barnier nýr for­sætis­ráð­herra Frakk­lands

Lovísa Arnardóttir skrifar
Barnier er sá elsti sem er skipaður forsætisráðherra í Frakklandi.
Barnier er sá elsti sem er skipaður forsætisráðherra í Frakklandi. Vísir/EPA

Michel Barnier verður næsti forsætisráðherra Frakklands. Emmanuel Macron, forseti landsins, tilkynnti um það í morgun. Barnier var áður aðalsamningamaður Evrópusambandsins og leiddi til dæmis samningaviðræðurnar þegar Bretar gengu úr úr samningu, Brexit.

Um tveir mánuðir eru frá því að kosningar fóru skyndilega fram í Frakklandi. Pattstaða myndaðist á þinginu eftir kosningarnar. Enginn flokkur né hreyfing fékk afgerandi umboð, þrátt fyrir að Nouveau Front Populaire (NFP), bandalag vinstriflokka, hafi tryggt sér 180 þingsæti af 577 í seinni umferð kosninganna.

Í frétt franska miðilsins Le Monde segir að Barnier uppfylli þau skilyrði sem sett hafi verið til að leiða ríkisstjórnina svo að hægt sé að mynda ”sameinandi ríkisstjórn fyrir landið”.

Barnier er sá elsti til að taka við embætti forsætisráðherra í Frakklandi. Hann er 73 ára. Hann tekur við af Gabriel Attal sem var sá yngsti sem hafði verið forsætisráðherra landsins. Attal var skipaður forsætisráðherra í upphafi árs.

Fram kemur í umfjöllun BBC um skipunina að Barnier hafi fyrir þremur árum lýst því yfir að hann vildi fara á móti Macron í kosningum en var ekki valinn til að leiða flokk sinn.


Tengdar fréttir

Mjúk útganga komi sér betur fyrir Ísland

Þorsteinn Pálsson segir áframhaldandi veru Bretlands á innri markaðnum og í tollabandalaginu eftir útgöngu úr ESB besta kost fyrir hagsmuni Íslendinga. Íhaldsflokkurinn logar í deilum vegna nýsamþykktrar stefnu ríkisstjórnar Theresu May og áhrifafólk segir af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×