Innlent

Göngumaðurinn fannst kaldur á Kastárfjalli

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Göngumaðurinn fannst á sjöunda tímanum og verður honum fylgt niður fjallið.
Göngumaðurinn fannst á sjöunda tímanum og verður honum fylgt niður fjallið. Landsbjörg

Göngumaður sem leitað var eftir að hann rann í skriðum á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar hefur verið fundinn.

Landsbjörg greinir frá því að björgunarsveitir hafi komið að manninum á sjöunda tímanum í kvöld nokkuð köldum. Eftir að staðan var metin var ákveðið að honum yrði fylgt niður en hann telur sig geta gengið með aðstoð.

Útkallið barst björgunarsveitum um hádegisbilið í dag og ræst var út sveit í kjölfarið til að leita hans. Björgunarsveitir frá Hornafirði og Öræfum voru kallaðar út ásamt fjórum undanförum úr Reykjavík sem komu með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Mögulegar leiðir fyrir björgunarsveitir með manninn niður úr sjálfheldunni voru metnað með því að fljúga dróna eftir hlíðinni sem maðurinn fannst í. Ákveðið var að lokum að koma honum áfram upp gilið og fara svo sömu leið niður og björgunarmenn komu að honum, en þeir komu að honum ofan frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×