Innlent

Huldu­maður réðst á nemanda á ung­linga­stigi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Atvikið átti sér stað fyrir utan Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ í lok skóladags.
Atvikið átti sér stað fyrir utan Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ í lok skóladags. Vísir/Þorgils

Huldumaður réðst á nemenda Myllubakkaskóla á unglingastigi fyrir utan Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ í lok skóladags.

Víkurfréttir greina frá því að Hlynur Jónsson, skólastjóri Myllubakkaskóla hafi sent tilkynningu til foreldra forráðamenn barna á unglingastigi þar sem hann sagði frá árásinni.

„Honum varð sem betur fer ekki meint af en hefði getað hlotið mikinn skaða. Sá sem var gerandi í þessu máli huldi andlit sitt og vitum við því miður ekki hver var þar að verki. Þetta er að sjálfsögðu mál sem verður tilkynnt til lögreglunnar,“ hafa Víkurfréttir eftir skólastjóranum.

Jafnframt segir að foreldrar og forráðamenn séu hvattir til að ræða við börnin sín heima og hafi þau frekari upplýsingar að koma þeim áleiðis til skólans.

„Mikilvægt er að þegar samfélagið okkar upplifir atvik sem þetta að standa saman og aðstoða börnin við að vinna úr þeirra upplifun. Enda málefni okkar allra að stöðva slík atvik og standa vörð saman um börnin okkar,“ er haft eftir Hlyni Jónssyni skólastjóra Myllubakkaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×