Handbolti

Stjörnu­menn sterkari á móti ná­grönnunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn byrja tímabilið á sigri.  Þeir lenti í smá vandræðum með HK-inga um tíma en sigurinn var nokkuð öruggur á endanum.
Stjörnumenn byrja tímabilið á sigri.  Þeir lenti í smá vandræðum með HK-inga um tíma en sigurinn var nokkuð öruggur á endanum. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan vann tveggja marka sigur á HK, 29-27, í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld.

HK-ingar bitu aðeins frá sér í upphafi leiks og komust yfir í 2-0 og 3-1. Þeir voru síðan síðast yfir í stöðunni 5-4.

Stjarnan tók frumkvæðið eftir það, var komið í 10-8 um miðjan hálfleikinn, komust mest fjórum mörkum yfir og voru síðan með þriggja marka forskot í hálfleik, 17-14.

Stjörnumenn voru fjórum mörkum yfir, 23-19, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður en HK-menn unnu sig aftur inn í leikinn.

Þeir minnkuðu muninn í eitt mark og það leit út fyrir spennu á lokamínútunum.

Stjörnumenn gáfu aftur á móti aftur í og tryggðu sér sigurinn. Munurinn var þó bara tvö mörk í lokin.

Jóel Bernburg og Starri Friðriksson voru allt í öllu hjá Stjörnunni með sjö mörk hvor en Sveinn Andri Sveinsson skoraði fjögur mörk. Tandri Már Konráðsson var líka öflugur með þrjú mörk og sex stoðsendingar.

Andri Þór Helgason skoraði mest fyrir HK eða sex mörk, Leó Snær Pétursson var með fimm en þeir Haukur Ingi Hauksson, Ágúst Guðmundsson og Júlíus Flosason voru allir með fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×